Reykjavík

Fréttamynd

Ná­grannarnir fylgdust með hörmungum í næsta garði

Nágrannar Magnúsar Arons Magnússonar sem ákærður er fyrir að hafa myrt Gylfa Bergmann Heimisson við Barðavog í Reykjavík í fyrrasumar lýstu því fyrir dómi hvernig þau sáu Magnús traðka á Gylfa á meðan hann lá meðvitundarlaus fyrir utan hús sitt. Magnús sagðist fyrir dómi ekki hafa snert manninn eftir að hann féll á jörðina meðvitundarlaus. 

Innlent
Fréttamynd

Minnti lögreglu áhyggjufullur á morð í Hafnarfirði en sagt að slaka á

Tæplega þrítugur karlmaður sem bjó á miðhæð í húsi við Barðavog í Reykjavík þar sem karlmanni var ráðinn bani í júní í fyrra lýsti því að tvítugur karlmaður, grunaður um morðið, hafi ráðist á sig af engu tilefni tæplega sólarhring fyrr. Hann segir lögreglu hafa talið hann vera að bregðast of hart við þeirri árás og ekki hlustað á áhyggjur hans. Hinn látni hafi verið áberandi góður maður sem hafi viljað öllum vel.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta Reykja­víkur­skák­mót sögunnar hefst í dag

Aldrei hafa fleiri tekið þátt í Reykjavíkurskákmótinu og nú en það verður sett eftir hádegi í dag. Forseti Skáksambands Íslands segir sprengingu hafa átt sér stað í skákáhuga í heiminum og Reykjavíkurskákmótið sé með þekktustu og sterkustu skákmótum heims.

Innlent
Fréttamynd

Von­góðir um að halda tré­húsinu

Formaður heilbrigðisnefndar segist bjartsýnn á að lausn finnist á málunum þannig að sex vinir geti fengið að halda trjákofanum sínum sem þeim hafði verið fyrirskipað að rífa. Drengirnir segja verkefnið hafa styrkt vináttu sína heilmikið.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í tvinnbíl í Breiðholti

Eldur kviknaði í bifreið sem lagt var í bílskúr í Breiðholtinu í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að um tvinnbíl hafi verið að ræða, það er bíl sem gengur fyrir bæði rafmagni og jarðeldsneyti.

Innlent
Fréttamynd

Annar vor­boði kominn til landsins

Tveimur dögum eftir að sagt var frá því að lóan væri komin til landsins hefur annar vorboði gert vart við sig. Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins í ár lagðist nefnilega við bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ein­býli með bar og ar­instofu falt fyrir 265 milljónir

Rúmlega þrjú hundruð fermetra einbýlishús á Starhaga í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu. Ásett verð eru 265 milljónir króna. Húsið er hannað af Halldóri Jónssyni og í kjallaranum er arinstofa með innréttingum sem Sveinn Kjarval hannaði. Örstutt er á Ægisíðuna. 

Lífið
Fréttamynd

„Ljúga, svíkja og plata fólk” vegna innfluttra kjötvara

„Það er verið að ljúga, svíkja og plata fólk” segir Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir, baráttukona í Reykjavík, sem berst fyrir því að innfluttar kjötvörur séu merktar rétt í íslenskum verslunum. Þá bætir hún við að það sé ömurlegt að sjá hvernig fyrirtæki, sem flytja inn kjötvörur komast upp með það að blekkja neytendur með uppruna kjötsins.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað milljóna miði keyptur í Reykja­vík

Fimm hlutu annan vinning í Eurojackpot í dag og hlutu rétt tæpar 100 milljónir hver. Einn miðanna var keyptur í Bitahöllinni við Stórhöfða í Reykjavík. Hinir miðanna voru keyptir í Slóvakíu, Noregi og tveir í Þýskalandi.

Innlent
Fréttamynd

Hvers vegna á að loka pósthúsinu í Mjódd?

Skorað hefur verið á Íslandspóst að halda áfram rekstri póstafgreiðslunnar í Mjódd. Tillagan kom frá borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem var samþykkt á borgarstjónarfundi þann 21. mars. Breytingar sem þessar eru gerðar að vel ígrunduðu máli, með þarfir viðskiptavina og hagræðingu í rekstri að leiðarljósi. Í greinargerð með tillögunni eru gefið í skyn að hyggilegra væri að loka frekar pósthúsinu við Dalveg og ýmsar ástæður tíndar til.

Skoðun
Fréttamynd

Hrannar dæmdur í átta ára fangelsi

Hrannar Fossberg Viðarsson, 24 ára karlmaður, var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir skotárás í Grafarholti í febrúar í fyrra. Hann þarf að greiða fólkinu sem hann skaut 3,3 milljónir króna annars vegar og 1,2 milljónir króna hins vegar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Verjandi Hrannars segir að dómnum verði áfrýjað.

Innlent
Fréttamynd

Hollenskt herskip heimsækir Reykjavík

Stórt hollenskt herskip, með 280 hermenn um borð, er komið í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur eftir æfingar í Norður-Atlantshafi. Skipið, sem kennt er við borgina Rotterdam, hélt frá Tromsø í Norður-Noregi fyrir fjórum dögum og lagðist að Skarfabakka í Sundahöfn í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Dansaði úti á miðri götu og truflaði um­ferð

Lögreglu barst tilkynning um mann sem truflaði umferð í Múlunum með dansi. Manninum var bent á að gangstéttin væri betri dansstaður og færði hann sig þangað. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu yfir verkefni dagsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Rússar skjóta föstum skotum á utan­ríkis­ráð­herra

Rússneska sendiráðið í Reykjavík skýtur föstum skotum á „nýja tísku“ í orðfæri íslenskra embættismanna í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu. Sendiráðið nefnir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra sérstaklega, sem notaði orðin „þið megið fokka ykkur,“ í tengslum við baráttuanda Úkraínumanna gegn Rússum. Orðin voru ekki hennar eigin, að sögn ráðherrans.

Innlent