Sagði eiginkonu hafa viljað deyja 27. maí 2005 00:01 Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Kópavogi í nóvember í fyrra, sagði fyrir dómi í morgun að hún hefði beðið sig að hjálpa sér að deyja. Hann sagði hana ítrekað hafa sagst vilja deyja eftir að hafa verið honum ótrú. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu í morgun. Magnús Einarsson játaði við yfirheyrslur að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en hann er ákærður fyrir að hafa brugðið þvottasnúru um háls hennar og þrengt að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Magnús lýsti m.a. fyrir dómi síðustu helgi þeirra hjóna saman ásamt tveimur ungum börnum þeirra en fram kom að þau hefðu staðið í skilnaði og höfðu reynt að leita sátta með aðstoð prests. Magnús sagði frá því að eiginkona sín hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið honum ótrú í töluverðan tíma og að sér hefði liðið mjög illa. Hann sagðist hafa brugðist við þeim tíðindum með hræðslu og mikilli vanlíðan en hann hefði þó ekki verið reiður. Síðustu helgi þeirra saman hefði hann talið samband þeirra frekar gott en að hann hefði síðan skynjað að hún væri að segja ósatt þegar hún hefði tjáð honum að hún hitti ekki lengur aðra menn. Magnús sagði að síðasta kvöld þeirra saman, eða aðfaranótt 1. nóvember síðastliðinn, þegar þau hefðu ákveðið að vera saman á heimili þeirra í Hamraborg í Kópavogi, hefði hún komið með þvottasnúru um hálsinn í rúmið til hans þar sem hann hefði verið hálfsofandi og beðið hann um að hjálpa sér að deyja þar sem sér liði svo illa, en hann sagði að hún hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið með öðrum manni fyrr um kvöldið. Þá sagðist Magnús fyrir dómnum hafa brugðist við með svo mikilli hræðslu að hann hefði gripið í þvottasnúruna og hert að hálsi hennar en ekki gert sér grein fyrir því hvað hefði gerst fyrr en töluverðu síðar. Fram kom í máli saksóknara að samkvæmt áverkavottorði hefðu verið áverkar á líkinu af eiginkonunni eftir hendur en ekki eingöngu þvottasnúru. Magnús sagðist ekki hafa hugsað rökrétt eftir hinn voveiflega atburð, hann hefði fyrst hringt í prest en ekki dottið strax í hug að hringja í lögregluna. Brotið sem hann er ákærður fyrir varðar allt að ævilöngu fangelsi. Af hálfu barna hjónanna er krafist 14 milljóna króna í skaðabætur en auk þess krefjast foreldrar hinnar látnu þriggja milljóna króna í skaðabætur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Kópavogi í nóvember í fyrra, sagði fyrir dómi í morgun að hún hefði beðið sig að hjálpa sér að deyja. Hann sagði hana ítrekað hafa sagst vilja deyja eftir að hafa verið honum ótrú. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu í morgun. Magnús Einarsson játaði við yfirheyrslur að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en hann er ákærður fyrir að hafa brugðið þvottasnúru um háls hennar og þrengt að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Magnús lýsti m.a. fyrir dómi síðustu helgi þeirra hjóna saman ásamt tveimur ungum börnum þeirra en fram kom að þau hefðu staðið í skilnaði og höfðu reynt að leita sátta með aðstoð prests. Magnús sagði frá því að eiginkona sín hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið honum ótrú í töluverðan tíma og að sér hefði liðið mjög illa. Hann sagðist hafa brugðist við þeim tíðindum með hræðslu og mikilli vanlíðan en hann hefði þó ekki verið reiður. Síðustu helgi þeirra saman hefði hann talið samband þeirra frekar gott en að hann hefði síðan skynjað að hún væri að segja ósatt þegar hún hefði tjáð honum að hún hitti ekki lengur aðra menn. Magnús sagði að síðasta kvöld þeirra saman, eða aðfaranótt 1. nóvember síðastliðinn, þegar þau hefðu ákveðið að vera saman á heimili þeirra í Hamraborg í Kópavogi, hefði hún komið með þvottasnúru um hálsinn í rúmið til hans þar sem hann hefði verið hálfsofandi og beðið hann um að hjálpa sér að deyja þar sem sér liði svo illa, en hann sagði að hún hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið með öðrum manni fyrr um kvöldið. Þá sagðist Magnús fyrir dómnum hafa brugðist við með svo mikilli hræðslu að hann hefði gripið í þvottasnúruna og hert að hálsi hennar en ekki gert sér grein fyrir því hvað hefði gerst fyrr en töluverðu síðar. Fram kom í máli saksóknara að samkvæmt áverkavottorði hefðu verið áverkar á líkinu af eiginkonunni eftir hendur en ekki eingöngu þvottasnúru. Magnús sagðist ekki hafa hugsað rökrétt eftir hinn voveiflega atburð, hann hefði fyrst hringt í prest en ekki dottið strax í hug að hringja í lögregluna. Brotið sem hann er ákærður fyrir varðar allt að ævilöngu fangelsi. Af hálfu barna hjónanna er krafist 14 milljóna króna í skaðabætur en auk þess krefjast foreldrar hinnar látnu þriggja milljóna króna í skaðabætur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira