Sundlaugar

Fréttamynd

Heitasta sundfatatískan í sumar

Sundfatatískan hjá íslensku stjörnunum í sumar einkennist af þríhyrningabikiníi ýmist í svörtu eða skærum litum. Þar má nefna að sundföt fatahönnuðarins Hildar Yeoman njóta töluverðra vinsælda um þessar mundir. 

Lífið
Fréttamynd

Náttúran reyndist Skúla vel eftir fall Wow air

Sjó­böðin við Hvamms­vík eru eins árs og verður boðið upp á dag­skrá um helgina í til­efni af því. Eig­andi þeirra Skúli Mogen­sen segist mæla með úti­vist og líkam­legri vinnu fyrir alla sem upp­lifi hvers­kyns á­föll en sjálfur segist hann nánast þekkja hvern stein í Hvamms­víkinni eftir fram­kvæmdir þar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ég er bara þrjóskari en andskotinn“

Sumarbústaðaeigandi í Grímsnes- og Grafningshreppi sem brá í brún þegar honum var gert að greiða margfalt verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á við þá sem skráðir eru með lögheimili í sveitarfélaginu fagnar þeim úrskurði innviðaráðuneytisins að mismununin sé ólögleg.

Innlent
Fréttamynd

„Maður talar ekki svona við tólf ára barn“

Tólf ára stelpa varð fyrir að­kasti á­samt frænku sinni af hálfu sund­laugar­gests í Grafar­vogs­laug í gær vegna upp­runa þeirra. Faðir stelpunnar kveðst gáttaður á því að ein­hver leyfi sér að tala á slíkan hátt við barn.

Innlent
Fréttamynd

36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka

Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Sund­laugar lokaðar á lang­þráðum sól­skins­degi

Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 

Innlent
Fréttamynd

Óttast allsherjarverkfall: „Þau vilja ekkert tala um þetta“

Sundlaugum og íþróttahúsum á landsbyggðinni verður lokað um helgina vegna verkfalls BSRB og leikskólum skellt aftur í lás eftir helgi. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir alvarlega stöðu að teiknast upp og sýnir ósætti félagsmanna skilning. Trúnaðarmaður telur stefna í ótímabundið verkfall miðað við skilningsleysi viðsemjanda.

Innlent
Fréttamynd

112 milljóna hagnaður hjá Skógarböðunum

Baðlónið Skógarböðin, sem staðsett er í Vaðlaskógi í Eyjafirði, hagnaðist um yfir hundrað milljónir á síðasta ári, þrátt fyrir að lónið hafi ekki opnað fyrr en í maí í fyrra. Gestafjöldi hefur verið meiri en búist var við í upphafi en lónið hefur tekið á móti yfir hundrað þúsund gestum frá því það opnaði fyrir ári síðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nauð­syn­legt að laga gufu­lögnina á ný til að geta haldið úti sund­kennslu

Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur falið Geir Sveinssyni bæjarstjóra að leita leiða til að lagfæra gufulögn sem liggur að Sundlauginni í Laugarskarði í bænum. Gufulögnin hefur lengi ekki annað notkuninni sem verður til þess að yfir kaldasta tímann á veturna er ekki nægur hiti á lauginni sem hefur orðið til þess að ítrekað hefur þurft að fella niður sundæfingar.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í sánu eftir að ofn losnaði

Eldur kom upp í sánu í Vesturbæjarlaug í dag. Forstöðumaður sundlaugarinnar segir starfsmenn hafa brugðist fljótt við og slökkt eldinn. Hún er vongóð að sánan opni aftur á næstu dögum, jafnvel á morgun ef allt gengur upp.

Innlent
Fréttamynd

Støre í sundi og Macron á Þing­völlum

Jonas Gahr Støre, for­sætis­ráð­herra Noregs, heim­sótti Sund­höll Reykja­víkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, for­seti Frakk­lands, fór á Þing­velli í morgun á­samt Dúa J. Land­mark og þjóð­garðs­verði.

Lífið
Fréttamynd

Verk­föll boðuð í sund­laugum um hvíta­sunnu­helgi

Sundlaugar í átta sveitarfélögum á landsbyggðinni verða lokaðar um hvítasunnuhelgina eftir að starfsfólk sundlaga og íþróttamannavirkja samþykktu að leggja niður störf í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Þeir bætast í hóp hátt í 1.600 félagsmanna BSRB sem eru á leið í verkfall.

Innlent
Fréttamynd

Vilja nýjan pott og segja þann gamla vera slysa­gildru

Rúmlega sex hundruð íbúar á Kársnesi hafa skorað á bæjaryfirvöld í Kópavogi að útbúa nýjan kaldan pott og infrarauðan klefa í Kópavogslaug. Talsmaður hópsins segir núverandi pott vera slysagildru. Bæjarstjóri segir tillit verða tekið til ábendingana í vinnu næstu fjárhagsáætlunar.

Innlent
Fréttamynd

Stór­efla öryggi í sund­laugum eftir and­lát ungs manns

Borgarráð hefur samþykkt þrettán tillögur um bætingu öryggis í sundlaugum Reykjavíkur, umfram það sem lög og reglur kveða á um. Tillögurnar voru samþykktar í nafni Guðna Péturs Guðnasonar, sem lést í Sundhöll Reykjavíkur í janúar árið 2021.

Innlent
Fréttamynd

Sund­laugar ríka fólksins mikil um­hverfis­ógn

Ríkt fólk notar um fimmtíu sinnum meira vatn en fátækt fólk. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna við Reading háskóla í Bretlandi. Vatnsnotkun ríka fólksins hefur verið alvarlega vanmetin umhverfisógn.

Erlent
Fréttamynd

Minnst níu hafa látist í sund­laugum hér­lendis

Frá árinu 2000 hafa að minnsta kosti níu manns látist í sundlaugum hér á landi. Þrír hafa látist í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu þremur mánuðum. Hafþór B. Guðmundsson sérfræðingur á sviði sund og björgunarmála hefur kallað eftir að komið verði á laggirnar sérstakri rannsóknarnefnd sundlaugarslysa.

Innlent