Lög og regla Telur framhjá sér gengið Tekið var fyrir í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem séra Sigríður Guðmarsdóttir höfðar gegn Biskupsstofu. Hún telur hafa verið framhjá sér gengið þegar ráðið var í stöðu sendiráðsprests í London. Innlent 13.10.2005 19:17 Bíður dóms fyrir sælgætissmygl Sýslumaðurinn á Seyðisfirði hefur stefnt Árna Emanúelssyni til greiðslu sjö þúsund og fimm hundruð króna sektar vegna brota á tollalögum þegar hann hafði með sér um 25 kíló af sælgæti og gosdrykkjum við komu Norrænu til Seyðisfjarðar síðla árs 2004. Telst slíkt brot á tollalögum og var Árna boðið að ljúka málinu með sátt hjá Tollstjóranum á Seyðisfirði sem hann hafnaði. Innlent 13.10.2005 19:17 Fjöldaslagsmál í Hafnarstræti Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt en mikið af fólki var samankomið í miðbæ höfuðborgarinnar til að skemmta sér. Ekki tókst öllum þó ætlunarverk sitt og var lögreglan kölluð að skemmtistaðnum Ópus í Hafnarstrætinu um sexleytið í morgun þar sem fjöldaslagsmál fóru fram. Alls voru tólf lögreglumenn kallaðir á vettvang og gekk greiðlega að róa lýðinn en enginn meiddist alvarlega að sögn lögreglunnar. Innlent 13.10.2005 19:16 Máluðu Vík rauða Lögreglan á Vík í Mýrdal þurfti að hafa talsverð afskipti af gestum á mótorkrossmóti sem þar fór fram.</font /></font /> Innlent 13.10.2005 19:17 Sektaður fyrir að veifa riffli Maður á þrítugsaldri, sem gekk um Akureyrarbæ og veifaði veiðiriffli í júlí í fyrra með þeim afleiðingum að sérsveitin var kölluð út, hefur verið dæmdur í 30 þúsund króna sekt í Héraðsdómi Norðurlands fyrir brot á vopnalögum. Innlent 13.10.2005 19:17 Rólegt hjá lögreglu um land allt Tveir voru stöðvaðir á Akureyri í gærkvöld og nótt grunaðir um ölvun við akstur og tveir á Selfossi. Annars var nóttin tiltölulega róleg hjá lögreglunni um land allt þrátt fyrir að miðbæir víða um land hafi verið fullir af fólki enda mikið af útskriftum og öðrum hátíðarhöldum í gær á þessari björtu og fallegu sumarnótt. Innlent 13.10.2005 19:16 Eldur í undirgöngum í miðbænum Slökkvilið Reykjavíkur kallað að undiröngum við Urðarstíg og Nönnustíg um klukkan hálffjögur í nótt þar sem búið var að kveikja í rusli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en nokkur hætta myndaðist þó þar sem eldurinn hefði getað náð til íbúðarhúsa í kring, að sögn slökkviliðsins. Innlent 13.10.2005 19:16 Sótti slasaðan vélsleðamann Vélsleðaslys varð við skálann Jaka á Langjökli um tíuleytið í gærkvöldi þegar maður ók vélsleða fram af um metra hárri snjóhengju. Maðurinn slasaðist það mikið við fallið að læknir í Borgarnesi kallaði þyrlu Landhelgisgæslunnar út. TF-LIF lenti við Borgarspítalann með hinn slasaða um hálftólfleytið í gærkvöld en ekki er unnt að fá upplýsingar um líðan mannsins eða hversu alvarlega slasaður hann er. Innlent 13.10.2005 19:16 Eldur í bifreið í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi fékk tilkynningu um eld í bifreið á Smiðjuveginum um hálffjögurleytið í nótt og var bifreiðin alelda þegar slökkviliðið kom á staðinn. Þá skemmdist einnig lakk bifreiðar við hliðina á þeirri sem kviknaði í mikið. Lögreglan segir eldsupptök vera ókunn en grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Innlent 13.10.2005 19:16 Reyna að hindra löndun Landhelgisgæslan mun reyna að koma í veg fyrir að sjóræningaskipin sem eru að veiðum á Reykjaneshrygg komi afla sínum í verð. Jafnvel kemur til greina að varðskip elti flutningaskip, sem tók við afla frá þeim, hvert sem það fer til að reyna að landa. Gæslan mun jafnframt fylgjast grannt með þeim stóra flota erlendra skipa sem dansar línudans á lögsögumörkunum. Innlent 13.10.2005 19:16 Þrír teknir fyrir ölvunarakstur Þrír voru stöðvaðir í Hafnarfirðinum grunaðir um ölvun við akstur í nótt. Lögreglan segir mennina alla hafa virst töluvert ölvaða og verða þeir allir ákærðir. Enginn þurfti þó að gista fangageymslur lögreglunnar þessa nótt. Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni um land allt, þar á meðal lögreglunni í Reykjavík, og í raun óvenju róleg miðað við árstíma. Innlent 13.10.2005 19:16 Mikill erill hjá lögreglunni Töluverður erill var hjá lögreglunni á Vík í Mýrdal, vegna mótorkrossmóts sem staðið hefur yfir um helgina. Þrjú slys hafa orðið á ökumönnum bifhjóla. Einn ökumaður ökklabrotnaði, annar fór úr axlarlið og sá þriðji slapp með minni háttar meiðsl. Innlent 13.10.2005 19:16 Eitt skipanna reyndist draugaskip Eitt af sjóræningjaskipunum sjö á karfaslóð við lögsögumörkin á Reykjaneshrygg er draugaskip; það er ekki að finna í viðurkenndum skipaskrám. Öll sigla þau hins vegar undir fána Dominíku í Karíbahafinu. Kristján Þ. Jónsson, yfirmaður gæsluframkvæmda, segir verið að kortleggja sjóræningjaveiðarnar og verslun með afla. Innlent 13.10.2005 19:16 Sjö sjóræningjar að veiðum Sjö svokölluð sjóræningjaskip sáust á veiðum á karfaslóð á Reykjaneshrygg í gær þegar flugvél Landhelgisgæslunnar flaug þar yfir. Sjóræningjaskipin eru togarar sem ekki hafa leyfi til veiða á fiskveiðistjórnunarsvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar. Innlent 13.10.2005 19:16 Þyrla sækir vélsleðamann Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir tíu í kvöld vegna vélsleðamanns á Langjökli. Þyrlan lagði af stað 24 mínútur yfir tíu. Maðurinn fór fram af stalli og lenti harkalega. Ekki lá fyrir hve alvarlegt slysið var, en um einhvers konar bakáverka var að ræða og rétt þótti að kalla björgunarþyrluna út. Innlent 13.10.2005 19:16 Sjóræningjaskip á Reykjaneshrygg Flugvél Landhelgisgæslunnar sá sjö sjóræningjaskip að veiðum á karfaslóð á Reykjaneshrygg í dag. Skipin eru skráð á smáeyju í Karabíska hafinu. Innlent 13.10.2005 19:16 Sagði eiginkonu hafa viljað deyja Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Kópavogi í nóvember í fyrra, sagði fyrir dómi í morgun að hún hefði beðið sig að hjálpa sér að deyja. Hann sagði hana ítrekað hafa sagst vilja deyja eftir að hafa verið honum ótrú. Innlent 13.10.2005 19:16 Endurskoðun hafin Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýsti því yfir á fundi með Samtökum um kvennaathvarf, Stígamót og fleiri samtök í gærmorgun að vinna væri hafin við að endurskoða kynferðiskafla almennra hegningarlaga. Innlent 13.10.2005 19:16 Varð bráðkvaddur á báti Maðurinn sem var á bátnum sem hafnaði uppi í fjöru við Stigahlíð í Ísafjarðardjúpi laust fyrir hádegi reyndist látinn þegar björgunarskip komu á vettvang. Samkvæmt lögreglunni í Bolungarvík varð hann bráðkvaddur. Varðskip og tvö björgunarskip fóru á vettvang eftir að það sást í sjálfvirku kerfi tilkynningaskyldunnar að báturinn var kominn upp í fjöru. Báturinn var hann í kjölfarið dreginn til land. Innlent 13.10.2005 19:16 Beið bana í Hvalfirði Karlmaður á þrítugsaldri beið bana í umferðarslysi í Hvalfirði í gærmorgun. Slysið átti sér stað á níunda tímanum þegar flutningabíll og fólksbíll rákust saman. Hinn látni var ökumaður fólksbílsins. Innlent 13.10.2005 19:16 Fær 20 ára fangelsi í Indónesíu Indónesískur dómstóll hefur dæmt hina áströlsku Schapelle Corby í tuttugu ára fangelsi fyrir smygl á fíkniefnum. Corby, sem er 27 ára, var handtekin á flugvellinum í Bali með fjögur kíló af marijúana í október. Hún kveðst saklaus og telur að flugvallarstarfsmenn hafi staðið á bak við smyglið. Innlent 13.10.2005 19:16 Játaði að hafa banað hermanni Scott Ramsey játaði fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag að hafa orðið 33 ára dönskum hermanni að bana á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nóvember í fyrra. Málið var þingfest í héraðsdómi í dag. Innlent 13.10.2005 19:16 Vinnulyfta hrundi af þriðju hæð Vinnulyfta með tveimur mönnum hrundi niður af þriðju hæð á fjölbýlishúsi við Hátún í Reykjavík á tólfta tímanum í dag. Annar mannann náði að halda sér og skríða inn á svalir en hinn féll með lyftunni niður. Hann var fluttur á slysadeild. Ekki er ljóst hversu alvarlega hann er slasaður en þó vitað að hann er beinbrotinn. Innlent 13.10.2005 19:16 Ákærður fyrir að rassskella konu Sævar Óli Helgason er ákærður fyrir að veitast að konu sem lagði fyrir innkeyrsluna hans í fyrrahaust. Hann segir leikskólakennarann hafa vegið að sér kynferðislega og reynt að sparka í punginn á sér, hann hafi því rassskellt hana.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:16 Endurskoða lög um kynferðisbrot Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur falið Ragnheiði Bragadóttir lagaprófessor að semja drög að frumvarpi um breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Um er að ræða þau ákvæði sem eru um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi. Innlent 13.10.2005 19:16 Björguðu trillu út af Látrabjargi Björgunarsveitin á Patreksfirði bjargaði í morgun sex tonna trillu sem varð aflvana eina og hálfa sjómílu suður af Látrabjargi. Vörður, björgunarbátur félagsins, var kallaður út klukkan sex í morgun og var kominn að bátnum um tveimur klukkustundum síðar og er nú að draga hann til Patreksfjarðar. Innlent 13.10.2005 19:16 Alvarlegt umferðarslys í Hvalfirði Sjúkrabílar og lögregla eru nú á leið í Hvalfjörð, en tilkynnt var um alvarlegt umferðarslys þar. Upplýsingar um slysið eru takmarkaðar en þó er vitað að um árekstur er að ræða. Innlent 13.10.2005 19:16 Miðar við tveggja milljóna árslaun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt að tjón konu, sem var bjargað frá drukknun úr hvolfdri bifreið í Hólmsá árið 2000, sé að fullu bætt með því að miða við tveggja milljóna króna árslaun. Hún gerði kröfu um þriggja milljóna króna viðmið. Konan, sem er tæplega þrítug, hlaut varanlegan heilaskaða og er metin 100 prósent öryrki eftir slysið og getur ekki snúið aftur á almennan vinnumarkað. Innlent 13.10.2005 19:16 Gæsluvarðhaldið framlengt Gæsluvarðhald yfir fylgdarmanni fjögurra kínverskra ungmenna sem komu hingað á leið til Bandaríkjanna á dögunum hefur verið framlengt um viku. Maðurinn er grunaður um skipulagt mansal. Innlent 13.10.2005 19:16 Banaslys í Hvalfirði 24 ára karlmaður beið bana í umferðarslysi í Hvalfirði í morgun. Slysið varð á níunda tímanum þegar flutningabíll og fólksbíll rákust saman skammt hjá Meðalfellsafleggjara í Hvalfirði, sunnan megin, og var flutningabíllinn á leið inn fjörðinn en fólksbíllinn út. Ökumennirnir voru einir í bílunum og var áreksturinn mjög harður og lést ökumaður fólksbílsins. Innlent 13.10.2005 19:16 « ‹ 60 61 62 63 64 65 66 67 68 … 120 ›
Telur framhjá sér gengið Tekið var fyrir í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem séra Sigríður Guðmarsdóttir höfðar gegn Biskupsstofu. Hún telur hafa verið framhjá sér gengið þegar ráðið var í stöðu sendiráðsprests í London. Innlent 13.10.2005 19:17
Bíður dóms fyrir sælgætissmygl Sýslumaðurinn á Seyðisfirði hefur stefnt Árna Emanúelssyni til greiðslu sjö þúsund og fimm hundruð króna sektar vegna brota á tollalögum þegar hann hafði með sér um 25 kíló af sælgæti og gosdrykkjum við komu Norrænu til Seyðisfjarðar síðla árs 2004. Telst slíkt brot á tollalögum og var Árna boðið að ljúka málinu með sátt hjá Tollstjóranum á Seyðisfirði sem hann hafnaði. Innlent 13.10.2005 19:17
Fjöldaslagsmál í Hafnarstræti Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt en mikið af fólki var samankomið í miðbæ höfuðborgarinnar til að skemmta sér. Ekki tókst öllum þó ætlunarverk sitt og var lögreglan kölluð að skemmtistaðnum Ópus í Hafnarstrætinu um sexleytið í morgun þar sem fjöldaslagsmál fóru fram. Alls voru tólf lögreglumenn kallaðir á vettvang og gekk greiðlega að róa lýðinn en enginn meiddist alvarlega að sögn lögreglunnar. Innlent 13.10.2005 19:16
Máluðu Vík rauða Lögreglan á Vík í Mýrdal þurfti að hafa talsverð afskipti af gestum á mótorkrossmóti sem þar fór fram.</font /></font /> Innlent 13.10.2005 19:17
Sektaður fyrir að veifa riffli Maður á þrítugsaldri, sem gekk um Akureyrarbæ og veifaði veiðiriffli í júlí í fyrra með þeim afleiðingum að sérsveitin var kölluð út, hefur verið dæmdur í 30 þúsund króna sekt í Héraðsdómi Norðurlands fyrir brot á vopnalögum. Innlent 13.10.2005 19:17
Rólegt hjá lögreglu um land allt Tveir voru stöðvaðir á Akureyri í gærkvöld og nótt grunaðir um ölvun við akstur og tveir á Selfossi. Annars var nóttin tiltölulega róleg hjá lögreglunni um land allt þrátt fyrir að miðbæir víða um land hafi verið fullir af fólki enda mikið af útskriftum og öðrum hátíðarhöldum í gær á þessari björtu og fallegu sumarnótt. Innlent 13.10.2005 19:16
Eldur í undirgöngum í miðbænum Slökkvilið Reykjavíkur kallað að undiröngum við Urðarstíg og Nönnustíg um klukkan hálffjögur í nótt þar sem búið var að kveikja í rusli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en nokkur hætta myndaðist þó þar sem eldurinn hefði getað náð til íbúðarhúsa í kring, að sögn slökkviliðsins. Innlent 13.10.2005 19:16
Sótti slasaðan vélsleðamann Vélsleðaslys varð við skálann Jaka á Langjökli um tíuleytið í gærkvöldi þegar maður ók vélsleða fram af um metra hárri snjóhengju. Maðurinn slasaðist það mikið við fallið að læknir í Borgarnesi kallaði þyrlu Landhelgisgæslunnar út. TF-LIF lenti við Borgarspítalann með hinn slasaða um hálftólfleytið í gærkvöld en ekki er unnt að fá upplýsingar um líðan mannsins eða hversu alvarlega slasaður hann er. Innlent 13.10.2005 19:16
Eldur í bifreið í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi fékk tilkynningu um eld í bifreið á Smiðjuveginum um hálffjögurleytið í nótt og var bifreiðin alelda þegar slökkviliðið kom á staðinn. Þá skemmdist einnig lakk bifreiðar við hliðina á þeirri sem kviknaði í mikið. Lögreglan segir eldsupptök vera ókunn en grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Innlent 13.10.2005 19:16
Reyna að hindra löndun Landhelgisgæslan mun reyna að koma í veg fyrir að sjóræningaskipin sem eru að veiðum á Reykjaneshrygg komi afla sínum í verð. Jafnvel kemur til greina að varðskip elti flutningaskip, sem tók við afla frá þeim, hvert sem það fer til að reyna að landa. Gæslan mun jafnframt fylgjast grannt með þeim stóra flota erlendra skipa sem dansar línudans á lögsögumörkunum. Innlent 13.10.2005 19:16
Þrír teknir fyrir ölvunarakstur Þrír voru stöðvaðir í Hafnarfirðinum grunaðir um ölvun við akstur í nótt. Lögreglan segir mennina alla hafa virst töluvert ölvaða og verða þeir allir ákærðir. Enginn þurfti þó að gista fangageymslur lögreglunnar þessa nótt. Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni um land allt, þar á meðal lögreglunni í Reykjavík, og í raun óvenju róleg miðað við árstíma. Innlent 13.10.2005 19:16
Mikill erill hjá lögreglunni Töluverður erill var hjá lögreglunni á Vík í Mýrdal, vegna mótorkrossmóts sem staðið hefur yfir um helgina. Þrjú slys hafa orðið á ökumönnum bifhjóla. Einn ökumaður ökklabrotnaði, annar fór úr axlarlið og sá þriðji slapp með minni háttar meiðsl. Innlent 13.10.2005 19:16
Eitt skipanna reyndist draugaskip Eitt af sjóræningjaskipunum sjö á karfaslóð við lögsögumörkin á Reykjaneshrygg er draugaskip; það er ekki að finna í viðurkenndum skipaskrám. Öll sigla þau hins vegar undir fána Dominíku í Karíbahafinu. Kristján Þ. Jónsson, yfirmaður gæsluframkvæmda, segir verið að kortleggja sjóræningjaveiðarnar og verslun með afla. Innlent 13.10.2005 19:16
Sjö sjóræningjar að veiðum Sjö svokölluð sjóræningjaskip sáust á veiðum á karfaslóð á Reykjaneshrygg í gær þegar flugvél Landhelgisgæslunnar flaug þar yfir. Sjóræningjaskipin eru togarar sem ekki hafa leyfi til veiða á fiskveiðistjórnunarsvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar. Innlent 13.10.2005 19:16
Þyrla sækir vélsleðamann Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir tíu í kvöld vegna vélsleðamanns á Langjökli. Þyrlan lagði af stað 24 mínútur yfir tíu. Maðurinn fór fram af stalli og lenti harkalega. Ekki lá fyrir hve alvarlegt slysið var, en um einhvers konar bakáverka var að ræða og rétt þótti að kalla björgunarþyrluna út. Innlent 13.10.2005 19:16
Sjóræningjaskip á Reykjaneshrygg Flugvél Landhelgisgæslunnar sá sjö sjóræningjaskip að veiðum á karfaslóð á Reykjaneshrygg í dag. Skipin eru skráð á smáeyju í Karabíska hafinu. Innlent 13.10.2005 19:16
Sagði eiginkonu hafa viljað deyja Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Kópavogi í nóvember í fyrra, sagði fyrir dómi í morgun að hún hefði beðið sig að hjálpa sér að deyja. Hann sagði hana ítrekað hafa sagst vilja deyja eftir að hafa verið honum ótrú. Innlent 13.10.2005 19:16
Endurskoðun hafin Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýsti því yfir á fundi með Samtökum um kvennaathvarf, Stígamót og fleiri samtök í gærmorgun að vinna væri hafin við að endurskoða kynferðiskafla almennra hegningarlaga. Innlent 13.10.2005 19:16
Varð bráðkvaddur á báti Maðurinn sem var á bátnum sem hafnaði uppi í fjöru við Stigahlíð í Ísafjarðardjúpi laust fyrir hádegi reyndist látinn þegar björgunarskip komu á vettvang. Samkvæmt lögreglunni í Bolungarvík varð hann bráðkvaddur. Varðskip og tvö björgunarskip fóru á vettvang eftir að það sást í sjálfvirku kerfi tilkynningaskyldunnar að báturinn var kominn upp í fjöru. Báturinn var hann í kjölfarið dreginn til land. Innlent 13.10.2005 19:16
Beið bana í Hvalfirði Karlmaður á þrítugsaldri beið bana í umferðarslysi í Hvalfirði í gærmorgun. Slysið átti sér stað á níunda tímanum þegar flutningabíll og fólksbíll rákust saman. Hinn látni var ökumaður fólksbílsins. Innlent 13.10.2005 19:16
Fær 20 ára fangelsi í Indónesíu Indónesískur dómstóll hefur dæmt hina áströlsku Schapelle Corby í tuttugu ára fangelsi fyrir smygl á fíkniefnum. Corby, sem er 27 ára, var handtekin á flugvellinum í Bali með fjögur kíló af marijúana í október. Hún kveðst saklaus og telur að flugvallarstarfsmenn hafi staðið á bak við smyglið. Innlent 13.10.2005 19:16
Játaði að hafa banað hermanni Scott Ramsey játaði fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag að hafa orðið 33 ára dönskum hermanni að bana á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nóvember í fyrra. Málið var þingfest í héraðsdómi í dag. Innlent 13.10.2005 19:16
Vinnulyfta hrundi af þriðju hæð Vinnulyfta með tveimur mönnum hrundi niður af þriðju hæð á fjölbýlishúsi við Hátún í Reykjavík á tólfta tímanum í dag. Annar mannann náði að halda sér og skríða inn á svalir en hinn féll með lyftunni niður. Hann var fluttur á slysadeild. Ekki er ljóst hversu alvarlega hann er slasaður en þó vitað að hann er beinbrotinn. Innlent 13.10.2005 19:16
Ákærður fyrir að rassskella konu Sævar Óli Helgason er ákærður fyrir að veitast að konu sem lagði fyrir innkeyrsluna hans í fyrrahaust. Hann segir leikskólakennarann hafa vegið að sér kynferðislega og reynt að sparka í punginn á sér, hann hafi því rassskellt hana.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:16
Endurskoða lög um kynferðisbrot Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur falið Ragnheiði Bragadóttir lagaprófessor að semja drög að frumvarpi um breytingar á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Um er að ræða þau ákvæði sem eru um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi. Innlent 13.10.2005 19:16
Björguðu trillu út af Látrabjargi Björgunarsveitin á Patreksfirði bjargaði í morgun sex tonna trillu sem varð aflvana eina og hálfa sjómílu suður af Látrabjargi. Vörður, björgunarbátur félagsins, var kallaður út klukkan sex í morgun og var kominn að bátnum um tveimur klukkustundum síðar og er nú að draga hann til Patreksfjarðar. Innlent 13.10.2005 19:16
Alvarlegt umferðarslys í Hvalfirði Sjúkrabílar og lögregla eru nú á leið í Hvalfjörð, en tilkynnt var um alvarlegt umferðarslys þar. Upplýsingar um slysið eru takmarkaðar en þó er vitað að um árekstur er að ræða. Innlent 13.10.2005 19:16
Miðar við tveggja milljóna árslaun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt að tjón konu, sem var bjargað frá drukknun úr hvolfdri bifreið í Hólmsá árið 2000, sé að fullu bætt með því að miða við tveggja milljóna króna árslaun. Hún gerði kröfu um þriggja milljóna króna viðmið. Konan, sem er tæplega þrítug, hlaut varanlegan heilaskaða og er metin 100 prósent öryrki eftir slysið og getur ekki snúið aftur á almennan vinnumarkað. Innlent 13.10.2005 19:16
Gæsluvarðhaldið framlengt Gæsluvarðhald yfir fylgdarmanni fjögurra kínverskra ungmenna sem komu hingað á leið til Bandaríkjanna á dögunum hefur verið framlengt um viku. Maðurinn er grunaður um skipulagt mansal. Innlent 13.10.2005 19:16
Banaslys í Hvalfirði 24 ára karlmaður beið bana í umferðarslysi í Hvalfirði í morgun. Slysið varð á níunda tímanum þegar flutningabíll og fólksbíll rákust saman skammt hjá Meðalfellsafleggjara í Hvalfirði, sunnan megin, og var flutningabíllinn á leið inn fjörðinn en fólksbíllinn út. Ökumennirnir voru einir í bílunum og var áreksturinn mjög harður og lést ökumaður fólksbílsins. Innlent 13.10.2005 19:16