Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lög­reglu­stjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk

Ríkislögreglustjóri segist ekki hafa íhugað stöðu sína í kjölfar þess að háar greiðslur embættisins til ráðgjafafyrirtækis með einn starfsmann komust í hámæli. Hún viðurkennir þó að mistök hafi verið gerð í tengslum við málið. Dómsmálaráðherra hefur kallað eftir frekari gögnum um málið og getur ekki sagt berum orðum hvort hún beri traust til ríkislögreglustjóra.

Strætó enn á eftir á­ætlun en opnun hring­vegarins í vinnslu

Vonir standa til að hægt verði að opna hringveginn að fullu nú upp úr hádegi, en honum var lokað á tveimur stöðum á Suðurlandi vegna veðurs. Bráðamóttaka Landspítalans býr sig undir aukið álag vegna hálkuslysa í dag og útlit er fyrir að Strætó verði á eftir áætlun fram eftir degi.

Lofar látum og vísar gagn­rýni Sam­taka at­vinnulífsins á bug

Búist er við að fjöldi kvenna leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur þegar kvennaverkfall fer fram á morgun. Til stendur að reisa stórt svið á þeim hluta Lækjargötu sem snýr að Arnarhóli og hefst sú framkvæmd eftir að lokað verður fyrir umferð um svæðið klukkan 6 í fyrramálið.

Brunaði austur til að finna litla frænda

Móðursystir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði tók sjálf þátt í leitinni að honum, og segist ekki hafa getað setið aðgerðalaus eftir að frændi hennar féll í sjóinn. Hún safnar nú fé fyrir hönd foreldranna. Þeir hafa þurft að standa sjálfir straum af dýru dómsmáli sem tapaðist.

Fundi frestað þar til á morgun

Fundi deiluaðila í kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hefur verið frestað til klukkan ellefu á morgun. Ríkissáttasemjari frestaði fundi nú klukkan sex í kvöld.

Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka

Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi orð Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í ræðustól Alþingis í dag. Ummælin sem Jens Garðar var ósáttur við féllu í opinberri heimsókn forseta til Kína, þar sem Halla vitnaði í Maó Zedong. Hann sagði embætti forseta mögulega þurfa leiðbeiningar frá Stjórnarráðinu vegna málsins.

Sjá meira