Ekki staðist fyrir Hæstarétti 23. apríl 2005 00:01 Fyrri ákvarðanir Hæstaréttar, sem sýna að gæsluvarðhald er ekki auðsótt á grundvelli almannahagsmuna, er ástæða þess að sýslumannsembættið á Akureyri krafðist ekki gæsluvarðhalds á þeim forsendum yfir tveimur mönnum sem skutu á pilt með loftbyssu á Vaðlaheiði. Mennirnir tveir, sem tóku sautján ára pilt upp í bíl sinn fyrir viku og óku með hann upp á Vaðlaheiði þar sem annar þeirra skaut á piltinn úr loftriffli, eru báðir á skilorði. Eyþór Þorbergsson, löglærður fulltrúi sýslumannsins á Akureyri, segir embættið ekki hafa talið sig hafa forsendur til að halda mönnunum eftir að þeir höfðu játað brot sín. Það hafi verið búið að tryggja þann vitnisburð og þau gögn sem það taldi sig geta tryggt, þó ekki hafi verið búið að finna byssuna sem notuð var, og því ekki í þágu rannsóknarhagsmuna að halda mönnunum. Einnig er hægt að fara fram á að halda mönnum í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Sú grein hefur verið notuð í stærstu fíkniefnamálum, manndrápsmálum og mjög alvarlegum líkamsárásarmálum þar sem áverkar eru miklir, að sögn Eyþórs, en hann bendir á að nýlega hafi Hæstiréttur hafnað að beita þessu ákvæði varðandi beiðni um gæsluvarðhald manna sem hafði orðið öðrum manni að bana. Eyþór segir hótanir mannanna í DV ekki gefa tilefni til skjótra aðgerða þar sem rangfærslur í greininni hafi verið svo miklar að erfitt sé að leggja hana til grundvallar. Tilkynni fólk hins vegar hótanir frá mönnum í sinn garð segir hann lögreglun grípa inn í og þá reyna að fá gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Aðspurður um málið segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra farið með það eftir því sem lögregla, ákæruvald og dómari ákveða. Og, að lögum samkvæmt séu mál á þessu stigi ekki borin undir dómsmálaráðherra. Svar Björns kemur frá Bankok í Taílandi þar sem hann er staddur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Fyrri ákvarðanir Hæstaréttar, sem sýna að gæsluvarðhald er ekki auðsótt á grundvelli almannahagsmuna, er ástæða þess að sýslumannsembættið á Akureyri krafðist ekki gæsluvarðhalds á þeim forsendum yfir tveimur mönnum sem skutu á pilt með loftbyssu á Vaðlaheiði. Mennirnir tveir, sem tóku sautján ára pilt upp í bíl sinn fyrir viku og óku með hann upp á Vaðlaheiði þar sem annar þeirra skaut á piltinn úr loftriffli, eru báðir á skilorði. Eyþór Þorbergsson, löglærður fulltrúi sýslumannsins á Akureyri, segir embættið ekki hafa talið sig hafa forsendur til að halda mönnunum eftir að þeir höfðu játað brot sín. Það hafi verið búið að tryggja þann vitnisburð og þau gögn sem það taldi sig geta tryggt, þó ekki hafi verið búið að finna byssuna sem notuð var, og því ekki í þágu rannsóknarhagsmuna að halda mönnunum. Einnig er hægt að fara fram á að halda mönnum í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Sú grein hefur verið notuð í stærstu fíkniefnamálum, manndrápsmálum og mjög alvarlegum líkamsárásarmálum þar sem áverkar eru miklir, að sögn Eyþórs, en hann bendir á að nýlega hafi Hæstiréttur hafnað að beita þessu ákvæði varðandi beiðni um gæsluvarðhald manna sem hafði orðið öðrum manni að bana. Eyþór segir hótanir mannanna í DV ekki gefa tilefni til skjótra aðgerða þar sem rangfærslur í greininni hafi verið svo miklar að erfitt sé að leggja hana til grundvallar. Tilkynni fólk hins vegar hótanir frá mönnum í sinn garð segir hann lögreglun grípa inn í og þá reyna að fá gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Aðspurður um málið segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra farið með það eftir því sem lögregla, ákæruvald og dómari ákveða. Og, að lögum samkvæmt séu mál á þessu stigi ekki borin undir dómsmálaráðherra. Svar Björns kemur frá Bankok í Taílandi þar sem hann er staddur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn glæpum og opinbert réttarfar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels