Lög og regla

Fréttamynd

Eldur kviknaði í rútu

Eldur kviknaði í rútubíl upp úr klukkan fjögur í nótt þar sem hann stóð á athafnasvæði skammt frá Helguvíkurhöfn á Reykjanesi. Slökkviliðið í Keflavík var kallað á vettvang til að slökkva eldinn og gekk það vel. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í bílnum en ekki er vitað hverjir brennuvargarnir kunna að vera.

Innlent
Fréttamynd

Auðvelda framsal sakamanna

Framsal sakamanna milli norrænu ríkjanna verður auðveldað með samkomulagi dómsmálaráðherra landanna í dag. Þeir ætla að knýja á um skilvirkari lög sem leiði til þess að framsal dæmdra manna eða grunaðra taki skemmri tíma en hingað til. Framsalsreglur milli Norðurlandanna eru í dag einfaldari en á milli annarra landa og verður það nú gert enn einfaldara.

Innlent
Fréttamynd

Vilja gagnabanka um barnaníðinga

Dómsmálaráðherrar átta helstu iðnríkja heims styðja einróma hugmynd Interpol um stofnun gagnabanka um þekkta barnaníðinga. Ráðherrarnir funda nú í Sheffield. Þeir hvetja lögreglu í ríkjunum að nýta sér slíkan banka til hins ítrasta. Þá hétu þeir því að legga þrjár milljónir evra til verkefnisins svo lögregla geti komið sér upp fullkomnasta tölvubúnaði sem völ er á í baráttunni við barnaníðinga.

Innlent
Fréttamynd

Segjast vera á slóð kortasvikara

Sérfræðingar í tölvuglæpum telja sig komna á slóð tölvusvikaranna sem náðu upplýsingum af um fjörutíu milljónum krítarkorta nýverið, þar á meðal af um 140 íslenskum kortum að því talið er.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskt félag flutti inn Pólverja

Í ljós hefur komið að íslenskt fyrirtæki hefur flutt tólf Pólverja hingað til lands á fölskum forsendum, einungis í þeim tilgangi að leigja þá út. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Laun og kjör mannanna voru langt undir lámarkskjörum sem kjarasamningar og íslensk lög kveða á um. Í samningi sem fyrirtækið gerði við Pólverjana sagði að þeir hefðu 480 krónur á tíma í jafnaðarkaup og að þeir þyrftu að vinna 250 vinnustundir á mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Segja málflutning ASÍ rangan

Dularfullt, íslenskt fyrirtæki fékk erlenda verkamenn hingað til lands á fölskum forsendum og braut á þeim lög og kjarasamninga, að mati ASÍ. Þeir nutu engra réttinda og voru látnir búa við aðstæður sem uppfylla engan veginn íslenskar kröfur. Rangur og villandi málflutningur, segja talsmenn fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Ungur maður ók á kind sem drapst

25 ára gamall maður ók um klukkan níu í gærmorgun fólksbíl sínum á kind þannig að hún drapst og bíllinn skemmdist. Áreksturinn varð í Holtsmúlasundi, miðja vegu milli Varmahlíðar og Sauðárkróks.

Innlent
Fréttamynd

Falsaði undirskrift á skuldabréfi

Fertugur maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir skjalafals. Þrír mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Maðurinn hefur játað að hafa greitt starfsmönnum bílaumboðs með skuldabréfi með falsaðri undirskrift. Skuldabréfið hljóðaði upp á rúma 1,3 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Gott að ránum hafi ekki fjölgað

Afbrotafræðingur hjá Ríkislögreglustjóranum segir ánægjulegt að úttekt sýni að ránum hafi ekki fjölgað þrátt fyrir breytta samfélagsmynd. 36 rán eru framin á Íslandi á ári samkvæmt athugun félagsfræðinema við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Vildu senda skýr skilaboð

Þremeningarnir sem handteknir voru fyrir að sletta grænu skyri á álráðstefnu gesti á Nordica-hóteli segja að ásetningur sinn hafi verið að trufla ráðstefnuna og senda skýr skilaboð til leiðtoga í þungaiðnaði um að Ísland sé ekki eins notalegt hreiður fyrir þá og þeir haldi. Einnig að veita öðrum innblástur til aðgerða gegn því samsæri fyrirtækja og stjórnvalda að svíkja af Íslendingum mikið af stórbrotinni náttúru landsins.

Innlent
Fréttamynd

Upplýsingar um rán í gagnabanka

Upplýsingar um rán framin á Íslandi síðustu 5 ár verða settar í sérstakan gagnabanka hjá Ríkislögreglustjóra sem mun nýtast við rannsókn ránsmála.

Innlent
Fréttamynd

Reynt að koma Pólverjum úr landi

Alþýðusamband Íslands vinnur nú í því að tryggja stöðu tólf Pólverja sem búið hafa við slæmar aðstæður og unnið hér á landi á ósæmandi kjörum. ASÍ telur að fyrirtækið sem flutti Pólverjana hingað til lands hafi reynt að koma þeim úr landi svo þeir gætu ekki borið vitni.

Innlent
Fréttamynd

Fylgst náið með barnaníðingum

Dómsmálaráðherrar iðnveldanna skera á alþjóðlegt tengslanet barnaníðinga með því að setja á laggirnar sameiginlegan gagnagrunn með upplýsingum um þá og framleiðendur barnakláms. Lögreglan á Íslandi fagnar þessu framtaki og telur að það muni auðvelda rannsókn slíkra mála hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Bruni í rafmagnstöflu í Fnjóskadal

Slökkvilið Akureyrar og Þingeyjarsveitar voru kölluð út síðdegis í gær vegna bruna í skúr utan um rafstöð við bæinn Hróarsstaði í Fnjóskadal. Tjón af völdum brunans varð ekki mikið og gekk að sögn lögreglu á Húsavík greiðlega að slökkva eldinn, sem átti upptök sín í rafmagnstöflu.

Innlent
Fréttamynd

Maður dæmdur fyrir skjalafals

Fertugur maður hlaut í gær sex mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að falsa áritun þrítugrar konu á skuldabréf sem hann notaði til að kaupa bíl á bílasölu í Reykjavík. Bréfið var gefið út í júní 2001 og konan óafvitandi komin í ábyrgð fyrir rúmar 1,3 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Bílar verði skoðaðir

Eigendur óskoðaðra bíla þurfa að kippa sínum málum í lag ef þeir vilja halda númeraplötunum. Lögreglan í Reykjavík og víðar er nú að veita þeim sem ekki hafa þessi mál á hreinu viðvörun auk þess sem klippt er af bílum þeirra sem augljóslega láta sér ekki segjast. Lögreglan leggur áherslu á að þessir hlutir komist í lag nú þegar sumarferðalögin á vegum landsins eru að hefjast.

Innlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald yfir Breta staðfest

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir breskri konu sem grunuð er um ávísanamisferli hér á landi í maí síðastliðnum. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði konuna um miðjan júní í gæsluvarðhald sem renna á út á morgun, 23. júní.

Innlent
Fréttamynd

Leitar fjórða manns vegna bílbruna

Lögreglan leitar enn fjórða mannsins vegna bíls sem kveikt var í í Heiðmörk í gærmorgun. Þremur ungmennum, 15 til 17 ára, var sleppt í gær eftir að þau játuðu sinn þátt í málinu. Lögreglu var tilkynnt um eldinn á sjötta tímanum í gærmorgun og þegar komið var á staðinn stóð bíllinn, sem hafði verið stolið, í ljósum logum og fjögur ungmenni í nágrenninu.

Innlent
Fréttamynd

Ók dópaður um borgina

Tvítugur maður hefur verið dæmdur til greiðslu 200.000 króna fyrir margvísleg fíkniefnabrot og fyrir að aka bifreið víða um Reykjavíkurborg um miðjan október í fyrra undir áhrifum slævandi lyfs og fíkniefna. Hann var sviptur ökurétti í þrjá mánuði og þarf að greiða málskostnað upp á rúmar 310.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Jón Gerald mætti í yfirheyrslu

Jón Gerald Sullenberger mætti til yfirheyrslu hjá Ríkislögreglustjóra klukkan níu í gærmorgun í tengslum við rannsókn á hugsanlegum fjárdrætti núverandi og fyrrverandi forstjóra Baugs og öðrum mögulegum brotum þeirra gegn fyrirtækinu. Rannsókn lögreglu hefur staðið í tæp þrjú ár, frá ágústlokum 2002.

Innlent
Fréttamynd

Gill sleppt á laugardag

Hæstiréttur fjallar ekki um kæru Pauls Gills vegna gæsluvarðhalds sem hann var úrskurðaður í því að honum var sleppt á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Fimm bíla árekstur

Fimm bíla árekstur varð um hálffjögurleytið í gær skammt sunnan við Smáralind, norðan við gatnamót Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á Baugi í fullum gangi

Rannsókn Ríkislögreglustjóra á Baugi er í fullum gangi þessa dagana. Jón Gerald Sullenberger, sem kærði Baug á sínum tíma, var yfirheyrður vegna málsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skemmdir eftir árekstur á brú

Tveir bílar eru mikið skemmdir eftir að hafa rekist saman síðdegis á sunnudag á einbreiðri brú yfir Hoffellsá. Ökumenn og farþegar sluppu hins vegar við meiðsli, að sögn lögreglu á Höfn í Hornafirði. Í öðrum bílnum voru hjón með tvö börn á ferðalagi, en í hinum var ein kona.

Innlent
Fréttamynd

Sektaður fyrir sterasmygl

32 ára gamall maður var síðasta fimmtudag dæmdur til greiðslu 300.000 króna sektar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til að smygla hingað til lands ólöglegum sterum frá Danmörku árið 2003. Þá var manninum gert að greiða sakarkostnað upp á rúmar 800.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Gill segist ekki atvinnumótmælandi

Paul Gill, mótmælandinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald eftir að hafa slett skyri á Nordica-hóteli, neitar því að hann sé atvinnumótmælandi. Hann var látinn laus úr gæsluvarðhaldi á laugardaginn og er í farbanni til 1. júlí.

Innlent
Fréttamynd

Stálu bíl og kveiktu í honum

Þrjú ungmenni, tveir 17 ára gamlir piltar og 15 ára gömul stúlka, voru hlaupin uppi af lögreglu í Heiðmörk í gærmorgun. Þau voru grunuð um að hafa skemmt fjóra til fimm bíla í Seláshverfi í Reykjavík um nóttina, ásamt því að hafa stolið einum bíl sem þau óku upp í Heiðmörk þar sem þau kveiktu í honum.

Innlent
Fréttamynd

Grunuð um að hafa kveikt í bíl

Lögreglan í Hafnarfirði er með þrjú ungmenni í haldi í tengslum við bílbruna í Heiðmörk í morgun. Lögreglan sá til fólks í fjarska þegar hún kom að brennandi bílnum og hafði hendur í hári þriggja. Þau hafa lítið viljað tjá sig við lögreglu enn sem komið er. Grunur leikur á að málið kunni að tengjast frekari skemmdarverkum á bílum.

Innlent
Fréttamynd

Valt við að sturta mold

Ökumaður vörubíls meiddist lítillega þegar bíll hans valt á hliðina þar sem hann var að sturta mold í pytt í grennd við Nátthaga í Ölfusi klukkan að ganga 10 í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Harður árekstur í Kópavogi

Harður árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Beita þurfti klippum til að ná fólki úr annari eða báðum bifreiðunum. Ekki liggur fyrir hvort að slys urðu á fólki að svo stöddu en lögreglan er enn á vettvangi.

Innlent