Reykjavík

Fréttamynd

Stofnaði í­trekað til slags­mála í mið­borginni

Maður í mjög annarlegu ástandi var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt eftir að hafa ítrekað stofnað til slagsmála í miðborg Reykjavíkur. Annar var handtekinn og vistaður í fangaklefa fyrir að ráðast á dyravörð skemmtistaðar á svipuðum slóðum.

Innlent
Fréttamynd

Gos­móðan ekki á förum í bráð

Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig.

Innlent
Fréttamynd

Vilja Rey Cup-bikarinn til Afríku

Sextán malavískir knattspyrnudrengir eru staddir hér á landi til að keppa á Rey Cup sem fer fram í Laugardalnum í næstu viku. Drengirnir eru bjartsýnir á að þeim takist að vinna mótið. 

Sport
Fréttamynd

„Hérna er allt þægi­legt og kósí og mjúk teppi“

Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina.

Menning
Fréttamynd

Minni bjór­glös og buddan tæmist hraðar

Bjórglösin á mörgum börum miðbæjarins hafa minnkað. Stór bjór, sem áður var í fimm hundruð millilítra glösum, er nú kominn í fjögur hundruð millilítra glös. Um er að ræða tuttugu prósent minnkun bjórglasa. Neytendur, sérstaklega þeir í yngri kantinum, eru ósáttir við þessa þróun enda hefur bjórverðið hækkað töluvert á sama tíma.

Neytendur
Fréttamynd

Segja Reykja­víkur­borg mis­muna dóttur þeirra með synjun

Hjón segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í verkefni sem snýst um aðlögun að grunnskóla. Stúlkan fær ekki að taka þátt af því hún var ekki í leikskóla í hverfinu þegar hún þarf í raun sérstaklega á verkefninu að halda vegna þess.

Innlent
Fréttamynd

Ger­enda­­með­­virkni og normalí­­seríng grasseri enn

Á laugardaginn verður Druslugangan haldin í ellefta sinn enn gengið verður bæði í Reykjavík og á Sauðárkróki. Einn skipuleggjenda göngunnar segir þolendur kynferðisofbeldis finna samstöðu og styrk í krafti hvers annars með því að ganga öskrandi niður Skólavörðustíginn.

Innlent
Fréttamynd

Guð­rún Sesselja skipuð héraðs­dómari

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Guðrúnu Sesselju Arnardóttur í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, frá og með 1. september næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Nóró loka­niður­staðan og endur­greiða veikum gestum

Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum.

Innlent
Fréttamynd

Eftir­lýstur maður hljóp 400 metra

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi í Hlíðunum í Reykjavík í dag, það er hverfi 105. Var hann fluttur á lögreglustöðina við Hlemm en við eftirgrennslan kom í ljós að hann var eftirlýstur og átti að hefja afplánun.

Innlent
Fréttamynd

Verð hús­næðis lækkaði á höfuð­borgar­svæðinu

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent milli maí og júní. Vísitalan hækkaði um 0,7 prósent í mánuðinum á undan og hafði þá farið upp fjóra mánuði í röð. Tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) segir að heilt yfir sé íbúðaverð tiltölulega stöðugt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Slógust með hníf og sög í mið­borginni

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu skarst í leikinn í dag þar sem tveir menn slógust með hníf og sög í mið­borg Reykja­víkur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í dag­bók lög­reglu.

Innlent
Fréttamynd

„Það var alltaf ein­lægur vilji hans að vera edrú“

„Ég á rosalega margar staðsetningarlausar minningar tengdar pabba. Svona minningarbrot þar sem ég er með honum en ég veit ekkert hvar ég er. Í sumum þessum minningum er ég kannski einhvers staðar að borða með honum og það eru fullt af ókunnugu fólki, mest karlmönnum í kringum okkur,“ segir Hrefna Daðadóttir.

Innlent
Fréttamynd

Líklega ekki nóróveira

Líkur eru á að hópsmit á Hamborgarafabrikkunni hafi ekki verið af völdum nóróveiru heldur annarrar þekktar bakteríu, sem áður hefur valdið hópsmiti á veitingastöðum.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður maður áreitti listamann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt. Þó nokkrar tilkynningar bárust um slagsmál, þjófnað og fólk í annarlegu ástandi. Þá var fjöldi ökumanna sektaður vegna hraðaksturs og aðrir teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í skúr í Stekkjar­bakka

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í nótt vegna gamals skúrs sem varð alelda í Stekkjarbakka í Breiðholtinu. Mikill eldsmatur var í skúrnum og tók því rúma þrjá tíma að ráða niðurlögum eldsins. Engan sakaði vegna brunans.

Innlent
Fréttamynd

Mikill kyn­lífs­há­vaði raskaði svefn­friði íbúa

Nóttin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð hefðbundin ef marka má dagbók hennar. Tvær tilkynningar bárust um líkamsárás, nokkrar tilkynningar um innbrot og kvartanir undan hávaða. Ein slík barst vegna kynlífshávaða sem raskaði svefnfriði.

Innlent