Støre í sundi og Macron á Þingvöllum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. maí 2023 10:57 Það fór vel á með þeim Emmanuel Macron og Dúa J. Landmark á Þingvöllum í morgun. Dúi Landmark Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, heimsótti Sundhöll Reykjavíkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, fór á Þingvelli í morgun ásamt Dúa J. Landmark og þjóðgarðsverði. Evrópskir þjóðarleiðtogar hafa ýmsir nýtt tækifærið og stytt sér stundir á meðan hægt er þessa tvo daga sem leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík fer fram. Norska ríkisútvarpið fylgdi norska forsætisráðherranum eftir en hann segist alltaf skella sér í sund þegar hann er á Íslandi. Með sundsiðina á hreinu „Ég kem alltaf hingað þegar ég er á Íslandi, þetta er íslensk hefð að skella sér í þessi böð,“ segir forsætisráðherrann við NRK. Hann segir Ísland eiga sérstakan stað í hjörtum Norðmanna. „Það er eitthvað við þá staðreynd að þau tala sama tungumál og við töluðum fyrir hundruðum ára. Ég upplifi alltaf hlýjar tilfinningar,“ segir ráðherrann og bendir um leið á vatnið í pottinum. „Þegar ég er hér.“ Haft er eftir Støre að það séu ákveðnar samskiptareglur og hefðir þegar kemur að því að slaka á í heita pottinum á Íslandi. Það mikilvægasta sé að slaka á og spjalla, ef þess sé kostur. Er þess getið í umfjöllun NRK að þjóðhátíðardagur Noregs sé í dag 17. maí og heldur ráðherrann heim á leið í hádeginu til þess að vera viðstaddur hátíðarhöld þar í landi síðdegis. Norski forsætisráðherrann er með íslensk pottalögmál á hreinu. NRK Vildi lengja gönguferðina Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, kom við á Þingvöllum í morgun og gekk þar um ásamt föruneyti, sem í voru meðal annars þjóðgarðsvörður og Dúi J. Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins. „Ég fékk símtal seint í gærkvöldi og var beðinn um að fara með honum um Þingvelli sem leiðsögumaður. Mér var það auðvitað bara ljúft og skylt,“ segir Dúi sem er með diplóma í frönsku og starfaði eitt sinn hjá Landgræðslunni og átti því auðvelt með að kynna Þingvelli fyrir forsetanum. „Þannig að þetta var einkaheimsókn og þjóðgarðsvörður var með í för,“ segir Dúi sem ber Frakklandsforseta góða sögu. „Hann er hinn almennilegasti maður og var virkilega áhugasamur um svæðið og með fullt af spurningum um land og þjóð,“ segir Dúi sem segir forsetann hafa viljað bera Öxarárfoss augum áður en heimsókn var kláruð. „Hann var mjög hrifinn af landslaginu og það var ekkert á planinu að labba að Öxarárfossi en hann vildi bæta því við og okkur fannst það bara um að gera fyrst hann væri mættur.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Noregur Frakkland Þingvellir Sundlaugar Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Sjá meira
Evrópskir þjóðarleiðtogar hafa ýmsir nýtt tækifærið og stytt sér stundir á meðan hægt er þessa tvo daga sem leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík fer fram. Norska ríkisútvarpið fylgdi norska forsætisráðherranum eftir en hann segist alltaf skella sér í sund þegar hann er á Íslandi. Með sundsiðina á hreinu „Ég kem alltaf hingað þegar ég er á Íslandi, þetta er íslensk hefð að skella sér í þessi böð,“ segir forsætisráðherrann við NRK. Hann segir Ísland eiga sérstakan stað í hjörtum Norðmanna. „Það er eitthvað við þá staðreynd að þau tala sama tungumál og við töluðum fyrir hundruðum ára. Ég upplifi alltaf hlýjar tilfinningar,“ segir ráðherrann og bendir um leið á vatnið í pottinum. „Þegar ég er hér.“ Haft er eftir Støre að það séu ákveðnar samskiptareglur og hefðir þegar kemur að því að slaka á í heita pottinum á Íslandi. Það mikilvægasta sé að slaka á og spjalla, ef þess sé kostur. Er þess getið í umfjöllun NRK að þjóðhátíðardagur Noregs sé í dag 17. maí og heldur ráðherrann heim á leið í hádeginu til þess að vera viðstaddur hátíðarhöld þar í landi síðdegis. Norski forsætisráðherrann er með íslensk pottalögmál á hreinu. NRK Vildi lengja gönguferðina Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, kom við á Þingvöllum í morgun og gekk þar um ásamt föruneyti, sem í voru meðal annars þjóðgarðsvörður og Dúi J. Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins. „Ég fékk símtal seint í gærkvöldi og var beðinn um að fara með honum um Þingvelli sem leiðsögumaður. Mér var það auðvitað bara ljúft og skylt,“ segir Dúi sem er með diplóma í frönsku og starfaði eitt sinn hjá Landgræðslunni og átti því auðvelt með að kynna Þingvelli fyrir forsetanum. „Þannig að þetta var einkaheimsókn og þjóðgarðsvörður var með í för,“ segir Dúi sem ber Frakklandsforseta góða sögu. „Hann er hinn almennilegasti maður og var virkilega áhugasamur um svæðið og með fullt af spurningum um land og þjóð,“ segir Dúi sem segir forsetann hafa viljað bera Öxarárfoss augum áður en heimsókn var kláruð. „Hann var mjög hrifinn af landslaginu og það var ekkert á planinu að labba að Öxarárfossi en hann vildi bæta því við og okkur fannst það bara um að gera fyrst hann væri mættur.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Noregur Frakkland Þingvellir Sundlaugar Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Sjá meira