Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kynna nýja ríkis­stjórn Þýska­lands

Búist er við því að Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, verði næsti kanslari Þýskalands. Ný ríkisstjórn landsins verður kynnt á blaðamannafundi síðdegis.

Fyrstu sam­töl við Ru­bio lofi góðu

Utanríkisráðherra segir fyrstu samtöl sín við kollega sinn frá Bandaríkjunum lofa góðu. Öryggi á Norðurslóðum sé að færast ofar á forgangslista Atlantshafsbandalagsins.

Tollar Trumps, njósnir og Ung­frú Ís­land

Bandaríkjaforseti hyggst leggja tíu prósenta innflutningstolla á íslenskar innflutningsvörur. Forstjóri Össurar segir um mikil vonbrigði að ræða, enda séu Bandaríkin mikilvægasti markaður félagsins. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, og ræðum um framhaldið við sérfræðing í myndveri.

Vilja vera einn af vor­boðunum

Hönnunarmars hefur verið settur í sautjánda sinn. Stjórnandi verkefnisins segir risastóra hönnunar- og arkítektúrhátíð fram undan. Yfir hundrað viðburðir eru á dagskrá næstu fimm dagana.

„Margir sem ég þekki hafa þurft að yfir­gefa heimili sín“

Íslendingur í Bangkok segir fjölda vina sinna hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mjanmar fyrir helgi og fannst vel í nágrannaríkjum. Þungt sé yfir borginni, og íbúar óttaslegnir. Eftirskjálftar hafa gert björgunarstarf í Mjanmar erfitt.

Grænlandsheimsókn vara­for­seta og þrumu­veður

Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Grænlandsheimsókn varaforseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu fjaðrafoki og dönsk stjórnvöld telja freklega að sér vegið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þungt yfir Bangkok og lög­sókn vegna olíugjalda

Tala látinna í Mjanmar eftir stóran jarðskjálfta á föstudag er komin yfir 1.700 og enn ríða nokkuð stórir eftirskjálftar yfir í landinu. Í Bangkok í Tælandi er tala látinna komin upp í 17, og 83 er enn saknað. Í hádegisfréttum er rætt við Íslending sem býr í Bangkok, og segir afar þungt yfir borginni.

Sjá meira