Segir aðför Eflingar með ólíkindum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. október 2024 12:22 Frá mótmælum Eflingar í september. Elvar harðneitar fyrir að vera launaþjófur. Vísir/Vilhelm Rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg er gjaldþrota. Eigandi staðarins segir augljóst að aðgerðir stéttarfélagsins Eflingar hafi valdið gjaldþrotinu en að enginn hafi tapað jafnmikið á málinu og Efling. Greint var frá gjaldþrotinu í Lögbirtingablaðinu í gær. Félagið, Ítalgest ehf., hafði verið starfrækt frá árinu 1992. Í mars á þessu ári keypti veitingamaðurinn Elvar Ingimarsson staðinn og flutti hann af Laugavegi og yfir á Frakkastíg. Í september boðuðu svo Eflingarmenn til mótmæla við staðinn vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Sökuðu Eflingarliðar hann um launaþjófnað og kjarasamningsbrot. Stéttarfélagið lagði svo sendiferðabíl fyrir utan staðinn sem var merktur með skilaboðum um að fólk ætti ekki að borða á staðnum. Elvar hefur viðurkennt að hann hafi glímt við smávægilega erfiðleika við launagreiðslur og að hann hafi verið að semja við lífeyrissjóði um greiðslur þangað þegar aðgerðir Eflingar hófust. Aðgerðirnar hafi hins vegar verið langt frá því að vera réttmætar. „Þegar gögnin koma upp á yfirborðið sem sýna hvernig þetta mál er búið að vera, þá sér það hver heilvita maður að þessi árás var gjörsamlega skot út í loftið. Og þessi aðför með ólíkindum,“ segir Elvar. Staðurinn hefur lokað og starfsfólk þess misst vinnuna. Hins vegar hafi aðgerðirnar skaðað Eflingu mest. „Þetta er ein manneskja sem gengur fyrir stærsta stéttarfélagi landsins. Trúverðugleiki Eflingar hlítur að fara út um gluggann með þessa konu í brúnni. Það er ekki hægt að tjónka við henni,“ segir Elvar og meinar þá Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er formaður Eflingar. Veitingastaðir Gjaldþrot Reykjavík Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og hefur lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson verið skipaður skiptastjóri búsins. Ítalgest er rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg. 11. október 2024 20:02 Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. 7. október 2024 15:20 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Greint var frá gjaldþrotinu í Lögbirtingablaðinu í gær. Félagið, Ítalgest ehf., hafði verið starfrækt frá árinu 1992. Í mars á þessu ári keypti veitingamaðurinn Elvar Ingimarsson staðinn og flutti hann af Laugavegi og yfir á Frakkastíg. Í september boðuðu svo Eflingarmenn til mótmæla við staðinn vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Sökuðu Eflingarliðar hann um launaþjófnað og kjarasamningsbrot. Stéttarfélagið lagði svo sendiferðabíl fyrir utan staðinn sem var merktur með skilaboðum um að fólk ætti ekki að borða á staðnum. Elvar hefur viðurkennt að hann hafi glímt við smávægilega erfiðleika við launagreiðslur og að hann hafi verið að semja við lífeyrissjóði um greiðslur þangað þegar aðgerðir Eflingar hófust. Aðgerðirnar hafi hins vegar verið langt frá því að vera réttmætar. „Þegar gögnin koma upp á yfirborðið sem sýna hvernig þetta mál er búið að vera, þá sér það hver heilvita maður að þessi árás var gjörsamlega skot út í loftið. Og þessi aðför með ólíkindum,“ segir Elvar. Staðurinn hefur lokað og starfsfólk þess misst vinnuna. Hins vegar hafi aðgerðirnar skaðað Eflingu mest. „Þetta er ein manneskja sem gengur fyrir stærsta stéttarfélagi landsins. Trúverðugleiki Eflingar hlítur að fara út um gluggann með þessa konu í brúnni. Það er ekki hægt að tjónka við henni,“ segir Elvar og meinar þá Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er formaður Eflingar.
Veitingastaðir Gjaldþrot Reykjavík Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og hefur lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson verið skipaður skiptastjóri búsins. Ítalgest er rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg. 11. október 2024 20:02 Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. 7. október 2024 15:20 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Rekstrarfélag Ítalíu á Frakkastíg gjaldþrota Einkahlutafélagið Ítalgest ehf. var úrskurðað gjaldþrota á miðvikudaginn og hefur lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson verið skipaður skiptastjóri búsins. Ítalgest er rekstrarfélag veitingastaðarins Ítalíu á Frakkastíg. 11. október 2024 20:02
Lokuðu Ítalíu á Frakkastíg eftir mótmæli Eflingar Eigandi veitingastaðarins Ítalíu segir að staðnum hafi verið lokað tímabundið og ljóst sé að hann verði ekki opnaður aftur á Frakkastíg. Hann segist bíða eftir að Efling leggi fram gögn fyrir ásökunum sínum um launaþjófnað sem urðu kveikja að mótmælum við staðinn. 7. október 2024 15:20