Lög og regla Hálfs árs fangelsi fyrir árás með öxi Karlmaður var í dag dæmdur í hálfs árs fangelsi, þar sem fjórir mánuðir eru skilorðsbundnir, fyrir að hafa að slegið annan mann í höfuði með öxi og fyrir að hafa brugðið hníf að andliti hans. Innlent 30.10.2006 16:30 Fannst látinn í Dyrdal Maðurinn sem fannst látinn í Dyrdal vestan við Nesjavallavirkjun um miðnætti í nótt hét Jóhann Haraldsson, til heimilis að Reyrhaga 18 á Selfoss. Innlent 30.10.2006 14:38 Á 158 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi Liðlega sautján ára pilts bíður ökuleyfissvipting og 60 þúsund króna sekt eftir að hann var tekinn fyrir að hafa ekið á 158 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi um helgina. Innlent 30.10.2006 13:48 Fannst látinn vestan Nesjavallavirkjunar Rúmlega fertugur karlmaður virðist hafa orðið úti í Dyrdal vestan við Nesjavallavirkjun á fimmtudag en björgunarsveitarmenn fundu líkið af honum um miðnætti í nótt. Innlent 30.10.2006 10:15 Lögreglan lýsir eftir manni Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Jóhanni Haraldssyni. Síðast er vitað um ferðir Jóhanns á Selfossi s.l. fimmtudag, 26.10. um miðjan dag. Hann var þá á fólksbifreið sem síðar fannst yfirgefin á Nesjavallarvegi. Líklegt er talið að Jóhann hafi yfirgefið bifreið sína þarna á fimmtudag. Jóhann er um 1.70 sm á hæð grannur dökk skolhærður með alskegg, talinn klæddur í ljósa og dökka úlpu og dökkar buxur. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um ferðir Jóhanns eftir miðjan dag s.l. fimmtudag eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Selfoss í síma 480 1010. Innlent 29.10.2006 22:13 Héraðsdómur vísar frá kröfu ÖBÍ Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu Öryrkjabandalags Íslands vegna meintra vanefnda á samkomulagi sem stjórnvöld og bandalagið gerðu árið 2003. Lögmaður Öryrkjabandalagsins telur líklegt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Innlent 27.10.2006 12:05 Fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni á sex ára tímabili, eða þegar hún var átta ára og þar til hún var fjórtán ára. Með þessu staðfesti rétturinn dóm hérðasdóms. Innlent 26.10.2006 16:57 Lést í slysi á Vopnafirði Fullorðin kona lést þegar bíll hennar fór fram af klettum við heilsugælsustöðina í Vopnafirði og hafnaði út í sjó um klukkan ellefu í morgun. 30-40 menn frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitinni Vopna á Vopnafirði voru kallaðir á vettvang og notuðu þeir bæði slöngubáta og björgunaskip við leit að konunni. Innlent 26.10.2006 14:43 Margir karlar sektaðir fyrir að tala í farsíma við akstur Lögreglan í Reykjavík telur sig hafa sýnt fram á það að karlar tali mikið í síma ekki síður en konur. Í frétt á vef lögreglunnar kemur fram að við umferðareftirlit í Reykjavík í gær hafi á annan tug ökumanna verði stöðvaður þar sem hann talaði í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Stærstur hluti þeirra, eða liðlega 90 prósent, voru karlmenn. Innlent 25.10.2006 14:58 Tekinn ölvaður með barn sitt í bílnum Lögreglan í Reykjavík hafði í gær afskipti af ölvuðum ökumanni sem var með barn sitt í bílnum og reyndist þar að auki ökuréttindalaus. Maðurinn hafði ekið á umferðarskilti og forðað sér af vettvangi en eftir ábendingu tókst lögreglu að ná manningum og kom þá í ljós að ellefu ára sonur mannsins sat í framsæti bifreiðarinnar. Innlent 25.10.2006 13:32 Humarþjófnaður upplýstur Lögreglan í Keflavík hefur upplýst þjófnað á hátt í tonni af humri úr geymslugámi við fiskvinnslufyrirtæki í Njarðvík. Þó er sá fyrirvari að tveir menn, sem hafa játað á sig þjófnaðinn, segjat hafa stolið talsvert minnu en eigandinn segist sakna. Innlent 25.10.2006 12:11 Gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi Grunnskólakennari á Akranesi, sem var vísað úr starfi eftir að barnaklám fannst í fórum hans, gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi. Innlent 25.10.2006 12:08 Fannst í gegnum kerfi INTERPOL og Schengen Karlmaður sem í gær var dæmdur í 11 mánaða fangelsi fyrir að hafa skallað lögreglumann í höfuðið og hótað þremur lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi og lífláti var handtekinn í Kaupmannahöfn fyrir tveimur vikum eftir lögreglusamvinnu á alþjóðavettvangi. Innlent 25.10.2006 09:19 Hálfs árs dómur fyrir sölu og vörslu fíkniefna og umferðarlagabrot Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í hálfs árs fangelsi fyrir sölu og vörslu fíkniefna og fyrir að hafa ekið bíl ítrekað án ökuréttinda. Innlent 24.10.2006 14:16 Fylgjast sérstaklega með bílbeltanotkun Algengustu brotin í umferðinni í Reykjavík í gær voru að ökumenn eða farþegar notuðu ekki öryggisbelti. Lögreglumenn á Suðvesturlandi munu næstu daga skoða sérstaklega hvort þau eru notuð en sektir liggja við að nota þau ekki. Innlent 24.10.2006 13:55 Fimm mánuðir fyrir fíkniefnabrot Tuttugu og fimm ár karlmaður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn var handtekinn eftir að lögregla fann um 80 grömm af amfetamíni og 235 grömm af hassi í fórum hans við húsleit. Innlent 24.10.2006 13:49 Ellefu mánaða fangelsi fyrir ofbeldi og hótanir gegn lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir að skalla lögreglumann og hóta þremur lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi og lífláti. Innlent 24.10.2006 13:26 Málsmeðferðartími efnahagsbrotadeildar of langur Málsmeðferðartími hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannaríkjunum og það eiga íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt á Ríkislögreglustjóra. Ríkisendurskoðun leggur til aukna samvinnu Ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra í rannsókn alvarlegra skattalagbrota. Innlent 24.10.2006 12:14 Sektaðir fyrir að landa fram hjá vigt Héraðdómur Reykjaness hefur dæmt tvo menn og útgerðarfyrirtæki á Reykjanesi til að greiða samtals 1,1 milljón króna í sekt fyrir að landa um sex tonnum af þorski fram hjá vigt fyrr á þessu ári. Innlent 24.10.2006 11:35 Brotist inn í húsnæði Rauða krossins í Hveragerði Brotist var inn í aðstöðu Rauða krossins í Hveragerði í nótt og þaðan meðal annars stolið fartölvu, skjávarpa og netsímatæki. Segir á vef lögreglunnar að hugsanlega hafi einhverju fleiru verið stolið en verið sé að fara yfir það. Innlent 23.10.2006 13:01 Ísafjarðarbær dæmdur til að greiða bætur vegna skíðaslyss Hæstiréttur dæmdi í dag Ísafjarðarbæ til að greiða manni um sex milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir í skíðaferð á vegum Súðavíkurskóla á skíðasvæði bæjarins í Tungudal árið 2002. Sneri hann að hluta til við dómi héraðdóms sem hafði sýknað Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp vegna slyssins. Innlent 19.10.2006 17:19 Mildar dóm yfir Landssímamönnum Hæstiréttur hefur mildað dóm Héraðsdóms yfir fjórum mönnum sem gefið var að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda hjá einu eða fleiri af fimm hlutafélögum, þar á meðal Japís og Planet Reykjavík. Innlent 19.10.2006 16:57 Sérsveit kölluð út vegna vopnaðs manns á Siglufirði Sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út skömmu eftir miðnætti í gær vegna ölvaðs og vopnaðs manns í heimahúsi á Siglufirði. Þegar sérsveitin kom á staðinn um klukkan tvö hafði maðurinn skotið þremur skotum úr haglabyssu án þess að nokkur yrði fyrir skaða. Innlent 19.10.2006 11:10 Íslenska ríkið sýknað af kröfu fyrrverandi fanga Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabóta- og miskabóta kröfu manns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir þegar hann var fluttur hingað til lands frá Danmörku til að afplána eftirstöðvar dóms sem hann hlaut í Danmörku. Innlent 18.10.2006 15:20 Ellefu teknir vegna fíkniefnamála í gær og nótt Ellefu einstaklingar komu við sögu í fimm óskyldum fíkniefnamálum hjá lögreglunni í Reykjavík í gær og nótt. Fram kemur á vef lögreglunnar að hálffertugur karlmaður hafi í gærmorgun verið færður á lögreglustöð eftir að ætluð fíkniefni fundust í híbýlum hans. Innlent 18.10.2006 14:06 Önnur konan alvarlega slösuð Ekið var á tvær gangandi konur á Miklubraut í Reykjavík í morgun og er önnur alvarlega slösuð. Fyrst var ekið á konu um þrítugt á gatnamótunum við Kringlumýrarbraut og meiddist hún á síðu og hálsi. Tildrög liggja ekki fyrir en hún var flutt í sjúkrabíl á slysadeild. Innlent 18.10.2006 12:07 240 sektaðir fyrir hraðakstur á Hringbraut 240 ökumenn eiga sekt yfir höfði sér fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða á Hringbrautinni í gær og fyrradag. Fram kemur á vef lögreglunnar að brot þeirra hafi náðst á löggæslumyndavél á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Innlent 18.10.2006 11:33 Slapp út úr bíl eftir að hafa ekið út í sjó Einn maður komst af sjálfsdáðum út úr bíl sínum eftir að honum var ekið út í sjó við Geirsnef við Elliðaárnar um kl. 15 í dag. Tildrög slyssins eru ókunn en mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði og lögreglu og voru bæði kafarar og bátur sendir á vettvang. Ökumaður ók ekki á miklum hraða og var ekki ölvaður. Vegfarandi kastaði sér út í árnar til að bjarga manninum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samskonar slys verður á þessum stað. Innlent 17.10.2006 15:53 Fangar á Skólavörðustíg hóta hungurverkfalli Fangar í hegningarhúsinu á Skólavörðustíg hafa sent fangelsisyfirvöldum bréf þar sem þeir krefjast úrbóta á aðstöðu fanga sem þar dvelja. Fangarnir gagnrýna matinn sem þeir fá í fangelsinu auk sem þeir krefjast þess að aðstaða þeirra verði bætt, eins og loftræsting í fangelsinu. Innlent 16.10.2006 14:04 Lögðu hald á kannabisplöntur og marijúana í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði handtók í gær tvo menn eftir að hún lagði hald á um 170 kannabisplöntur og nokkur kíló af niðurskornu marijúana í iðnaðarhúsnæði í bænum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að stærsta kannabisplantan hafi verið um 190 sentímetra há en ekki er búið að vigta fíkniefnin. Gera má ráð fyrir að um sé að ræða á annan tug kílóa af marijúna. Innlent 16.10.2006 13:50 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 120 ›
Hálfs árs fangelsi fyrir árás með öxi Karlmaður var í dag dæmdur í hálfs árs fangelsi, þar sem fjórir mánuðir eru skilorðsbundnir, fyrir að hafa að slegið annan mann í höfuði með öxi og fyrir að hafa brugðið hníf að andliti hans. Innlent 30.10.2006 16:30
Fannst látinn í Dyrdal Maðurinn sem fannst látinn í Dyrdal vestan við Nesjavallavirkjun um miðnætti í nótt hét Jóhann Haraldsson, til heimilis að Reyrhaga 18 á Selfoss. Innlent 30.10.2006 14:38
Á 158 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi Liðlega sautján ára pilts bíður ökuleyfissvipting og 60 þúsund króna sekt eftir að hann var tekinn fyrir að hafa ekið á 158 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi um helgina. Innlent 30.10.2006 13:48
Fannst látinn vestan Nesjavallavirkjunar Rúmlega fertugur karlmaður virðist hafa orðið úti í Dyrdal vestan við Nesjavallavirkjun á fimmtudag en björgunarsveitarmenn fundu líkið af honum um miðnætti í nótt. Innlent 30.10.2006 10:15
Lögreglan lýsir eftir manni Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Jóhanni Haraldssyni. Síðast er vitað um ferðir Jóhanns á Selfossi s.l. fimmtudag, 26.10. um miðjan dag. Hann var þá á fólksbifreið sem síðar fannst yfirgefin á Nesjavallarvegi. Líklegt er talið að Jóhann hafi yfirgefið bifreið sína þarna á fimmtudag. Jóhann er um 1.70 sm á hæð grannur dökk skolhærður með alskegg, talinn klæddur í ljósa og dökka úlpu og dökkar buxur. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um ferðir Jóhanns eftir miðjan dag s.l. fimmtudag eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Selfoss í síma 480 1010. Innlent 29.10.2006 22:13
Héraðsdómur vísar frá kröfu ÖBÍ Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af kröfu Öryrkjabandalags Íslands vegna meintra vanefnda á samkomulagi sem stjórnvöld og bandalagið gerðu árið 2003. Lögmaður Öryrkjabandalagsins telur líklegt að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Innlent 27.10.2006 12:05
Fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni á sex ára tímabili, eða þegar hún var átta ára og þar til hún var fjórtán ára. Með þessu staðfesti rétturinn dóm hérðasdóms. Innlent 26.10.2006 16:57
Lést í slysi á Vopnafirði Fullorðin kona lést þegar bíll hennar fór fram af klettum við heilsugælsustöðina í Vopnafirði og hafnaði út í sjó um klukkan ellefu í morgun. 30-40 menn frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitinni Vopna á Vopnafirði voru kallaðir á vettvang og notuðu þeir bæði slöngubáta og björgunaskip við leit að konunni. Innlent 26.10.2006 14:43
Margir karlar sektaðir fyrir að tala í farsíma við akstur Lögreglan í Reykjavík telur sig hafa sýnt fram á það að karlar tali mikið í síma ekki síður en konur. Í frétt á vef lögreglunnar kemur fram að við umferðareftirlit í Reykjavík í gær hafi á annan tug ökumanna verði stöðvaður þar sem hann talaði í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Stærstur hluti þeirra, eða liðlega 90 prósent, voru karlmenn. Innlent 25.10.2006 14:58
Tekinn ölvaður með barn sitt í bílnum Lögreglan í Reykjavík hafði í gær afskipti af ölvuðum ökumanni sem var með barn sitt í bílnum og reyndist þar að auki ökuréttindalaus. Maðurinn hafði ekið á umferðarskilti og forðað sér af vettvangi en eftir ábendingu tókst lögreglu að ná manningum og kom þá í ljós að ellefu ára sonur mannsins sat í framsæti bifreiðarinnar. Innlent 25.10.2006 13:32
Humarþjófnaður upplýstur Lögreglan í Keflavík hefur upplýst þjófnað á hátt í tonni af humri úr geymslugámi við fiskvinnslufyrirtæki í Njarðvík. Þó er sá fyrirvari að tveir menn, sem hafa játað á sig þjófnaðinn, segjat hafa stolið talsvert minnu en eigandinn segist sakna. Innlent 25.10.2006 12:11
Gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi Grunnskólakennari á Akranesi, sem var vísað úr starfi eftir að barnaklám fannst í fórum hans, gæti átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsi. Innlent 25.10.2006 12:08
Fannst í gegnum kerfi INTERPOL og Schengen Karlmaður sem í gær var dæmdur í 11 mánaða fangelsi fyrir að hafa skallað lögreglumann í höfuðið og hótað þremur lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi og lífláti var handtekinn í Kaupmannahöfn fyrir tveimur vikum eftir lögreglusamvinnu á alþjóðavettvangi. Innlent 25.10.2006 09:19
Hálfs árs dómur fyrir sölu og vörslu fíkniefna og umferðarlagabrot Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í hálfs árs fangelsi fyrir sölu og vörslu fíkniefna og fyrir að hafa ekið bíl ítrekað án ökuréttinda. Innlent 24.10.2006 14:16
Fylgjast sérstaklega með bílbeltanotkun Algengustu brotin í umferðinni í Reykjavík í gær voru að ökumenn eða farþegar notuðu ekki öryggisbelti. Lögreglumenn á Suðvesturlandi munu næstu daga skoða sérstaklega hvort þau eru notuð en sektir liggja við að nota þau ekki. Innlent 24.10.2006 13:55
Fimm mánuðir fyrir fíkniefnabrot Tuttugu og fimm ár karlmaður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn var handtekinn eftir að lögregla fann um 80 grömm af amfetamíni og 235 grömm af hassi í fórum hans við húsleit. Innlent 24.10.2006 13:49
Ellefu mánaða fangelsi fyrir ofbeldi og hótanir gegn lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir að skalla lögreglumann og hóta þremur lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi og lífláti. Innlent 24.10.2006 13:26
Málsmeðferðartími efnahagsbrotadeildar of langur Málsmeðferðartími hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannaríkjunum og það eiga íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt á Ríkislögreglustjóra. Ríkisendurskoðun leggur til aukna samvinnu Ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra í rannsókn alvarlegra skattalagbrota. Innlent 24.10.2006 12:14
Sektaðir fyrir að landa fram hjá vigt Héraðdómur Reykjaness hefur dæmt tvo menn og útgerðarfyrirtæki á Reykjanesi til að greiða samtals 1,1 milljón króna í sekt fyrir að landa um sex tonnum af þorski fram hjá vigt fyrr á þessu ári. Innlent 24.10.2006 11:35
Brotist inn í húsnæði Rauða krossins í Hveragerði Brotist var inn í aðstöðu Rauða krossins í Hveragerði í nótt og þaðan meðal annars stolið fartölvu, skjávarpa og netsímatæki. Segir á vef lögreglunnar að hugsanlega hafi einhverju fleiru verið stolið en verið sé að fara yfir það. Innlent 23.10.2006 13:01
Ísafjarðarbær dæmdur til að greiða bætur vegna skíðaslyss Hæstiréttur dæmdi í dag Ísafjarðarbæ til að greiða manni um sex milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir í skíðaferð á vegum Súðavíkurskóla á skíðasvæði bæjarins í Tungudal árið 2002. Sneri hann að hluta til við dómi héraðdóms sem hafði sýknað Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp vegna slyssins. Innlent 19.10.2006 17:19
Mildar dóm yfir Landssímamönnum Hæstiréttur hefur mildað dóm Héraðsdóms yfir fjórum mönnum sem gefið var að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda hjá einu eða fleiri af fimm hlutafélögum, þar á meðal Japís og Planet Reykjavík. Innlent 19.10.2006 16:57
Sérsveit kölluð út vegna vopnaðs manns á Siglufirði Sérsveit Ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út skömmu eftir miðnætti í gær vegna ölvaðs og vopnaðs manns í heimahúsi á Siglufirði. Þegar sérsveitin kom á staðinn um klukkan tvö hafði maðurinn skotið þremur skotum úr haglabyssu án þess að nokkur yrði fyrir skaða. Innlent 19.10.2006 11:10
Íslenska ríkið sýknað af kröfu fyrrverandi fanga Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabóta- og miskabóta kröfu manns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir þegar hann var fluttur hingað til lands frá Danmörku til að afplána eftirstöðvar dóms sem hann hlaut í Danmörku. Innlent 18.10.2006 15:20
Ellefu teknir vegna fíkniefnamála í gær og nótt Ellefu einstaklingar komu við sögu í fimm óskyldum fíkniefnamálum hjá lögreglunni í Reykjavík í gær og nótt. Fram kemur á vef lögreglunnar að hálffertugur karlmaður hafi í gærmorgun verið færður á lögreglustöð eftir að ætluð fíkniefni fundust í híbýlum hans. Innlent 18.10.2006 14:06
Önnur konan alvarlega slösuð Ekið var á tvær gangandi konur á Miklubraut í Reykjavík í morgun og er önnur alvarlega slösuð. Fyrst var ekið á konu um þrítugt á gatnamótunum við Kringlumýrarbraut og meiddist hún á síðu og hálsi. Tildrög liggja ekki fyrir en hún var flutt í sjúkrabíl á slysadeild. Innlent 18.10.2006 12:07
240 sektaðir fyrir hraðakstur á Hringbraut 240 ökumenn eiga sekt yfir höfði sér fyrir að aka yfir leyfilegum hámarkshraða á Hringbrautinni í gær og fyrradag. Fram kemur á vef lögreglunnar að brot þeirra hafi náðst á löggæslumyndavél á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Innlent 18.10.2006 11:33
Slapp út úr bíl eftir að hafa ekið út í sjó Einn maður komst af sjálfsdáðum út úr bíl sínum eftir að honum var ekið út í sjó við Geirsnef við Elliðaárnar um kl. 15 í dag. Tildrög slyssins eru ókunn en mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði og lögreglu og voru bæði kafarar og bátur sendir á vettvang. Ökumaður ók ekki á miklum hraða og var ekki ölvaður. Vegfarandi kastaði sér út í árnar til að bjarga manninum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samskonar slys verður á þessum stað. Innlent 17.10.2006 15:53
Fangar á Skólavörðustíg hóta hungurverkfalli Fangar í hegningarhúsinu á Skólavörðustíg hafa sent fangelsisyfirvöldum bréf þar sem þeir krefjast úrbóta á aðstöðu fanga sem þar dvelja. Fangarnir gagnrýna matinn sem þeir fá í fangelsinu auk sem þeir krefjast þess að aðstaða þeirra verði bætt, eins og loftræsting í fangelsinu. Innlent 16.10.2006 14:04
Lögðu hald á kannabisplöntur og marijúana í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði handtók í gær tvo menn eftir að hún lagði hald á um 170 kannabisplöntur og nokkur kíló af niðurskornu marijúana í iðnaðarhúsnæði í bænum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að stærsta kannabisplantan hafi verið um 190 sentímetra há en ekki er búið að vigta fíkniefnin. Gera má ráð fyrir að um sé að ræða á annan tug kílóa af marijúna. Innlent 16.10.2006 13:50
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent