Sænski boltinn

Fréttamynd

Ófarir Malmö halda áfram

Sirius hafði betur með tveimur mörkum gegn einu þegar liðið mætti Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Mark Axels Óskars dugði skammt

Axel Óskar Andrésson skoraði mark Örebro þegar liðið laut í lægra haldi, 2-1, fyrir Brommapojkarna í sænsku B-deildinni í fótbolta karla í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Mögulegt að Víkingur mæti Malmö aftur

Vinni Víkingur einvígi sitt við Lech Poznan frá Póllandi í Sambandsdeild Evrópu er mögulegt að liðið mæti Malmö frá Svíþjóð á ný. Malmö sló Víking út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Tap í frumraun Andra Lucasar í Svíþjóð

Andri Lucas Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik í Svíþjóð í kvöld í 0-2 tapi Norrköping á heimavelli gegn IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. Ari Freyr Skúlason og Arnór Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði Norköpping en þetta var einnig fyrsti leikur Arnórs eftir endurkomu hans til liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Menn Milosar upp í þriðja sætið

Malmö, undir stjórn Milosar Milojevic, er komið upp í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3-1 heimasigur á Íslendingaliði Sirius í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Guðni spilar engan fótbolta á þessu ári

Fótboltalífið virtist ljúft hjá Jóni Guðna Fjólusyni í fyrrahaust og hann var á leið í leiki með íslenska landsliðinu en varð þá fyrir alvarlegum meiðslum þegar hann sleit krossband í hné. Vegna bakslags spilar hann engan fótbolta á þessu ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Val­geir Lund­dal og fé­lagar aftur á toppinn

Bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn af bekknum er BK Häcken vann 5-1 útisigur á Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í Danmörku kom Aron Elís Þrándarson einnig inn af bekknum en lið hans OB tapaði 0-2 fyrir Nordsjælland.

Fótbolti
Fréttamynd

Óli Valur lék sinn fyrsta leik í Svíþjóð með Aroni

Óli Valur Ómarsson spilaði í 8 mínútur með Aroni Bjarnasyni hjá Sirius í sigri liðsins gegn Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Óli Valur spilaði alls rúmar 14 mínútur í sínum fyrsta leik með liðinu. Davíð Kristján Ólafsson og Sveinn Aron Guðjohnsen fengu einnig mínútur með sínum liðum í Svíþjóð.

Fótbolti
Fréttamynd

Milos hafði betur gegn Ara

Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn á miðjunni fyrir Norrköping í 0-2 tapi á heimavelli gegn Milos Milojevic og lærisveina hans í Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Óli Valur mættur til Sirius

Besta deild karla í fótbolta heldur áfram að missa skemmtikrafta úr deildinni. Fyrr í morgun var staðfest að Kristall Máni Ingason væri búinn að skrifa undir hjá Rosenborg og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið IK Sirius staðfest komu Óla Vals Ómarssonar. 

Fótbolti