Lög og regla Sextíu úrum stolið í nótt Brotist var inn hjá úrsmið við Laugaveginn í nótt og þaðan stolið að minnsta kosti sextíu úrum. Þjófurinn braut rúðu í útihurð og gler í sýningarskápum og lét greipar sópa. Hann var eldsnöggur á vettvangi og komst undan með þýfið og er enn ófundinn. Andvirði þýfisins nemur hundruðum þúsunda króna. Innlent 13.10.2005 15:24 Fleygði hassinu fram af svölum Fjögur hundruð grömm af hassi fundust í húsleit á heimili tuttugu og fimm ára manns í Reykjavík seinni partinn á þriðjudag. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöðina til yfirheyrslu. Innlent 13.10.2005 15:24 Fór strax úr landi Nígeríumaður sem handtekinn var í tengslum við innflutning á tæpu kílói kókaíni fyrir tveimur vikum hefur verið látinn laus. Sá sem flutti kókaíni inn er tæplega þrítugur Ungverji en hann situr enn í gæsluvarðhaldi. Innlent 13.10.2005 15:24 Sextán ára stúlka undir stýri Lögreglan í Keflavík stöðvaði sextán ára stúlku á bíl í miðbænum í gærkvöldi og var hún að sjálfsögðu réttindalaus vegna aldurs. Í ljós kom að hún hafði fengið bílinn lánaðan upp á að vinkona hennar, sem hefur réttindi, æki bílnum. Hún ók hins vegar sjálf en sú með réttindin fékk að sitja í sem farþegi. Innlent 13.10.2005 15:24 Eþíópímaður dæmdur í fangelsi Eþíópíumaður með sænskt ríkisfang var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir aðstoða par frá Eþíópíu við að komast ólöglega inn í landið. Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð skömmu fyrir áramót ásamt fólkinu sem kom hingað frá Osló, en ferðinni var heitið áfram vestur til Bandaríkjanna. Innlent 13.10.2005 15:24 Nígeríumaðurinn farinn úr landi Þrítugur Nígeríumaður sem handtekinn var í tengslum við umfangsmikið smygl á kókaíni er farinn úr landi. Maðurinn var tekinn í kjölfar þess að þrítugur Ungverji var tekinn í Leifsstöð með tæpt kíló af kókaíni innvortis í áttatíu hylkjum. Innlent 13.10.2005 15:24 Viðurkennir fyrningu kærunnar Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum viðurkennir að kæra sem kona lagði fram á hendur fyrrverandi eiginmanni sínum fyrir líkamsárás var orðin fyrnd þegar maðurinn var ákærður. Innlent 13.10.2005 15:24 Enn að heiman Hjálmar Sigurðsson ábúandi á Hrauni í Hnífsdal og fjölskylda hans hafa ekki geta dvalið heima hjá sér síðan að snjóflóð féll á bæ þeirra í síðustu viku. Stór hluti af bænum eyðilagðist í flóðinu, en beðið er eftir efni sem pantað hefur verið til viðgerðar. Innlent 13.10.2005 15:24 Ákvörðun sýslumanns kærð Kona sem ásakar mann um stuld á þremur teikningum Muggs hefur kært ákvörðun sýslumannsins á Patreksfirði, um að fella málið niður, til ríkissaksóknara. Innlent 13.10.2005 15:24 Á sér langa afbrotasögu Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 25 ára Hafnfirðing, Börk Birgisson í sjö og hálfs árs fangelsi, m.a. fyrir að slá annan mann ítrekað í höfuðið með öxi. Hann á sér langa afbrotasögu. Innlent 13.10.2005 15:24 Þungur dómur fyrir árás með öxi Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 25 ára Hafnfirðing, Börk Birgisson, í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps og alvarlegar og hættulegar líkamsárásir. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa slegið mann í andlitið með flösku sem brotnaði og barið hann síðan með hnefum. Innlent 13.10.2005 15:24 Festi bíl sinn á Fróðárheiði Björgunarsveitarmenn og lögregla frá Ólafsvík komu ökumanni til aðstoðar eftir að hann festi bíl sinn í skafli á Fróðárheiði. Innlent 13.10.2005 15:23 Par með fíkniefni Par var handtekið grunað um að fíkniefnamisferli. Það var lögreglan í Keflavík sem handtók parið. Fólkið hafði ekið í bíl eftir Reykjanesbrautinni, misst stjórn á honum og ekið út af. Innlent 13.10.2005 15:24 Ölvaður á veghefli Lögreglan á Egilsstöðum var á Fljótsdalsheiði við framkvæmdasvæði Kárahnjúka í gærmorgun þegar hún stöðvaði veghefilsstjóra sem var þar við vinnu grunaðan um ölvun í starfi. Innlent 13.10.2005 15:24 Börkur í sjö og hálfs árs fangelsi Börkur Birgisson, 25 ára Hafnfirðingur, var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir tilraun til manndráps og fjölda líkamsárása. Innlent 13.10.2005 15:24 Skiptastjóri FF til Lúxemborg Sigurður Gizurarson, skiptastjóri í gjaldþrotamáli Frjálsrar fjölmiðlunar, ætlar sjálfur að leita upplýsinga í Lúxemborg um dótturfyrirtæki Frjálsrar fjölmiðlunar og hugsanlegar eigur þeirra þar. Innlent 13.10.2005 15:23 Rúmlega 100 manns rýmdu hús sín Lokið er rýmingu húsa sem ákveðnar hafa verið á Vestfjörðum. Alls hafa 103 íbúar í 37 húsum þurft að yfirgefa heimili sín í dag vegna snjóflóðahættu. 49 á Patreksfirði, 23 á Ísafirði, Hnífsdal og í dreifbýli Ísafjarðarbæjar og 31 á Bolungarvík og tveimur bæjum þar við. Almannavarnir munu fylgjast grannt með þróun mála í nótt. Innlent 13.10.2005 15:23 Sporin komu upp um þjófana Þrír menn voru handteknir undir morgun eftir að hafa brotist inn á skrifstofur Borgarskipulags og stolið þaðan tölvubúnaði. Lögregla rakti spor þeirra frá innbrotsstaðnum að heimili eins þeirra þar sem þeir voru allir gripnir og þýfið fannst. Innlent 13.10.2005 15:23 Bíldekk skall á rútu "Það sluppu allir ómeiddir því dekkið lenti sem betur fer bara utan á rútunni en fór ekki inn í bílinn, það hefði getað kostað mannslíf," segir Sveinn Sigurbjarnarson eigandi rútu sem varð fyrir bíldekki sem losnaði af tengivagni sem var að koma úr gagnstæðri átt í Fagradal í Suður-Múlasýslu á laugardag. Innlent 13.10.2005 15:23 Bókhaldið ófært Jón H. Snorrason segir fyrst og fremst stjórnendur hjá Frjálsri fjölmiðlun og öðrum félögum tengdum fyrirtækinu vera til rannsóknar hjá embættinu. Innlent 13.10.2005 15:23 Tollstjóri greiði bætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tollstjórann í Reykjavík til að greiða Kolbrúnu Björndsdóttur grasalækni 200 þúsund krónur í miskabætur fyrir að leggja hald á jurtir sem hún hafði pantað frá Bretlandi árið 2001. Innlent 13.10.2005 15:23 Yfir hundrað íbúa rýmdu hús sín Fimmtíu íbúar úr fimmtán húsum við Urðarstíg, Mýrar og Hóla á Patreksfirði þurftu að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu og leituðu íbúar til ættingja og vina í bænum. Í Bolungarvík voru sjö hús rýmd auk eins sveitabæjar og fimmtán hús voru rýmd í Ísafjarðarbæ. Innlent 13.10.2005 15:23 Rifbrotinn og allur lurkum laminn Nói Marteinsson, bifreiðastjóri á Tálknafirði, var hætt kominn í gær þegar flutningabíllinn sem hann ók fór út af veginum í blindbyl og niður 150-200 snarbratta hlíð. Bíllinn er gjörónýtur. Nói rifbrotnaði og er lurkum laminn eftir að hafa barist í bílhúsinu niður í árfarveg, þar sem bíllinn stöðvaðist. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:23 Trúa börnunum en vantar sannanir Saksóknari fellir niður rúmlega helming mála vegna meints kynferðisbrots á börnum þar sem ekki þykir líklegt að ákæra leiði til sakfellingar. Oftast vantar frekari sannanir. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:23 Sprengdu þakskyggni Þrír tvítugir piltar voru handteknir í Reykjavík klukkan kortér fyrir eitt í fyrrinótt eftir að hafa sprengt rakettu fyrir utan veitingastaðinn American Style í Skipholti. Innlent 13.10.2005 15:23 Sprengjumönnum sleppt Lögreglan hefur sleppt þremenningunum sem sprengdu sprengju við veitingastaðinn American Style í nótt. Við yfirheyrslur gátu þeir litlar skýringar gefið á athæfinu en sögðu að ekki hafi verið um heimatilbúna sprengju að ræða heldur öfluga rakettu sem prikið hefði verið tekið af. Innlent 13.10.2005 15:23 Rúður brotnuðu í sprengingu Þrír ungir karlmenn eru í haldi lögreglunnar í Reykjavík, grunaðir um skemmdarverk. Laust fyrir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um sprengingu við Skipholt. Þar hafði verið sprengd heimatilbúin sprengja með þeim afleiðingum að skyggni við veitingastaðinn American Style skemmdist, rúður brotnuðu og fleira. Innlent 13.10.2005 15:23 Bílvelta í Ásahreppi Ökumaður jeppa meiddist lítillega í fyrrinótt í bílveltu á Suðurlandsvegi, rétt austan við afleggarann að Ásmundarstöðum í Ásahreppi. Innlent 13.10.2005 15:23 Sprengdu þakskyggni Þrír tvítugir piltar voru handteknir í Reykjavík klukkan kortér fyrir eitt í fyrrinótt eftir að hafa sprengt rakettu fyrir utan veitingastaðinn American Style í Skipholti. Innlent 13.10.2005 15:23 Kertalogi orsök brunans Bruni á Akureyri í fyrrinótt orsakaðist af kerti sem brann niður án þess að íbúinn yrði þess var fyrr en of seint. Kertið brann í gegnum borð sem það stóð á. Nágranni sýndi mikið snarræði og bjargaði stúlkunni sem þar bjó út undir bert loft en hún var að reyna að skríða út úr reykjarkófinu af sjálfsdáðum. Innlent 13.10.2005 15:23 « ‹ 92 93 94 95 96 97 98 99 100 … 120 ›
Sextíu úrum stolið í nótt Brotist var inn hjá úrsmið við Laugaveginn í nótt og þaðan stolið að minnsta kosti sextíu úrum. Þjófurinn braut rúðu í útihurð og gler í sýningarskápum og lét greipar sópa. Hann var eldsnöggur á vettvangi og komst undan með þýfið og er enn ófundinn. Andvirði þýfisins nemur hundruðum þúsunda króna. Innlent 13.10.2005 15:24
Fleygði hassinu fram af svölum Fjögur hundruð grömm af hassi fundust í húsleit á heimili tuttugu og fimm ára manns í Reykjavík seinni partinn á þriðjudag. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöðina til yfirheyrslu. Innlent 13.10.2005 15:24
Fór strax úr landi Nígeríumaður sem handtekinn var í tengslum við innflutning á tæpu kílói kókaíni fyrir tveimur vikum hefur verið látinn laus. Sá sem flutti kókaíni inn er tæplega þrítugur Ungverji en hann situr enn í gæsluvarðhaldi. Innlent 13.10.2005 15:24
Sextán ára stúlka undir stýri Lögreglan í Keflavík stöðvaði sextán ára stúlku á bíl í miðbænum í gærkvöldi og var hún að sjálfsögðu réttindalaus vegna aldurs. Í ljós kom að hún hafði fengið bílinn lánaðan upp á að vinkona hennar, sem hefur réttindi, æki bílnum. Hún ók hins vegar sjálf en sú með réttindin fékk að sitja í sem farþegi. Innlent 13.10.2005 15:24
Eþíópímaður dæmdur í fangelsi Eþíópíumaður með sænskt ríkisfang var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir aðstoða par frá Eþíópíu við að komast ólöglega inn í landið. Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð skömmu fyrir áramót ásamt fólkinu sem kom hingað frá Osló, en ferðinni var heitið áfram vestur til Bandaríkjanna. Innlent 13.10.2005 15:24
Nígeríumaðurinn farinn úr landi Þrítugur Nígeríumaður sem handtekinn var í tengslum við umfangsmikið smygl á kókaíni er farinn úr landi. Maðurinn var tekinn í kjölfar þess að þrítugur Ungverji var tekinn í Leifsstöð með tæpt kíló af kókaíni innvortis í áttatíu hylkjum. Innlent 13.10.2005 15:24
Viðurkennir fyrningu kærunnar Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum viðurkennir að kæra sem kona lagði fram á hendur fyrrverandi eiginmanni sínum fyrir líkamsárás var orðin fyrnd þegar maðurinn var ákærður. Innlent 13.10.2005 15:24
Enn að heiman Hjálmar Sigurðsson ábúandi á Hrauni í Hnífsdal og fjölskylda hans hafa ekki geta dvalið heima hjá sér síðan að snjóflóð féll á bæ þeirra í síðustu viku. Stór hluti af bænum eyðilagðist í flóðinu, en beðið er eftir efni sem pantað hefur verið til viðgerðar. Innlent 13.10.2005 15:24
Ákvörðun sýslumanns kærð Kona sem ásakar mann um stuld á þremur teikningum Muggs hefur kært ákvörðun sýslumannsins á Patreksfirði, um að fella málið niður, til ríkissaksóknara. Innlent 13.10.2005 15:24
Á sér langa afbrotasögu Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 25 ára Hafnfirðing, Börk Birgisson í sjö og hálfs árs fangelsi, m.a. fyrir að slá annan mann ítrekað í höfuðið með öxi. Hann á sér langa afbrotasögu. Innlent 13.10.2005 15:24
Þungur dómur fyrir árás með öxi Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 25 ára Hafnfirðing, Börk Birgisson, í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps og alvarlegar og hættulegar líkamsárásir. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa slegið mann í andlitið með flösku sem brotnaði og barið hann síðan með hnefum. Innlent 13.10.2005 15:24
Festi bíl sinn á Fróðárheiði Björgunarsveitarmenn og lögregla frá Ólafsvík komu ökumanni til aðstoðar eftir að hann festi bíl sinn í skafli á Fróðárheiði. Innlent 13.10.2005 15:23
Par með fíkniefni Par var handtekið grunað um að fíkniefnamisferli. Það var lögreglan í Keflavík sem handtók parið. Fólkið hafði ekið í bíl eftir Reykjanesbrautinni, misst stjórn á honum og ekið út af. Innlent 13.10.2005 15:24
Ölvaður á veghefli Lögreglan á Egilsstöðum var á Fljótsdalsheiði við framkvæmdasvæði Kárahnjúka í gærmorgun þegar hún stöðvaði veghefilsstjóra sem var þar við vinnu grunaðan um ölvun í starfi. Innlent 13.10.2005 15:24
Börkur í sjö og hálfs árs fangelsi Börkur Birgisson, 25 ára Hafnfirðingur, var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir tilraun til manndráps og fjölda líkamsárása. Innlent 13.10.2005 15:24
Skiptastjóri FF til Lúxemborg Sigurður Gizurarson, skiptastjóri í gjaldþrotamáli Frjálsrar fjölmiðlunar, ætlar sjálfur að leita upplýsinga í Lúxemborg um dótturfyrirtæki Frjálsrar fjölmiðlunar og hugsanlegar eigur þeirra þar. Innlent 13.10.2005 15:23
Rúmlega 100 manns rýmdu hús sín Lokið er rýmingu húsa sem ákveðnar hafa verið á Vestfjörðum. Alls hafa 103 íbúar í 37 húsum þurft að yfirgefa heimili sín í dag vegna snjóflóðahættu. 49 á Patreksfirði, 23 á Ísafirði, Hnífsdal og í dreifbýli Ísafjarðarbæjar og 31 á Bolungarvík og tveimur bæjum þar við. Almannavarnir munu fylgjast grannt með þróun mála í nótt. Innlent 13.10.2005 15:23
Sporin komu upp um þjófana Þrír menn voru handteknir undir morgun eftir að hafa brotist inn á skrifstofur Borgarskipulags og stolið þaðan tölvubúnaði. Lögregla rakti spor þeirra frá innbrotsstaðnum að heimili eins þeirra þar sem þeir voru allir gripnir og þýfið fannst. Innlent 13.10.2005 15:23
Bíldekk skall á rútu "Það sluppu allir ómeiddir því dekkið lenti sem betur fer bara utan á rútunni en fór ekki inn í bílinn, það hefði getað kostað mannslíf," segir Sveinn Sigurbjarnarson eigandi rútu sem varð fyrir bíldekki sem losnaði af tengivagni sem var að koma úr gagnstæðri átt í Fagradal í Suður-Múlasýslu á laugardag. Innlent 13.10.2005 15:23
Bókhaldið ófært Jón H. Snorrason segir fyrst og fremst stjórnendur hjá Frjálsri fjölmiðlun og öðrum félögum tengdum fyrirtækinu vera til rannsóknar hjá embættinu. Innlent 13.10.2005 15:23
Tollstjóri greiði bætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tollstjórann í Reykjavík til að greiða Kolbrúnu Björndsdóttur grasalækni 200 þúsund krónur í miskabætur fyrir að leggja hald á jurtir sem hún hafði pantað frá Bretlandi árið 2001. Innlent 13.10.2005 15:23
Yfir hundrað íbúa rýmdu hús sín Fimmtíu íbúar úr fimmtán húsum við Urðarstíg, Mýrar og Hóla á Patreksfirði þurftu að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu og leituðu íbúar til ættingja og vina í bænum. Í Bolungarvík voru sjö hús rýmd auk eins sveitabæjar og fimmtán hús voru rýmd í Ísafjarðarbæ. Innlent 13.10.2005 15:23
Rifbrotinn og allur lurkum laminn Nói Marteinsson, bifreiðastjóri á Tálknafirði, var hætt kominn í gær þegar flutningabíllinn sem hann ók fór út af veginum í blindbyl og niður 150-200 snarbratta hlíð. Bíllinn er gjörónýtur. Nói rifbrotnaði og er lurkum laminn eftir að hafa barist í bílhúsinu niður í árfarveg, þar sem bíllinn stöðvaðist. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:23
Trúa börnunum en vantar sannanir Saksóknari fellir niður rúmlega helming mála vegna meints kynferðisbrots á börnum þar sem ekki þykir líklegt að ákæra leiði til sakfellingar. Oftast vantar frekari sannanir. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 15:23
Sprengdu þakskyggni Þrír tvítugir piltar voru handteknir í Reykjavík klukkan kortér fyrir eitt í fyrrinótt eftir að hafa sprengt rakettu fyrir utan veitingastaðinn American Style í Skipholti. Innlent 13.10.2005 15:23
Sprengjumönnum sleppt Lögreglan hefur sleppt þremenningunum sem sprengdu sprengju við veitingastaðinn American Style í nótt. Við yfirheyrslur gátu þeir litlar skýringar gefið á athæfinu en sögðu að ekki hafi verið um heimatilbúna sprengju að ræða heldur öfluga rakettu sem prikið hefði verið tekið af. Innlent 13.10.2005 15:23
Rúður brotnuðu í sprengingu Þrír ungir karlmenn eru í haldi lögreglunnar í Reykjavík, grunaðir um skemmdarverk. Laust fyrir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um sprengingu við Skipholt. Þar hafði verið sprengd heimatilbúin sprengja með þeim afleiðingum að skyggni við veitingastaðinn American Style skemmdist, rúður brotnuðu og fleira. Innlent 13.10.2005 15:23
Bílvelta í Ásahreppi Ökumaður jeppa meiddist lítillega í fyrrinótt í bílveltu á Suðurlandsvegi, rétt austan við afleggarann að Ásmundarstöðum í Ásahreppi. Innlent 13.10.2005 15:23
Sprengdu þakskyggni Þrír tvítugir piltar voru handteknir í Reykjavík klukkan kortér fyrir eitt í fyrrinótt eftir að hafa sprengt rakettu fyrir utan veitingastaðinn American Style í Skipholti. Innlent 13.10.2005 15:23
Kertalogi orsök brunans Bruni á Akureyri í fyrrinótt orsakaðist af kerti sem brann niður án þess að íbúinn yrði þess var fyrr en of seint. Kertið brann í gegnum borð sem það stóð á. Nágranni sýndi mikið snarræði og bjargaði stúlkunni sem þar bjó út undir bert loft en hún var að reyna að skríða út úr reykjarkófinu af sjálfsdáðum. Innlent 13.10.2005 15:23