NATO Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. Innlent 10.9.2025 12:25 Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Pólverjar hafa ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld segir forsætisráðherra landsins eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður í lofthelgi þeirra í nótt. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir mögulegt að Rússar séu að láta reyna á staðfestu og einungu innan Atlantshafsbandalandsins. Innlent 10.9.2025 11:58 Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. Erlent 10.9.2025 11:24 Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki liggur fyrir hversu háu hlutfalli af landsframleiðslu næsta árs verður varið í öryggis- og varnarmál og styrkingu innviða sem falla mun undir ný viðmið Atlantshafsbandalagsins þar um. Markmið ríkisstjórnarinnar er að árið 2035 verði 1,5% af landsframleiðslu varið til slíkra verkefna en eins og staðan er núna er enn verið að vinna að viðmiðum fyrir hvaða útgjaldaliðir geti fallið þar undir. Innlent 10.9.2025 06:48 Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Pólski herinn segist hafa skotið niður rússneska dróna í nótt, sem sveimuðu inni í pólskri lofthelgi. Þetta er í fyrsta sinn sem NATO ríki skýtur á rússnesk hernaðartæki eftir að innrás þeirra í Úkraínu hófst árið 2022. Erlent 10.9.2025 06:43 Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. Erlent 9.9.2025 22:20 Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. Erlent 4.9.2025 16:00 Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Úkraínumenn hyggja á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem þeir vonast til að dugi til sem tryggja tilvist og sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum í framtíðinni, og hjálpi þeim i að binda enda á núverandi innrás Rússa. Þetta gæti verið besta öryggistrygging Úkraínu, þar sem slíkar tryggingar frá Vesturlöndum virðast ekki ætla að raungerast. Erlent 2.9.2025 17:33 Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Finnski flugherinn hefur ákveðið að hætta notkun hakakrossins á fánum herdeilda. Ofursti í flugher Kirjálalands segir það hafa verið gert til að forðast óþægilegar aðstæður í samvinnuverkefnum Atlantshafsbandalagsins sem Finnland gekk í árið 2023. Erlent 30.8.2025 10:41 Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Samband Íslands og Bandaríkjanna á sviði varnarmála hefur aldrei verið þéttara að sögn yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Yfirmaður þýska hersins segir öryggisógnina sem steðji að Evrópu nú vera þá mestu á sínum fjörutíu ára ferli í hernum. Innlent 27.8.2025 06:31 Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. Erlent 20.8.2025 17:21 „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst. Erlent 20.8.2025 13:01 Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var sjósett fyrr í vikunni, eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Skipið, sem er 251 metra langt, verður líklega nýja flaggskip norðurflota Rússlands en fyrst þarf það og áhöfn þess að gangast ýmsar prófanir og æfingar. Erlent 20.8.2025 09:47 Segir ásakanir Evrópu barnalegar Ekki er hægt að koma á langvarandi friði milli Rússlands og Úkraínu án tillits til áhyggja Rússa hvað varðar öryggi og virðingu fyrir rússneskumælandi fólki í Úkraínu. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en hann segir einnig að leysa þurfi „grunnástæður“ átakanna og þvertók fyrir að innrás Rússa í Úkraínu snerist um landvinninga. Erlent 19.8.2025 14:03 Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Forsætisráðherra segir jákvæðan tón í ráðamönnum eftir fund Evrópuþjóða við Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta. Skýrar meldingar hafi komið frá Bandaríkjunum að þau muni taka þátt í að tryggja frið komist hann á. Hún segist raunsæ með framhaldið. Innlent 19.8.2025 12:43 Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Blaðamaður Vísis sem fylgst hefur með stríðinu í Úkraínu frá upphafi fór yfir helstu vendingarnar og væntingarnar af yfirstandandi fundi Trump Bandaríkjaforseta með Selenskí Úkraínuforseta og einvalaliðs evrópskra leiðtoga. Erlent 18.8.2025 20:43 Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Útlit er fyrir að fundur Volodomírs Selenskí Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag geti reynst þeim fyrrnefnda erfiður, að mati stjórnmálafræðings. Að loknum fundi þeirra tveggja munu Evrópuleiðtogar slást í hópinn, en þeir standa þétt við bak Selenskís. Erlent 18.8.2025 13:13 Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Forsætisráðherra Íslands mun ekki sækja fund Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í persónu en fjöldi þjóðarleiðtoga í Evrópu úr röðum „bandalags hinna viljugu“ er á leið til sækja fundinn á morgun eftir að hafa fengið boð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 17.8.2025 13:46 Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússneskir tölvuþrjótar beri ábyrgð á árás á stíflu þar í landi í apríl. Yfirmaður norsku leyniþjónustunnar segir Rússland helstu ógnina sem steðji að Noregi en talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi Norðmenn harðlega í dag fyrir meinta hervæðingu Svalbarða. Erlent 13.8.2025 18:33 Segist eiga fund með Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Erlent 6.8.2025 21:05 Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir við erlendan fjölmiðil að hún styðji stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Hún segist ekki hrædd við umræðuna um hugsanlega stofnun íslensks hers. Innlent 3.8.2025 18:34 Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Sex F-18 orrustuþotur spænska hersins koma til landsins á morgun að sinna gæslu á norðurslóðum á vegum Atlantshafsbandalagsins. Með vélunum koma 122 hermenn, en 44 eru þegar komnir til Keflavíkur að undirbúa komu þeirra. Innlent 21.7.2025 15:17 Pútín lætur sér fátt um finnast Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður ætla að halda áfram stríðsrekstri Rússa í Úkraínu þar til Vesturlönd taka þátt í friðarviðræðum á hans forsendum. Erlent 15.7.2025 17:57 Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Stjórnvöld í Úkraínu fagna mjög ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að selja Úkraínumönnum vopn í gegnum Atlantshafsbandalagsríkin, sem munu greiða fyrir og senda vopnin gegn því að fá nýjar birgðir frá Bandaríkjunum. Erlent 15.7.2025 06:59 Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar Rússum með „mjög þungum tollum“ ef ekki næst að semja um frið í Úkraínu innan 50 daga. Hyggst hann aðstoða Evrópuríki við að senda Úkraínumönnum fleiri vopn, þar á meðal Patriot-loftvarnarkerfin sem eru efst á óskalista Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta. Erlent 14.7.2025 17:55 „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Skipstjóri kafbáts segir það skipta sköpum að geta lagt að bryggju við Ísland við þjónustuheimsókn. Það gerðist í fyrsta sinn í dag við Grundartanga en Hæstsetti aðmíráll bandaríska sjóhersins í Evrópu segir rússneska kafbáta hafa sést víða í Norður-Atlantshafi undanfarið. Innlent 10.7.2025 20:31 Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Newport News kemur í höfn á Grundartanga í Hvalfirði í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem bandarískur kafbátur í þjónustuheimsókn leggur að bryggju á Íslandi. Innlent 9.7.2025 07:29 Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Íslenskir borgaralegir sérfræðingar munu sinna störfum á herstjórnarmiðstöð við landamæri Rússlands og Finnlands. Um ræðir verkefni sem Svíþjóð fer fyrir og er hluti af auknum viðbúnaði Atlantshafsbandalagsins við landamæri þess við Rússland. Innlent 9.7.2025 07:00 Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur verður í þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag og næstu daga þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn. Innlent 7.7.2025 10:33 Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást Ég er friðarsinni og hef alltaf verið og tel að við Íslendingar ættum alltaf að tala með og stuðla að friði alls staðar, en það telst ekki fínt í dag að tala fyrir friði oftast erum við úthrópuð sem Pútínisti og eða Trumpisti og flestir leggja ekki í það skítkast sem dynur á manni ef maður lætur sér koma til hugar að tala um frið. Skoðun 26.6.2025 14:02 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 24 ›
Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. Innlent 10.9.2025 12:25
Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Pólverjar hafa ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld segir forsætisráðherra landsins eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður í lofthelgi þeirra í nótt. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir mögulegt að Rússar séu að láta reyna á staðfestu og einungu innan Atlantshafsbandalandsins. Innlent 10.9.2025 11:58
Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. Erlent 10.9.2025 11:24
Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki liggur fyrir hversu háu hlutfalli af landsframleiðslu næsta árs verður varið í öryggis- og varnarmál og styrkingu innviða sem falla mun undir ný viðmið Atlantshafsbandalagsins þar um. Markmið ríkisstjórnarinnar er að árið 2035 verði 1,5% af landsframleiðslu varið til slíkra verkefna en eins og staðan er núna er enn verið að vinna að viðmiðum fyrir hvaða útgjaldaliðir geti fallið þar undir. Innlent 10.9.2025 06:48
Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Pólski herinn segist hafa skotið niður rússneska dróna í nótt, sem sveimuðu inni í pólskri lofthelgi. Þetta er í fyrsta sinn sem NATO ríki skýtur á rússnesk hernaðartæki eftir að innrás þeirra í Úkraínu hófst árið 2022. Erlent 10.9.2025 06:43
Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Ítrekaðar yfirlýsingar Trumps Bandaríkjaforseta um að hann vilji eignast Grænland hafa leitt til bakslags í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, segir stjórnmálakonan fyrrverandi Inga Dóra Guðmundsdóttir. Hún efast um að Bandaríkin myndu leyfa Grænlandi að verða sjálfstætt ríki. Erlent 9.9.2025 22:20
Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. Erlent 4.9.2025 16:00
Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Úkraínumenn hyggja á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem þeir vonast til að dugi til sem tryggja tilvist og sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum í framtíðinni, og hjálpi þeim i að binda enda á núverandi innrás Rússa. Þetta gæti verið besta öryggistrygging Úkraínu, þar sem slíkar tryggingar frá Vesturlöndum virðast ekki ætla að raungerast. Erlent 2.9.2025 17:33
Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Finnski flugherinn hefur ákveðið að hætta notkun hakakrossins á fánum herdeilda. Ofursti í flugher Kirjálalands segir það hafa verið gert til að forðast óþægilegar aðstæður í samvinnuverkefnum Atlantshafsbandalagsins sem Finnland gekk í árið 2023. Erlent 30.8.2025 10:41
Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Samband Íslands og Bandaríkjanna á sviði varnarmála hefur aldrei verið þéttara að sögn yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Yfirmaður þýska hersins segir öryggisógnina sem steðji að Evrópu nú vera þá mestu á sínum fjörutíu ára ferli í hernum. Innlent 27.8.2025 06:31
Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. Erlent 20.8.2025 17:21
„Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað haldið því fram að hann eigi friðarverðlaun Nóbels skilið, enda hafi hann bundið enda á eða komið í veg fyrir sex stríð. Stundum sjö. Hvaða stríð það eru sem hann er að tala um er þó ekki öllum ljóst. Erlent 20.8.2025 13:01
Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Kjarnorkuknúna beitiskipið Nakhimov aðmíráll var sjósett fyrr í vikunni, eftir að hafa verið í slipp í rúm tuttugu og fimm ár. Skipið, sem er 251 metra langt, verður líklega nýja flaggskip norðurflota Rússlands en fyrst þarf það og áhöfn þess að gangast ýmsar prófanir og æfingar. Erlent 20.8.2025 09:47
Segir ásakanir Evrópu barnalegar Ekki er hægt að koma á langvarandi friði milli Rússlands og Úkraínu án tillits til áhyggja Rússa hvað varðar öryggi og virðingu fyrir rússneskumælandi fólki í Úkraínu. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, en hann segir einnig að leysa þurfi „grunnástæður“ átakanna og þvertók fyrir að innrás Rússa í Úkraínu snerist um landvinninga. Erlent 19.8.2025 14:03
Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Forsætisráðherra segir jákvæðan tón í ráðamönnum eftir fund Evrópuþjóða við Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta. Skýrar meldingar hafi komið frá Bandaríkjunum að þau muni taka þátt í að tryggja frið komist hann á. Hún segist raunsæ með framhaldið. Innlent 19.8.2025 12:43
Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Blaðamaður Vísis sem fylgst hefur með stríðinu í Úkraínu frá upphafi fór yfir helstu vendingarnar og væntingarnar af yfirstandandi fundi Trump Bandaríkjaforseta með Selenskí Úkraínuforseta og einvalaliðs evrópskra leiðtoga. Erlent 18.8.2025 20:43
Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Útlit er fyrir að fundur Volodomírs Selenskí Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag geti reynst þeim fyrrnefnda erfiður, að mati stjórnmálafræðings. Að loknum fundi þeirra tveggja munu Evrópuleiðtogar slást í hópinn, en þeir standa þétt við bak Selenskís. Erlent 18.8.2025 13:13
Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Forsætisráðherra Íslands mun ekki sækja fund Bandaríkjaforseta og Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í persónu en fjöldi þjóðarleiðtoga í Evrópu úr röðum „bandalags hinna viljugu“ er á leið til sækja fundinn á morgun eftir að hafa fengið boð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 17.8.2025 13:46
Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússneskir tölvuþrjótar beri ábyrgð á árás á stíflu þar í landi í apríl. Yfirmaður norsku leyniþjónustunnar segir Rússland helstu ógnina sem steðji að Noregi en talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands gagnrýndi Norðmenn harðlega í dag fyrir meinta hervæðingu Svalbarða. Erlent 13.8.2025 18:33
Segist eiga fund með Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Erlent 6.8.2025 21:05
Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir við erlendan fjölmiðil að hún styðji stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Hún segist ekki hrædd við umræðuna um hugsanlega stofnun íslensks hers. Innlent 3.8.2025 18:34
Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Sex F-18 orrustuþotur spænska hersins koma til landsins á morgun að sinna gæslu á norðurslóðum á vegum Atlantshafsbandalagsins. Með vélunum koma 122 hermenn, en 44 eru þegar komnir til Keflavíkur að undirbúa komu þeirra. Innlent 21.7.2025 15:17
Pútín lætur sér fátt um finnast Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður ætla að halda áfram stríðsrekstri Rússa í Úkraínu þar til Vesturlönd taka þátt í friðarviðræðum á hans forsendum. Erlent 15.7.2025 17:57
Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Stjórnvöld í Úkraínu fagna mjög ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að selja Úkraínumönnum vopn í gegnum Atlantshafsbandalagsríkin, sem munu greiða fyrir og senda vopnin gegn því að fá nýjar birgðir frá Bandaríkjunum. Erlent 15.7.2025 06:59
Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar Rússum með „mjög þungum tollum“ ef ekki næst að semja um frið í Úkraínu innan 50 daga. Hyggst hann aðstoða Evrópuríki við að senda Úkraínumönnum fleiri vopn, þar á meðal Patriot-loftvarnarkerfin sem eru efst á óskalista Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta. Erlent 14.7.2025 17:55
„Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Skipstjóri kafbáts segir það skipta sköpum að geta lagt að bryggju við Ísland við þjónustuheimsókn. Það gerðist í fyrsta sinn í dag við Grundartanga en Hæstsetti aðmíráll bandaríska sjóhersins í Evrópu segir rússneska kafbáta hafa sést víða í Norður-Atlantshafi undanfarið. Innlent 10.7.2025 20:31
Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Newport News kemur í höfn á Grundartanga í Hvalfirði í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem bandarískur kafbátur í þjónustuheimsókn leggur að bryggju á Íslandi. Innlent 9.7.2025 07:29
Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Íslenskir borgaralegir sérfræðingar munu sinna störfum á herstjórnarmiðstöð við landamæri Rússlands og Finnlands. Um ræðir verkefni sem Svíþjóð fer fyrir og er hluti af auknum viðbúnaði Atlantshafsbandalagsins við landamæri þess við Rússland. Innlent 9.7.2025 07:00
Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur verður í þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag og næstu daga þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn. Innlent 7.7.2025 10:33
Mig langar að byggja heim með frið og umlykja með ást Ég er friðarsinni og hef alltaf verið og tel að við Íslendingar ættum alltaf að tala með og stuðla að friði alls staðar, en það telst ekki fínt í dag að tala fyrir friði oftast erum við úthrópuð sem Pútínisti og eða Trumpisti og flestir leggja ekki í það skítkast sem dynur á manni ef maður lætur sér koma til hugar að tala um frið. Skoðun 26.6.2025 14:02