Náttúran reyndist Skúla vel eftir fall Wow air Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2023 15:04 Skúli Mogensen er þakklátur fyrir tíma sinn í Hvammsvík. Vísir/Vilhelm Sjóböðin við Hvammsvík eru eins árs og verður boðið upp á dagskrá um helgina í tilefni af því. Eigandi þeirra Skúli Mogensen segist mæla með útivist og líkamlegri vinnu fyrir alla sem upplifi hverskyns áföll en sjálfur segist hann nánast þekkja hvern stein í Hvammsvíkinni eftir framkvæmdir þar. Skúli var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hann í tilefni af því að sjóböðin í Hvammsvík eru nú eins árs. Heljarinnar dagskrá verður í boði við böðin um helgina, meðal annars sjósunds-og kajakkennsla og þá mætir Mugison og heldur tónleika laugardags-og sunnudagskvöld. Einungis hundrað manns komast í lónið á hverjum tíma og þarf því að panta fyrirfram. Skúli segist þakklátur fyrir árið sem er liðið. Hann segir það hafa verið forréttindi að fá að eyða tíma upp í sveit og kveðst þakklátur fjölskyldu sinni og starfsfólki eftir árið sem sjóböðin hafa verið opin. Þakklátur „Ég er bara rosalega heppinn, hvað þetta varðar. Mér finnst þetta ofsalega gaman. Ég er rosalega þakklátur, við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð og frábærar einkunnir á öllum miðlum, ótrúlega umfjöllun erlendis sem maður átti ekki von á því oft tekur tíma að stimpla sig inn.“ Skúli segir Íslendinga ekki síst hafa verið duglega að heimsækja sjóböðin. Það sé alltaf upplifun að koma þangað. Hann segir mikilvægt hve mikla ástríðu hann hafi haft fyrir verkefninu, hann og fjölskyldan hafi sjálf unnið í verkefninu. „Við erum sjálf búin að vinna í þessu dag og nótt. Ég segi stundum að ég þekki öll grjótin með nafni því ég var þarna sjálfur að bera þau sjálfur með frábærum hópi af fólki sem hjálpaði okkur að láta þetta verða að veruleika. Starfsfólkið núna á allar þakkir skilið.“ Þá var Skúli spurður að því í Bítinu hvort það hafi verið andleg úrvinnsla fyrir hann að fara í svona verkefni, að bera grjót og vera úti í náttúrunni eftir að hafa lent í því að vera skotspónn margra eftir fall Wow Air árið 2019. „Ég myndi mæla með því alla daga, við hverslags áfall, það hefur reynst mér frábærlega, að fara út í náttúruna. Smá líkamleg vinna, alvöru vinna skulum við segja. Ég held að það geri öllum gott. Ég ætla ekki að segja að það sé allra meina bót en þér líður bara vel eftir að hafa verið úti, fá súrefni beint í æð, finna það að þú ert búinn að taka á því aðeins. Auðvitað er hægt að fara í líkamsræktina líka sem ég geri vissulega og vera inn í sal en það er allt allt öðruvísi að vera út í náttúrunni.“ Fjallað var um opnun sjóbaðanna í Hvammsvík í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir ári: Bítið Sundlaugar Kjósarhreppur Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjá meira
Skúli var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var hann í tilefni af því að sjóböðin í Hvammsvík eru nú eins árs. Heljarinnar dagskrá verður í boði við böðin um helgina, meðal annars sjósunds-og kajakkennsla og þá mætir Mugison og heldur tónleika laugardags-og sunnudagskvöld. Einungis hundrað manns komast í lónið á hverjum tíma og þarf því að panta fyrirfram. Skúli segist þakklátur fyrir árið sem er liðið. Hann segir það hafa verið forréttindi að fá að eyða tíma upp í sveit og kveðst þakklátur fjölskyldu sinni og starfsfólki eftir árið sem sjóböðin hafa verið opin. Þakklátur „Ég er bara rosalega heppinn, hvað þetta varðar. Mér finnst þetta ofsalega gaman. Ég er rosalega þakklátur, við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð og frábærar einkunnir á öllum miðlum, ótrúlega umfjöllun erlendis sem maður átti ekki von á því oft tekur tíma að stimpla sig inn.“ Skúli segir Íslendinga ekki síst hafa verið duglega að heimsækja sjóböðin. Það sé alltaf upplifun að koma þangað. Hann segir mikilvægt hve mikla ástríðu hann hafi haft fyrir verkefninu, hann og fjölskyldan hafi sjálf unnið í verkefninu. „Við erum sjálf búin að vinna í þessu dag og nótt. Ég segi stundum að ég þekki öll grjótin með nafni því ég var þarna sjálfur að bera þau sjálfur með frábærum hópi af fólki sem hjálpaði okkur að láta þetta verða að veruleika. Starfsfólkið núna á allar þakkir skilið.“ Þá var Skúli spurður að því í Bítinu hvort það hafi verið andleg úrvinnsla fyrir hann að fara í svona verkefni, að bera grjót og vera úti í náttúrunni eftir að hafa lent í því að vera skotspónn margra eftir fall Wow Air árið 2019. „Ég myndi mæla með því alla daga, við hverslags áfall, það hefur reynst mér frábærlega, að fara út í náttúruna. Smá líkamleg vinna, alvöru vinna skulum við segja. Ég held að það geri öllum gott. Ég ætla ekki að segja að það sé allra meina bót en þér líður bara vel eftir að hafa verið úti, fá súrefni beint í æð, finna það að þú ert búinn að taka á því aðeins. Auðvitað er hægt að fara í líkamsræktina líka sem ég geri vissulega og vera inn í sal en það er allt allt öðruvísi að vera út í náttúrunni.“ Fjallað var um opnun sjóbaðanna í Hvammsvík í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir ári:
Bítið Sundlaugar Kjósarhreppur Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjá meira