Fréttir Hafa safnað 42 milljónum króna fyrir frí kort Rauði krossinn dreifir nú sínu árlega jólakortahefti inn um bréfalúgur landsmanna. Alls fá tæplega 120 þúsund heimili í landinu heftið í ár, eða öll sem taka við fjölpósti. Innlent 21.11.2012 22:44 Sjáumst! Í skammdeginu eru ljósin kveikt á bílunum til þess að auðvelda sýnileika þeirra í umferðinni. En hvað með aðra í umferðinni? Hvernig aukum við sýnileika vegfarenda? Þar koma endurskinsmerki til sögunnar en þau eru örugg, ódýr og auðveld leið til að sjást betur í myrkri. Skoðun 21.11.2012 22:45 Gögn hækka bætur til þolenda ofbeldis Sérfræðigögn í kynferðisbrotamálum gegn börnum virðast skipta sköpum fyrir rétti þegar kemur að því að dæma fórnarlömbum ofbeldisins bætur. Alla jafna eru bætur hærri í dómum þar sem sérfræðigögn eru lögð fram í málinu; eins og umsagnir um líðan þolanda frá sálfræðingum, geðlæknum, sjúkrahúsum, lögreglu og fleiri aðilum, samkvæmt rannsókn síðan í ár. Innlent 21.11.2012 22:44 Óttast afleiðingar herskipabanns í borginni Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir þá afstöðu Jóns Gnarr borgarstjóra að banna ætti komur herskipa til Reykjavíkur stefna í voða farsælu björgunarsamstarfi við aðrar þjóðir, sérstaklega Dani og Norðmenn. Innlent 21.11.2012 22:44 Ritvélar klingja sitt síðasta Síðasta ritvélin sem framleidd hefur verið í Bretlandi var gefin Vísindasafninu í London fyrir skömmu. Innlent 21.11.2012 22:44 Kröfu Norðurturnsins hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær eignarhaldsfélagið Smáralind ehf., dótturfélag fasteignafélagsins Regins, af 1,3 milljarða króna kröfu þrotabús Norðurturnsins. Viðskipti innlent 21.11.2012 22:44 Ætla að ná öllu Kongó undir sig Uppreisnarmenn í Afríkuríkinu Austur-Kongó hafa hertekið borgina Goma og segjast nú ætla að ná öllu landinu undir sig, líka höfuðborginni Kinshasa. Erlent 21.11.2012 22:44 Tíu ára fangelsi fyrir spillingu Ivo Sanader, fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu, var á þriðjudag dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir að hafa þegið mútur frá ungversku olíufélagi og austurrískum banka. Erlent 21.11.2012 22:44 Fjólubláar kýr í Háskólabíói í næstu viku Einn frægasti markaðsmaður heims, Bandaríkjamaðurinn Seth Godin, er væntanlegur til landsins. Godin mun halda fyrirlestur í Háskólabíói eftir átta daga á vegum Ímarks, félags íslensks markaðsfólks. Markaðurinn ræddi við Godin vegna komu hans til Íslands. Viðskipti innlent 20.11.2012 21:47 Göngufólk traðkar Esjuna niður Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur óskað eftir leyfi borgaryfirvalda til að gera gagngerar lagfæringar á fjölförnum stíg upp Esjuna. Innlent 20.11.2012 22:47 Eignarrétti ógnað með lögum um lífeyrissjóði Lífeyrissjóðirnir leggja nú þegar fjármuni í varasjóði, segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, kallaði eftir því í Fréttablaðinu í gær að þeir greiddu í slíkan sjóð. Neituðu þeir því og reiddu sig á lánsveð þyrfti að skoða hvort meina ætti þeim að vera á almennum lánamarkaði. Viðskipti innlent 20.11.2012 22:47 Íslendingar þróa skólamáltíðir Þróunarsamvinnustofnun Íslands tekur þátt í nýju verkefni sem felur í sér að bjóða upp á skólamáltíðir í Malaví sem eru ræktaðar í heimabyggð. Innlent 20.11.2012 22:47 FME upplýsir ekki um eigendur Straums Fjármálaeftirlitið (FME) er með upplýsingar um virka eigendur Straums fjárfestingabanka en telur sig ekki geta veitt aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli þagnarskyldu. Straumur er með fjárfestingabankaleyfi og er virkur þátttakandi í íslensku fjármálalífi. Bankinn hefur meðal annars umsjón með hlutafjárútboðum og skuldabréfaútgáfum. Viðskipti innlent 20.11.2012 21:47 Hagnaðist um 1,7 milljarða Landsbankinn hagnaðist um tæplega 1,7 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Bankinn birti uppgjör sitt fyrir fjórðunginn á fimmtudag. Uppsafnaður hagnaður fyrstu níu mánuði ársins er þar með 13,5 milljarðar en til samanburðar var hagnaður 27,0 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 20.11.2012 22:47 Kjarnorkan komin á rafmagnsreikninginn Rafmagnsnotanda sem hafði samband við Fréttablaðið brá heldur í brún þegar hann fékk ársyfirlit frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) fyrir árið 2011. Þar var yfirlit yfir uppruna raforkunnar eftir orkugjöfum og sjá mátti að endurnýjanleg orka sæi fyrir 89 prósentum rafmagnsins og jarðefnaeldsneyti sex prósentum. Afgangurinn, fimm prósent, væri hins vegar framleiddur með kjarnorku. Innlent 20.11.2012 22:47 Uppgjör milli Tals og Vodafone fyrir dómstóla Uppgjör á reikningum vegna gagnaflutnings og innsláttar pantana sem Vodafone telur Tal hafa vangreitt er á leið fyrir dómstóla. Verði lyktir málsins Vodafone í vil mun það kosta Tal 119 milljónir króna auk vaxta. Þetta kemur fram í ársreikningi IP-fjarskipta, móðurfélags Tals, og skráningarlýsingu Vodafone. Viðskipti innlent 20.11.2012 21:47 Forseti Alþingis í Indlandsför Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn á Indlandi. Með henni eru þingkonurnar Unnur Brá Konráðsdóttir og Oddný G. Harðardóttir, auk alþjóðaritara þingsins, Jörundar Kristjánssonar. Innlent 20.11.2012 22:46 AGS varar við bráðlátri losun hafta Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) varar við því að gjaldeyrishöftin hér á landi verði losuð of snemma. Viðskipti innlent 20.11.2012 21:47 Fermetraverð lækkaði um 10% frá 2008 til 2011 Fermetraverð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í öllum hverfum frá 2008 til 2011, í kjölfar bankahrunsins. Talsverður munur er þó á því hve mikið fermetraverðið lækkaði en verðlækkunin er á bilinu 2 til 16%. Þetta leiða í ljós talnagögn sem hagfræðideild Landsbankans birti í Hagsjá í síðustu viku. Viðskipti innlent 20.11.2012 21:47 Styrkja og fræða ungt fólk Jafningjafræðslan hlaut í gær Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2012 fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda. Innlent 20.11.2012 22:47 Þjóðskrá verði áfram á Selfossi "Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með það að hagræðingaraðgerðir ríkisins séu alltaf á sama veg, að starfsemi sé lögð niður á landsbyggðinni og flutt til Reykjavíkur," segir bæjarráð Árborgar í yfirlýsingu vegna ákvörðunar um að loka skrifstofu Þjóðskrárinnar á Selfossi. Innlent 20.11.2012 22:47 Fjallið opnað á laugardaginn Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður opnað formlega á laugardag klukkan tíu um morguninn. Talsvert hefur snjóað á svæðinu síðustu daga og töluvert magn af snjó náð að festast í brekkunum. Þá hefur verið nægilega kalt fyrir snjóframleiðslu. Innlent 20.11.2012 22:47 Þúsundir gætu keppt í Járnkarli á Suðurlandi World Triathlon Corporation í Flórída sem staðið hefur fyrir þríþrautarkeppninni Ironman í 34 ár hefur hug á að efna til slíkrar keppni á Íslandi. Innlent 20.11.2012 22:47 Yfir 100 milljón sms send á sex mánuðum Íslendingar sendu 102 milljónir sms-skilaboða á fyrri hluta þessa árs. Það er tæplega tólf prósentum meira en á fyrri hluta síðasta árs. Viðskiptavinir Nova sendu langflest sms-skeytin, eða 63 milljónir. Viðskipti innlent 20.11.2012 21:47 Konur mega ekki verða biskupar Bretland Enska biskupakirkjan felldi í gær naumlega tillögu um að konur gætu orðið biskupar í kirkjunni. Tuttugu ár eru síðan kirkjan samþykkti að konur gætu orðið prestar. Erlent 20.11.2012 22:47 Reynt að semja um vopnahlé Fulltrúar Egypta hafa síðustu daga lagt mikla vinnu í að fá Ísraela og Palestínumenn til að semja um vopnahlé og gerðu sér vonir um að af því yrði í gær, nærri viku eftir að Ísraelar hófu loftárásir á Gasa. Ekkert samkomulag hafði náðst þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Erlent 20.11.2012 22:47 Hafði kallað Makedóna slava Aivo Orav, sendiherra Evrópusambandsins í Makedóníu, hefur beðist afsökunar á því að hafa sagt meirihluta landsmanna vera slava. Erlent 20.11.2012 22:47 Afskipti af tóbakssölu barna þyrnir í augum Samtök verslunar og þjónustu saka Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogsvæðis um íþyngjandi og ólögmæt afskipti af afgreiðslustörfum þeirra sem eru yngri en átján ára í verslunum þar sem tóbak er selt. Innlent 19.11.2012 22:11 Afnema þarf samkeppnistálma Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni til íhlutunar vegna kvörtunar Samtaka fiskframleiðenda og útgerða. Eftirlitið beinir hins vegar tilmælum til Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um að draga úr samkeppnishindrunum í sjávarútvegi. Innlent 19.11.2012 22:11 Stóll frá afa og ömmu í öndvegi á heimilinu „Mig langar að varpa ljósi á ýmsa þætti í hversdagslífi fólks á síðustu öld, til dæmis hvaða munir voru fólki kærir og eftirminnilegir á uppvaxtarheimilinu. Líka hvort eitthvað af þeim hlutum hafi fylgt fólki inn í samtímann,“ segir dr. Sigurður Gylfi um rannsókn sína á samspili efnis og tilfinningalífs fólks. Spurningalistar sem Þjóðminjasafnið hefur sent út nýlega undir yfirskriftinni Híbýli, húsbúnaður og hversdagslíf eru eitt af því sem hann notar við þá rannsókn. Menning 19.11.2012 22:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Hafa safnað 42 milljónum króna fyrir frí kort Rauði krossinn dreifir nú sínu árlega jólakortahefti inn um bréfalúgur landsmanna. Alls fá tæplega 120 þúsund heimili í landinu heftið í ár, eða öll sem taka við fjölpósti. Innlent 21.11.2012 22:44
Sjáumst! Í skammdeginu eru ljósin kveikt á bílunum til þess að auðvelda sýnileika þeirra í umferðinni. En hvað með aðra í umferðinni? Hvernig aukum við sýnileika vegfarenda? Þar koma endurskinsmerki til sögunnar en þau eru örugg, ódýr og auðveld leið til að sjást betur í myrkri. Skoðun 21.11.2012 22:45
Gögn hækka bætur til þolenda ofbeldis Sérfræðigögn í kynferðisbrotamálum gegn börnum virðast skipta sköpum fyrir rétti þegar kemur að því að dæma fórnarlömbum ofbeldisins bætur. Alla jafna eru bætur hærri í dómum þar sem sérfræðigögn eru lögð fram í málinu; eins og umsagnir um líðan þolanda frá sálfræðingum, geðlæknum, sjúkrahúsum, lögreglu og fleiri aðilum, samkvæmt rannsókn síðan í ár. Innlent 21.11.2012 22:44
Óttast afleiðingar herskipabanns í borginni Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir þá afstöðu Jóns Gnarr borgarstjóra að banna ætti komur herskipa til Reykjavíkur stefna í voða farsælu björgunarsamstarfi við aðrar þjóðir, sérstaklega Dani og Norðmenn. Innlent 21.11.2012 22:44
Ritvélar klingja sitt síðasta Síðasta ritvélin sem framleidd hefur verið í Bretlandi var gefin Vísindasafninu í London fyrir skömmu. Innlent 21.11.2012 22:44
Kröfu Norðurturnsins hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær eignarhaldsfélagið Smáralind ehf., dótturfélag fasteignafélagsins Regins, af 1,3 milljarða króna kröfu þrotabús Norðurturnsins. Viðskipti innlent 21.11.2012 22:44
Ætla að ná öllu Kongó undir sig Uppreisnarmenn í Afríkuríkinu Austur-Kongó hafa hertekið borgina Goma og segjast nú ætla að ná öllu landinu undir sig, líka höfuðborginni Kinshasa. Erlent 21.11.2012 22:44
Tíu ára fangelsi fyrir spillingu Ivo Sanader, fyrrverandi forsætisráðherra Króatíu, var á þriðjudag dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir að hafa þegið mútur frá ungversku olíufélagi og austurrískum banka. Erlent 21.11.2012 22:44
Fjólubláar kýr í Háskólabíói í næstu viku Einn frægasti markaðsmaður heims, Bandaríkjamaðurinn Seth Godin, er væntanlegur til landsins. Godin mun halda fyrirlestur í Háskólabíói eftir átta daga á vegum Ímarks, félags íslensks markaðsfólks. Markaðurinn ræddi við Godin vegna komu hans til Íslands. Viðskipti innlent 20.11.2012 21:47
Göngufólk traðkar Esjuna niður Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur óskað eftir leyfi borgaryfirvalda til að gera gagngerar lagfæringar á fjölförnum stíg upp Esjuna. Innlent 20.11.2012 22:47
Eignarrétti ógnað með lögum um lífeyrissjóði Lífeyrissjóðirnir leggja nú þegar fjármuni í varasjóði, segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, kallaði eftir því í Fréttablaðinu í gær að þeir greiddu í slíkan sjóð. Neituðu þeir því og reiddu sig á lánsveð þyrfti að skoða hvort meina ætti þeim að vera á almennum lánamarkaði. Viðskipti innlent 20.11.2012 22:47
Íslendingar þróa skólamáltíðir Þróunarsamvinnustofnun Íslands tekur þátt í nýju verkefni sem felur í sér að bjóða upp á skólamáltíðir í Malaví sem eru ræktaðar í heimabyggð. Innlent 20.11.2012 22:47
FME upplýsir ekki um eigendur Straums Fjármálaeftirlitið (FME) er með upplýsingar um virka eigendur Straums fjárfestingabanka en telur sig ekki geta veitt aðgang að þeim upplýsingum á grundvelli þagnarskyldu. Straumur er með fjárfestingabankaleyfi og er virkur þátttakandi í íslensku fjármálalífi. Bankinn hefur meðal annars umsjón með hlutafjárútboðum og skuldabréfaútgáfum. Viðskipti innlent 20.11.2012 21:47
Hagnaðist um 1,7 milljarða Landsbankinn hagnaðist um tæplega 1,7 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Bankinn birti uppgjör sitt fyrir fjórðunginn á fimmtudag. Uppsafnaður hagnaður fyrstu níu mánuði ársins er þar með 13,5 milljarðar en til samanburðar var hagnaður 27,0 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 20.11.2012 22:47
Kjarnorkan komin á rafmagnsreikninginn Rafmagnsnotanda sem hafði samband við Fréttablaðið brá heldur í brún þegar hann fékk ársyfirlit frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) fyrir árið 2011. Þar var yfirlit yfir uppruna raforkunnar eftir orkugjöfum og sjá mátti að endurnýjanleg orka sæi fyrir 89 prósentum rafmagnsins og jarðefnaeldsneyti sex prósentum. Afgangurinn, fimm prósent, væri hins vegar framleiddur með kjarnorku. Innlent 20.11.2012 22:47
Uppgjör milli Tals og Vodafone fyrir dómstóla Uppgjör á reikningum vegna gagnaflutnings og innsláttar pantana sem Vodafone telur Tal hafa vangreitt er á leið fyrir dómstóla. Verði lyktir málsins Vodafone í vil mun það kosta Tal 119 milljónir króna auk vaxta. Þetta kemur fram í ársreikningi IP-fjarskipta, móðurfélags Tals, og skráningarlýsingu Vodafone. Viðskipti innlent 20.11.2012 21:47
Forseti Alþingis í Indlandsför Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn á Indlandi. Með henni eru þingkonurnar Unnur Brá Konráðsdóttir og Oddný G. Harðardóttir, auk alþjóðaritara þingsins, Jörundar Kristjánssonar. Innlent 20.11.2012 22:46
AGS varar við bráðlátri losun hafta Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) varar við því að gjaldeyrishöftin hér á landi verði losuð of snemma. Viðskipti innlent 20.11.2012 21:47
Fermetraverð lækkaði um 10% frá 2008 til 2011 Fermetraverð húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í öllum hverfum frá 2008 til 2011, í kjölfar bankahrunsins. Talsverður munur er þó á því hve mikið fermetraverðið lækkaði en verðlækkunin er á bilinu 2 til 16%. Þetta leiða í ljós talnagögn sem hagfræðideild Landsbankans birti í Hagsjá í síðustu viku. Viðskipti innlent 20.11.2012 21:47
Styrkja og fræða ungt fólk Jafningjafræðslan hlaut í gær Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2012 fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda. Innlent 20.11.2012 22:47
Þjóðskrá verði áfram á Selfossi "Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með það að hagræðingaraðgerðir ríkisins séu alltaf á sama veg, að starfsemi sé lögð niður á landsbyggðinni og flutt til Reykjavíkur," segir bæjarráð Árborgar í yfirlýsingu vegna ákvörðunar um að loka skrifstofu Þjóðskrárinnar á Selfossi. Innlent 20.11.2012 22:47
Fjallið opnað á laugardaginn Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður opnað formlega á laugardag klukkan tíu um morguninn. Talsvert hefur snjóað á svæðinu síðustu daga og töluvert magn af snjó náð að festast í brekkunum. Þá hefur verið nægilega kalt fyrir snjóframleiðslu. Innlent 20.11.2012 22:47
Þúsundir gætu keppt í Járnkarli á Suðurlandi World Triathlon Corporation í Flórída sem staðið hefur fyrir þríþrautarkeppninni Ironman í 34 ár hefur hug á að efna til slíkrar keppni á Íslandi. Innlent 20.11.2012 22:47
Yfir 100 milljón sms send á sex mánuðum Íslendingar sendu 102 milljónir sms-skilaboða á fyrri hluta þessa árs. Það er tæplega tólf prósentum meira en á fyrri hluta síðasta árs. Viðskiptavinir Nova sendu langflest sms-skeytin, eða 63 milljónir. Viðskipti innlent 20.11.2012 21:47
Konur mega ekki verða biskupar Bretland Enska biskupakirkjan felldi í gær naumlega tillögu um að konur gætu orðið biskupar í kirkjunni. Tuttugu ár eru síðan kirkjan samþykkti að konur gætu orðið prestar. Erlent 20.11.2012 22:47
Reynt að semja um vopnahlé Fulltrúar Egypta hafa síðustu daga lagt mikla vinnu í að fá Ísraela og Palestínumenn til að semja um vopnahlé og gerðu sér vonir um að af því yrði í gær, nærri viku eftir að Ísraelar hófu loftárásir á Gasa. Ekkert samkomulag hafði náðst þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Erlent 20.11.2012 22:47
Hafði kallað Makedóna slava Aivo Orav, sendiherra Evrópusambandsins í Makedóníu, hefur beðist afsökunar á því að hafa sagt meirihluta landsmanna vera slava. Erlent 20.11.2012 22:47
Afskipti af tóbakssölu barna þyrnir í augum Samtök verslunar og þjónustu saka Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogsvæðis um íþyngjandi og ólögmæt afskipti af afgreiðslustörfum þeirra sem eru yngri en átján ára í verslunum þar sem tóbak er selt. Innlent 19.11.2012 22:11
Afnema þarf samkeppnistálma Samkeppniseftirlitið telur ekki tilefni til íhlutunar vegna kvörtunar Samtaka fiskframleiðenda og útgerða. Eftirlitið beinir hins vegar tilmælum til Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, um að draga úr samkeppnishindrunum í sjávarútvegi. Innlent 19.11.2012 22:11
Stóll frá afa og ömmu í öndvegi á heimilinu „Mig langar að varpa ljósi á ýmsa þætti í hversdagslífi fólks á síðustu öld, til dæmis hvaða munir voru fólki kærir og eftirminnilegir á uppvaxtarheimilinu. Líka hvort eitthvað af þeim hlutum hafi fylgt fólki inn í samtímann,“ segir dr. Sigurður Gylfi um rannsókn sína á samspili efnis og tilfinningalífs fólks. Spurningalistar sem Þjóðminjasafnið hefur sent út nýlega undir yfirskriftinni Híbýli, húsbúnaður og hversdagslíf eru eitt af því sem hann notar við þá rannsókn. Menning 19.11.2012 22:01