Lög og regla Lithái dæmdur í farbann Hæstiréttur dæmdi í dag Litháa í farbann til 18. maí. Maðurinn kom hingað til lands með Norrænu í byrjun mars en hann er eftirlýstur af þýsku lögreglunni og talinn tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í Þýskalandi og Litháen. Í lok mars barst framsalsbeiðni frá þýskum dómsmálayfirvöldum en maðurinn er sakaður um að hafa flutt fíkniefni og falsaða peninga til Þýskalands auk innbrota og þjófnaða. Innlent 13.10.2005 19:07 Skaðabótamál Vatnsbera tekið fyrir Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag skaðabótamál sem Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, betur þekktur sem Vatnsberinn, höfðaði meðal annars á hendur Fangelsismálastofnun og íslenska ríkinu vegna árásar sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni árið 2002. Innlent 13.10.2005 19:07 Flutningabíll valt í Námaskarði Ökumaður slasaðist, en þó ekki alvarlega, þegar stór flutningabíll með tengivagni sem flutti tvo lestaða fiskigáma valt í Námaskarði í Mývatnssveit í gær. Ökumaðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hans. Bíllinn var á leið frá Seyðisfirði til Dalvíkur þegar slysið varð í krappri beygju þar sem annar flutningabíll valt nýverið. Innlent 13.10.2005 19:06 Eldur í timburhúsi í Eyjum Elds varð vart í tvílyftu timburhúsi í Vestmannaeyjum undir kvöldið í gær og var þegar kallað á slökkviliðið. Húsráðendur voru ekki heima en verulegar skemmdir urðu á húsinu af völdum elds, reyks og vatns. Hugsanlegt er talið að eldurinn hafi kviknað út frá eldavél. Innlent 13.10.2005 19:06 Segjast saklausir af nánast öllu Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast sýknu af nánast öllum ákæruliðum. Verjandi eins þeirra segir hægt að hugsa sér verri meðferð á líki en hafi verið í þessu tilfelli og verjandi annars segir að fyrst fórnarlambinu hafi ekki verið ljós sú lífshætta sem við blasti hafi sakborningum ekki átt að vera hún ljós. Innlent 13.10.2005 19:07 Ráðist á lækni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á laugardag fyrir að ráðast á annan mann á föstudag og misþyrma honum. Árásarmaðurinn sat fyrir manninum við heimili hans og barði hann meðal annars í höfuðið. Innlent 13.10.2005 19:06 Teknir á 157 og 148 km hraða Tveir voru teknir fyrir ofsaakstur í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum í nótt. Báðir voru teknir skammt frá Egilsstöðum. Annar ók á 157 kílómetra hraða en hinn á 148 kílómetra hraða. Ökumennirnir mega búast við því að verða sviptir ökuréttindum. Innlent 13.10.2005 19:06 Líklega íkveikja við Mýrargötu Talið er líklegt að kveikt hafi verið í húsinu sem logaði við Mýrargötu á hafnarsvæði Reykjavíkur seint í gærkvöldi. Töluverður tími fór í að leita að fólki í húsinu sem reyndist svo vera mannlaust. Innlent 13.10.2005 19:06 Gæsluvarðhald fyrir líkamsárás Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur fyrir að ráðast á annan mann á föstudag og misþyrma honum. Að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns er maðurinn sem varð fyrir ofbeldinu læknir og hefur meðal annars sinnt úrskurðarmálum af ýmsu tagi fyrir lögregluna. Innlent 13.10.2005 19:06 Mikill eldur í húsi við Mýrargötu Allt tiltækt slökkvilið var kvatt að Mýrargötu 26 skömmu fyrir miðnætti. Tilkynnt var um töluverðan eld og stóðu logar út um glugga þegar slökkvilið kom á staðinn. Ein íbúð var í húsinu en ekki var vitað hvort einhver var í húsinu. Innlent 13.10.2005 19:06 Á 158 kílómetra hraða Talsvert var um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum um helgina. Alls voru um tíu ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, þeir sem hraðast fóru voru á 147 og 158 kílómetra hraða. Innlent 13.10.2005 19:06 Stendur ekki í leðjuslag "Nú bíðum við niðurstöðu frá sýslumanni vegna lögbannskröfu okkar og þangað til hún kemur tel ég ekki ráðlegt að standa í leðjuslag vegna þessa máls," segir Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás Eins. Innlent 13.10.2005 19:06 Réðust með kylfum á varnarliðsmenn Hópur Íslendinga réðst með kylfum að tveimur varnarliðsmönnum í Keflavík í fyrrinótt. Varnarliðsmennirnir voru staddir á Hafnargötu um fjögurleytið um nóttina og flúðu undan árásarmönnunum inn á skemmtistaðinn Traffic. Annar þeirra hlaut töluverða áverka í andliti og var bólginn eftir, auk þess sem tönn hafði brotnað. Innlent 13.10.2005 19:06 Bílvelta í Námaskarði Bílstjóri var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir að flutningabíll sem hann ók valt í Námaskarði í Mývatnssveit um miðjan gærdag. Innlent 13.10.2005 19:06 Þynging dóma ekki lausn "Með þyngingu dóma er líklegt að starf lögreglunnar verði mun erfiðara og hættulegra en nú er," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:06 Ölvaður og ók niður skilti Tveir voru teknir ölvaðir við akstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í nótt. Annar hafði ekið niður umferðarskilti við hringtorgið á gatnamótum Fossheiði og Tryggvagötu og reyndist hann ölvaður þegar lögreglan kom á staðinn. Hinn var tekinn við reglubundið eftirlit á Eyrarbakkavegi. Innlent 13.10.2005 19:06 Ölvaður bílþjófur á Reykjanesbraut Drukkinn bílþjófur, sem stal bifreið í Keflavík í nótt, náðist skömmu síðar á Reykjanesbrautinni eftir að hafa rásað þar á milli vegarhelminga. Lögreglu barst tilkynning um bílstuldinn um fjögurleytið í nótt en eigandinn hafði brugðið sér frá og skilið bílinn eftir í gangi. Innlent 13.10.2005 19:06 Barni bjargað af botni vatns Um miðjan dag í gær var barni bjargað úr Þingvallavatni. Foreldrarnir litu af þriggja ára gömlu barni sínu andartak og rölti það að árbakkanum. Við leit fannst barnið á botninum. Innlent 13.10.2005 19:06 Ekki staðist fyrir Hæstarétti Fyrri ákvarðanir Hæstaréttar, sem sýna að gæsluvarðhald er ekki auðsótt á grundvelli almannahagsmuna, er ástæða þess að sýslumannsembættið á Akureyri krafðist ekki gæsluvarðhalds á þeim forsendum yfir tveimur mönnum sem skutu á pilt með loftbyssu á Vaðlaheiði. Innlent 13.10.2005 19:06 Afsöguð haglabyssa í skottinu Ein kona og tveir karlmenn voru handtekin eftir að afsöguð haglabyssa fannst falin í bílskotti fyrir hádegi í gær. Eins fannst lítilræði af kannabisefnum við húsleit á Eyrarbakka heima hjá öðrum manninum. Innlent 13.10.2005 19:06 Bílvelta í höfuðborginni Maður í annarlegu ástandi missti stjórn á bíl sínum og velti á Reykjanesbraut á móts við Breiðholtsbraut í nótt. Hann slapp með minniháttar meiðsl en stórskemmdi bílinn. Innlent 13.10.2005 19:06 Kannabisefni finnast við húsleit Fernt var handtekið í gærkvöldi eftir að húsleit var gerð í sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu. Lögreglan á Selfossi hafði fengið húsleitarheimild og fannst nokkurt magn af kannabisefnum í leitinni. Innlent 13.10.2005 19:06 Fjölskyldan flúin af heimilinu Móðir sautján ára pilts sem varð fyrir skotárás á Vaðlaheiði um síðustu helgi segir skelfilegt að hugsa til þess að árásarmönnunum hafi verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir hafi verið á skilorði þegar árásin var framin. Öll fjölskyldan sé dauðhrædd og hafi yfirgefið heimili sitt. Innlent 13.10.2005 19:06 Skilorð fyrir smáþjófnað 24 ára gamall maður var í gær dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dóminn, sem er skilorðsbundinn í þrjú ár, hlaut maðurinn fyrir að hafa í maíbyrjun í fyrra stolið Dewalt-borvél, rafhlöðu og hleðslutæki. Innlent 13.10.2005 19:06 Niðurstaða sem beðið hefur verið "Þarna er um mikinn áfangasigur að ræða sem við innan verkalýðshreyfingarinnar höfum lengi beðið eftir," segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samráðsnefndar iðn- og verkalýðsfélaganna sem starfa við Kárahnjúka. Innlent 13.10.2005 19:06 Nauðgunarfórnarlambi vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýnir lögregluna í Reykjavík og telur ámælisvert að hún skuli ekki hafa, í nóvember síðastliðnum, tekið á móti nauðgunarkæru konu þegar í stað, eins og henni hafi borið að gera. Innlent 13.10.2005 19:06 Ámælisvert að taka ekki við kæru Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýnir að Lögreglan í Reykjavík skyldi ekki samdægurs taka við kæru vegna nauðgunar og bera við vegna manneklu sökum námskeiðahalds. Innlent 13.10.2005 19:06 Þrjú fíkniefnamál á sólarhring Þrjú fíkniefnamál komu upp á Suðurnesjum frá því í fyrrakvöld og þar til í gærkvöld. Hald var lagt á amfetamín í öllum tilvikum en önnur efni fundust ekki. Innlent 13.10.2005 19:05 Brasilísk kona í 2 ára fangelsi Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 26 ára brasilíska konu í tveggja ára fangelsi fyrir að smygla til landsins 860 grömmum af kókaíni og tæplega 11 grömmum af LSD í desember í fyrra. Konan faldi fíkniefnin innanklæða og í leggöngum en efnin fundust við líkamsleit á Keflavíkurflugvelli. Hún var handtekin og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Innlent 13.10.2005 19:06 Fjórði maðurinn handtekinn Lögreglan á Akureyri hefur handtekið fjórða manninn í tengslum við rannsókn á stóru fíkniefnamáli sem upp kom fyrir viku. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og eru nú þrír í varðhaldi vegna málsins en einum hefur verið sleppt. Innlent 13.10.2005 19:05 « ‹ 71 72 73 74 75 76 77 78 79 … 120 ›
Lithái dæmdur í farbann Hæstiréttur dæmdi í dag Litháa í farbann til 18. maí. Maðurinn kom hingað til lands með Norrænu í byrjun mars en hann er eftirlýstur af þýsku lögreglunni og talinn tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í Þýskalandi og Litháen. Í lok mars barst framsalsbeiðni frá þýskum dómsmálayfirvöldum en maðurinn er sakaður um að hafa flutt fíkniefni og falsaða peninga til Þýskalands auk innbrota og þjófnaða. Innlent 13.10.2005 19:07
Skaðabótamál Vatnsbera tekið fyrir Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag skaðabótamál sem Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, betur þekktur sem Vatnsberinn, höfðaði meðal annars á hendur Fangelsismálastofnun og íslenska ríkinu vegna árásar sem hann varð fyrir á Litla-Hrauni árið 2002. Innlent 13.10.2005 19:07
Flutningabíll valt í Námaskarði Ökumaður slasaðist, en þó ekki alvarlega, þegar stór flutningabíll með tengivagni sem flutti tvo lestaða fiskigáma valt í Námaskarði í Mývatnssveit í gær. Ökumaðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem gert var að sárum hans. Bíllinn var á leið frá Seyðisfirði til Dalvíkur þegar slysið varð í krappri beygju þar sem annar flutningabíll valt nýverið. Innlent 13.10.2005 19:06
Eldur í timburhúsi í Eyjum Elds varð vart í tvílyftu timburhúsi í Vestmannaeyjum undir kvöldið í gær og var þegar kallað á slökkviliðið. Húsráðendur voru ekki heima en verulegar skemmdir urðu á húsinu af völdum elds, reyks og vatns. Hugsanlegt er talið að eldurinn hafi kviknað út frá eldavél. Innlent 13.10.2005 19:06
Segjast saklausir af nánast öllu Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast sýknu af nánast öllum ákæruliðum. Verjandi eins þeirra segir hægt að hugsa sér verri meðferð á líki en hafi verið í þessu tilfelli og verjandi annars segir að fyrst fórnarlambinu hafi ekki verið ljós sú lífshætta sem við blasti hafi sakborningum ekki átt að vera hún ljós. Innlent 13.10.2005 19:07
Ráðist á lækni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á laugardag fyrir að ráðast á annan mann á föstudag og misþyrma honum. Árásarmaðurinn sat fyrir manninum við heimili hans og barði hann meðal annars í höfuðið. Innlent 13.10.2005 19:06
Teknir á 157 og 148 km hraða Tveir voru teknir fyrir ofsaakstur í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum í nótt. Báðir voru teknir skammt frá Egilsstöðum. Annar ók á 157 kílómetra hraða en hinn á 148 kílómetra hraða. Ökumennirnir mega búast við því að verða sviptir ökuréttindum. Innlent 13.10.2005 19:06
Líklega íkveikja við Mýrargötu Talið er líklegt að kveikt hafi verið í húsinu sem logaði við Mýrargötu á hafnarsvæði Reykjavíkur seint í gærkvöldi. Töluverður tími fór í að leita að fólki í húsinu sem reyndist svo vera mannlaust. Innlent 13.10.2005 19:06
Gæsluvarðhald fyrir líkamsárás Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur fyrir að ráðast á annan mann á föstudag og misþyrma honum. Að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns er maðurinn sem varð fyrir ofbeldinu læknir og hefur meðal annars sinnt úrskurðarmálum af ýmsu tagi fyrir lögregluna. Innlent 13.10.2005 19:06
Mikill eldur í húsi við Mýrargötu Allt tiltækt slökkvilið var kvatt að Mýrargötu 26 skömmu fyrir miðnætti. Tilkynnt var um töluverðan eld og stóðu logar út um glugga þegar slökkvilið kom á staðinn. Ein íbúð var í húsinu en ekki var vitað hvort einhver var í húsinu. Innlent 13.10.2005 19:06
Á 158 kílómetra hraða Talsvert var um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum um helgina. Alls voru um tíu ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, þeir sem hraðast fóru voru á 147 og 158 kílómetra hraða. Innlent 13.10.2005 19:06
Stendur ekki í leðjuslag "Nú bíðum við niðurstöðu frá sýslumanni vegna lögbannskröfu okkar og þangað til hún kemur tel ég ekki ráðlegt að standa í leðjuslag vegna þessa máls," segir Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás Eins. Innlent 13.10.2005 19:06
Réðust með kylfum á varnarliðsmenn Hópur Íslendinga réðst með kylfum að tveimur varnarliðsmönnum í Keflavík í fyrrinótt. Varnarliðsmennirnir voru staddir á Hafnargötu um fjögurleytið um nóttina og flúðu undan árásarmönnunum inn á skemmtistaðinn Traffic. Annar þeirra hlaut töluverða áverka í andliti og var bólginn eftir, auk þess sem tönn hafði brotnað. Innlent 13.10.2005 19:06
Bílvelta í Námaskarði Bílstjóri var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir að flutningabíll sem hann ók valt í Námaskarði í Mývatnssveit um miðjan gærdag. Innlent 13.10.2005 19:06
Þynging dóma ekki lausn "Með þyngingu dóma er líklegt að starf lögreglunnar verði mun erfiðara og hættulegra en nú er," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:06
Ölvaður og ók niður skilti Tveir voru teknir ölvaðir við akstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í nótt. Annar hafði ekið niður umferðarskilti við hringtorgið á gatnamótum Fossheiði og Tryggvagötu og reyndist hann ölvaður þegar lögreglan kom á staðinn. Hinn var tekinn við reglubundið eftirlit á Eyrarbakkavegi. Innlent 13.10.2005 19:06
Ölvaður bílþjófur á Reykjanesbraut Drukkinn bílþjófur, sem stal bifreið í Keflavík í nótt, náðist skömmu síðar á Reykjanesbrautinni eftir að hafa rásað þar á milli vegarhelminga. Lögreglu barst tilkynning um bílstuldinn um fjögurleytið í nótt en eigandinn hafði brugðið sér frá og skilið bílinn eftir í gangi. Innlent 13.10.2005 19:06
Barni bjargað af botni vatns Um miðjan dag í gær var barni bjargað úr Þingvallavatni. Foreldrarnir litu af þriggja ára gömlu barni sínu andartak og rölti það að árbakkanum. Við leit fannst barnið á botninum. Innlent 13.10.2005 19:06
Ekki staðist fyrir Hæstarétti Fyrri ákvarðanir Hæstaréttar, sem sýna að gæsluvarðhald er ekki auðsótt á grundvelli almannahagsmuna, er ástæða þess að sýslumannsembættið á Akureyri krafðist ekki gæsluvarðhalds á þeim forsendum yfir tveimur mönnum sem skutu á pilt með loftbyssu á Vaðlaheiði. Innlent 13.10.2005 19:06
Afsöguð haglabyssa í skottinu Ein kona og tveir karlmenn voru handtekin eftir að afsöguð haglabyssa fannst falin í bílskotti fyrir hádegi í gær. Eins fannst lítilræði af kannabisefnum við húsleit á Eyrarbakka heima hjá öðrum manninum. Innlent 13.10.2005 19:06
Bílvelta í höfuðborginni Maður í annarlegu ástandi missti stjórn á bíl sínum og velti á Reykjanesbraut á móts við Breiðholtsbraut í nótt. Hann slapp með minniháttar meiðsl en stórskemmdi bílinn. Innlent 13.10.2005 19:06
Kannabisefni finnast við húsleit Fernt var handtekið í gærkvöldi eftir að húsleit var gerð í sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu. Lögreglan á Selfossi hafði fengið húsleitarheimild og fannst nokkurt magn af kannabisefnum í leitinni. Innlent 13.10.2005 19:06
Fjölskyldan flúin af heimilinu Móðir sautján ára pilts sem varð fyrir skotárás á Vaðlaheiði um síðustu helgi segir skelfilegt að hugsa til þess að árásarmönnunum hafi verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir hafi verið á skilorði þegar árásin var framin. Öll fjölskyldan sé dauðhrædd og hafi yfirgefið heimili sitt. Innlent 13.10.2005 19:06
Skilorð fyrir smáþjófnað 24 ára gamall maður var í gær dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dóminn, sem er skilorðsbundinn í þrjú ár, hlaut maðurinn fyrir að hafa í maíbyrjun í fyrra stolið Dewalt-borvél, rafhlöðu og hleðslutæki. Innlent 13.10.2005 19:06
Niðurstaða sem beðið hefur verið "Þarna er um mikinn áfangasigur að ræða sem við innan verkalýðshreyfingarinnar höfum lengi beðið eftir," segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samráðsnefndar iðn- og verkalýðsfélaganna sem starfa við Kárahnjúka. Innlent 13.10.2005 19:06
Nauðgunarfórnarlambi vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýnir lögregluna í Reykjavík og telur ámælisvert að hún skuli ekki hafa, í nóvember síðastliðnum, tekið á móti nauðgunarkæru konu þegar í stað, eins og henni hafi borið að gera. Innlent 13.10.2005 19:06
Ámælisvert að taka ekki við kæru Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýnir að Lögreglan í Reykjavík skyldi ekki samdægurs taka við kæru vegna nauðgunar og bera við vegna manneklu sökum námskeiðahalds. Innlent 13.10.2005 19:06
Þrjú fíkniefnamál á sólarhring Þrjú fíkniefnamál komu upp á Suðurnesjum frá því í fyrrakvöld og þar til í gærkvöld. Hald var lagt á amfetamín í öllum tilvikum en önnur efni fundust ekki. Innlent 13.10.2005 19:05
Brasilísk kona í 2 ára fangelsi Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 26 ára brasilíska konu í tveggja ára fangelsi fyrir að smygla til landsins 860 grömmum af kókaíni og tæplega 11 grömmum af LSD í desember í fyrra. Konan faldi fíkniefnin innanklæða og í leggöngum en efnin fundust við líkamsleit á Keflavíkurflugvelli. Hún var handtekin og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Innlent 13.10.2005 19:06
Fjórði maðurinn handtekinn Lögreglan á Akureyri hefur handtekið fjórða manninn í tengslum við rannsókn á stóru fíkniefnamáli sem upp kom fyrir viku. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og eru nú þrír í varðhaldi vegna málsins en einum hefur verið sleppt. Innlent 13.10.2005 19:05