Gjaldþrot

Fréttamynd

85 milljóna króna gjaldþrot Fellabakarís

Engar eignir fundust í þrotabúi Fellabaksturs ehf. sem rak Fellabakarí á Egilsstöðum. Kröfur í búið námu tæplega 85 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag en félagið var úrskurðað gjaldþrota í janúar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ódýr að­­ferð til að búa til birgðir fyrir nýju kenni­­töluna

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda furðar sig á lagaákvæði sem hann segir auðvelda fyrirsvarsmönnum fyrirtækja að færa eignir á nýtt fyrirtæki eftir gjaldþrot. Hann segist hafa kallað eftir breytingum í fleiri ár og veltir því upp hvort verið sé að gera fjármálafyrirtækjum hærra undir höfði á kostnað smærri atvinnurekenda.

Neytendur
Fréttamynd

Milljarða­tjón ár hvert fyrir birgja og neyt­endur

Kona sem flytur inn og framleiðir lífrænar vörur hefur tapað þrjú hundruð þúsund krónum á því að rekstraraðili verslunarinnar Frú Lauga er farinn í gjaldþrot. Hún gagnrýnir framkvæmd og regluverk í kringum gjaldþrot verslana og segir neytendur tapa milljörðum á ári vegna þeirra.

Neytendur
Fréttamynd

Opna Fætur toga á ný

Verslunin Fætur toga verður opnuð aftur á morgun eftir stutta lokun. Heildsalan Run2 hefur tekið við rekstrinum og verður starfsemi búðanna í nánast óbreyttri mynd. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjaldþrot kom eiganda Eins og fætur toga í opna skjöldu

Félagið Eins og fætur toga ehf., sem hefur sérhæft sig í göngugreiningu og sölu á hlaupaskóm og innleggjum, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og tveimur verslunum lokað. Eigandinn segir stöðuna sem upp er komin hafa komið sér í opna skjöldu. Skiptastjóri segist vonast til að geta selt reksturinn svo starfsemin geti haldið áfram.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Gjaldþrotið var mér einum að kenna og lagðist þungt á mig”

Halldór Einarsson, eigandi Henson, segist enn elska að mæta í vinnuna alla morgna eftir áratugastörf við að hanna og sauma íþróttaföt. Halldór, sem er oftast kallaður Henson er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar talar hann um hve ótrúlegar breytingar hafi átt sér stað síðan hann stofnaði íþróttafyrirtækið Henson með eina saumavél að vopni aðeins 22 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Bréf í bönkum taka dýfu

Hlutabréf í bönkum hafa fallið talsvert í Asíu og í Evrópu þrátt fyrir staðhæfingar Bandaríkjaforseta um að bandaríska fjármálakerfið sé öruggt þrátt fyrir fall tveggja banka á örfáum dögum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekkert fékkst upp í 228 milljóna króna kröfur

Skiptum er lokið á þrotabúi JL Holding ehf.. Lýstar kröfur í búið námu rétt tæplega 228 milljónum króna en ekkert fékkst upp í þær. Félagið var í eigu Margrétar Ásgeirsdóttur fjárfestis og var stofnað utan um hótelrekstur í JL-húsinu við Hringbraut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ógreiddar kröfur rúmlega 120 milljónir

Ógreiddar kröfur í þrotabú bakarís Jóa Fel námu rúmlega 120 milljónum króna. Lýstar kröfur í búið námu 333 milljónum króna en samþykktar kröfur voru 140 milljónir. Tæpar tuttugu milljónir fengust upp í samþykktar kröfur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Danny Guthrie gjaldþrota

Danny Guthrie, fyrrum leikmaður Fram, Newcastle og Liverpool, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Bretlandi eftir að honum tókst ekki að endurgreiða lán sem hann tók árið 2019. Guthrie kaus frekar að endurgreiða veðmálaskuldir en að greiða upp lánið.

Fótbolti