Innköllun

Fréttamynd

Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellusmit

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingi frá Matfugli en umbúðirnar kunna að vera merktar Ali, Bónus eða FK. Ástæðan er grunur um salmonellusmit. Matfugl hefur innkallað vöruna.

Neytendur
Fréttamynd

Istanbul Market innkallar vörur

Istanbul Market hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Grill/Mangal Baharati og Arjantin Mix.

Neytendur
Fréttamynd

Inn­kalla bjór vegna slysa­hættu

ÁTVR hefur innkallað vöruna The Brothers Brewery Sigla Humlafley Session IPA, sem er bjór, í 330 ml áldós þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu.

Neytendur
Fréttamynd

Innkalla kjúklingapasta vegna listeríu

Matvælastofnun varar við því að listería hafi greinst í einni framleiðslulotu af kjúklingapasta frá fyrirtækinu Preppup. Fyrirtækið hefur kallað vöruna inn af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.

Innlent
Fréttamynd

Kólus innkallar Risaþrista

Sælgætisframleiðandinn Kólus hefur ákveðið að innkalla Sambó Ristaþrist í fimmtíu gramma umbúðum. Ástæðan er sögð sú að aukabragð hafi borist úr plastumbúðum í vöruna. Talið er mögulegt að tilvikin geti verið fleiri að því er segir í tilkynningu frá Kólus.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Inn­kalla tvær tegundir af Monster

Monster Ltd og CCEP hafa innkallað orkudrykkina Monster Lewis Hamilton LH44 og Monster Vanilla Espresso. Allar aðrar tegundir Monster-drykkja, svo sem Monster Green og Ultra, verða ekki fyrir áhrifum vegna þessarar innköllunar.

Neytendur
Fréttamynd

Kona innkölluð vegna villu

BL Hyundai, sem starfrækir verslun í Kauptúni í Garðabæ, mun þurfa að innkalla 49 bifreiðar af tegundinni Hyundai KONA EV. Um er að ræða bifreiðar af árgerð 2018-2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu.

Neytendur