Innlent Hrefnuveiðimenn halda sínu striki Hrefnuveiðimenn ætla að halda sínu striki þótt Hvalur 9 sé hættur veiðum og skilji tvö dýr eftir af kvótanum. Innlent 3.11.2006 12:08 Danskur lögfræðingur og rússneskur ráðherra í umfjöllun Ekstra Bladet Hjálparhella íslenskra kaupsýslumanna í Danmörku, danski lögmaðurinn Jeff Galmond, og rússneski fjarskiptaráðherrann eru í aðalhlutverki fréttaskýringar Ekstra-blaðsins danska í dag um íslensku útrásina. Innlent 3.11.2006 12:21 Hafa efasemdir um spár um hrun í dýraríki sjávar Fiskistofnar og sjávarspendýr í höfum heimsins hrynja árið 2048 ef mannfólkið heldur áfram með uppteknum hætti að spilla umhverfi og lífríki sjávar, segja erlendir vísindamenn. Íslenskir útvegsmenn og fiskifræðingar eru ekki alveg eins vissir. Innlent 3.11.2006 12:03 Um 450 hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri í Suðurkjördæmi 457 höfðu kosið utan kjörfundar í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi nú á hádegi en prófkjörið fer fram á morgun. Kosið hefur verið utan kjörfundar á skrifstofu flokksins í Reykjavík, í Reykjanesbæ, á Selfossi, á Hornafirði og í Vestamannaeyjum. Innlent 3.11.2006 11:59 Slökkviliðið á Akureyri fær viðurkenningu Tryggingafélagði Vörður veitti slökikviliðsmönnum á Akureyri viðurkenningu fyrir að hafa bjarða mannslífum í bruna að Fjólugötu 18 á Akureyri í apríl síðastliðnum. Innlent 3.11.2006 11:51 Hagnaður Eyris rúmir 1,5 milljarðar króna Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um rúma 1,5 milljarða krónur á fyrstu mánuðum ársins. Hlutafé hefur verið aukið um 10 prósent. Í tilkynningu frá Eyri segir að fjárhagslegur styrkleiki aukist í hlutafjáraukningarinnar og innkomu nýrra fjárfesta. Nýtt hlutafé verður að fullu innborgað í lok ársins. Viðskipti innlent 3.11.2006 11:15 Pétur Árni sækist eftir 5. sætinu hjá Sjálfstæðisflokknum í SV-kjördæmi Pétur Árni Jónsson gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 11. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pétri Árna. Þar segir einnig að tíu frambjóðendur hafi skilað inn framboðum áður en framboðsfrestur rann út en kjörnefnd hafi óskað eftir því við hann að hann gæfi einnig kost á sér og varð hann við þeirri ósk. Innlent 3.11.2006 10:59 Landsbankinn mælir með kaupum í Bakkavör Greiningardeild Landsbankans segir rekstur Bakkavarar hafa gengið vel á árinu og félagið vaxið umfram markaðinn. Deildin segir í nýju mati á félaginu að verðmatsgengi gefi 62,5 og verði vænt verð eftir 12 mánuði 69,4 krónur á hlut. Deildin mælir því með kaupum á bréfum í Bakkavör. Viðskipti innlent 3.11.2006 10:41 Safna fé fyrir vatni handa íbúum þriggja Afríkuríkja Fermingarbörn úr 66 sóknum í öllum landshlutum ganga í hús mánudaginn til þess að safna fé fyrir vatni í þremur löndum í Afríku. Söfnunin er á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar en börnin hafa að undanförnu fengið fræðslu um aðstæður fátækra barna í Mósambík, Malaví og Úganda. Innlent 3.11.2006 10:05 Ásatrúarmenn og rétttrúnaðarkirkjan fá fyrirheit um lóðir Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær fyrirheit um lóðir til tveggja safnaða hér á landi. Um er að ræða Ástrúarsöfnuðinn sem fær fyrirheit lóð fyrir hof, með eða án safnaðarheimilis, í Leynimýri í Öskjuhlíð og hefur skipulagssviði verið falið að gera tillögur um að staðsetningu lóðarinnar. Þá er Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni gefin fyrirheit um lóð fyrir kirkjubyggingu á Nýlendureit milli Nýlendugötu og Mýrargötu. Innlent 3.11.2006 09:55 Síminn hagnast um 3 milljarða Síminn skilaði 3.264 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi samanborið við 929 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 250 prósenta aukning. Tekjur félagsins voru 6,2 milljarðar króna og jukust um 19 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 3.11.2006 09:39 Bíll hafnaði ofan í skurði Bíll hafnaði ofan í djúpum skurði á mótum Ingólfsstrætis og Skúlagötu í Reykjavík í nótt og stór skemmdist. Höggið var svo mikið að öryggisbelgir blésu út. Ökumaður og hugsanlegir farþegar voru hinsvegar á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang og hefur ekki tekist að hafa upp á eiganda bílsins. Innlent 3.11.2006 08:16 Árekstur við strætisvagn Tvær konur voru fluttar á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvoginum eftir að bíll þeirra lenti í árkestri við strætisvagn á mótum Salavegar og Arnarnesvegar um sex leitið í gærkvöldi. Konurnar reyndust ekki alvarlega slasaðar þótt beita hafi þurft klippum til að ná annari út úr bílflakinu. Ökumann og farþega strætisvagnsins sakaði ekki. Tildrög slyssins eru óljós. Innlent 3.11.2006 08:07 Sala Borgarinnar á Landsvirkjun gagnrýnd Hörð gagnrýni kom fram á sölu Reykjavíkurborgar á hlut sínum í Landsvirkjun, á borgarráðsfundi í gær. Minnihlutaflokkarnir bentu á að salan væri undanfari einkavæðingar fyrirtækisins og með henni myndi raforkuverð til borgarbúa hækka. Innlent 3.11.2006 07:19 Hvalveiðum hætt vegna veðurs Hvalveiðum var hætt í gær þrátt fyrir að tveir hvalir séu óveiddir af níu hvala kvóta. Í viðtali við Morgunblaðið segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals að dagsbirtu njóti æ skemur á hverjum degi, og við bætist rigningarsuddi og slæm spá næstu daga, en ekki er hægt að veiða hval nema í góðu skygni. Innlent 3.11.2006 07:11 Ríflega 3.000 króna verðmunur Skipting, umfelgun og jafnvægisstilling fyrir fólksbíl á sextán tommu dekkjum með stál-felgum er dýrust hjá Betra gripi í Lágmúla en þar kostar þjónustan 7.760 krónur. Ódýrust er þjónustan hjá Bílkó í Kópavogi þar sem hún kostar 4.690 og er munurinn því 3.070 krónur eða 65,5 prósent. Innlent 2.11.2006 21:58 Útlendingum fjölgar Erlendum félagsmönnum í Verkalýðsfélagi Akraness hefur fjölgað gífurlega að undanförnu. Þeir eru nú um 200 talsins eða um níu prósent af fullgildum félagsmönnum. Þetta kemur fram á vef Verkalýðsfélagsins. Langflestir af erlendu starfsmönnunum koma frá Póllandi, eða um 120 manns. Innlent 2.11.2006 21:57 Karlar með 42 prósenta hærri laun en konur Heildarlaun karla sem eru félagar innan Starfsgreinasambandsins eru að meðaltali rúmlega 42 prósentum hærri en laun kvenna í sömu félögum. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup vann í haust. Innlent 2.11.2006 21:57 Fundað um flokksskrár Sjálfstæðisflokks Framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins mun taka fyrir deilur um flokksskrár Sjálfstæðisflokksins á fundi á mánudagsmorgun. Engra tíðinda er að vænta frá flokknum fyrr en eftir þann fund samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Innlent 2.11.2006 21:57 Ekki tekið mið af 91 milljarðs verðmætamati Á borgarráðsfundi í gær lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram bókun um að borgarstjóri Reykjavíkur hafi selt hlut borgarinnar í Landsvirkjun fyrir óviðunandi verð. En hluturinn var seldur miðað við að heildarverðmæti fyrirtækisins væri 61 milljarður. Innlent 2.11.2006 21:57 Landsbjörg aflar fjár með neyðarkalli Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur í dag sölu á svokölluðum neyðarkalli. Hann verður seldur um helgina í fjáröflun Landsbjargar til styrktar starfsemi sinni. Fjáröflunin hefur mikla þýðingu fyrir starfsemina segir Landsbjörg. Innlent 2.11.2006 21:58 Skýrslutökum lýkur senn Rannsókn yfirvalda á því hvort símar í utanríkisráðuneytinu hafi verið hleraðir eftir 1991, sem stýrt er af Ólafi Þór Haukssyni, er langt komin. Ólafur Þór segir nokkrar skýrslutökur eftir enn þá. Innlent 2.11.2006 21:57 Sátt um Siv í fyrsta sætinu í Kraganum Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi ganga frá framboðslista sínum á auka kjördæmisþingi á laugardag. Siv Friðleifsdóttir sækist ein eftir fyrsta sætinu en fjórir vilja annað sætið. Framsóknarmenn eiga eitt þingsæti í kjördæminu. Innlent 2.11.2006 21:58 Athugasemdirnar alvarlegar Viðbrögð mín við skrifum Vilhjálms Egilssonar eru þau að ljóst er að þessar athugasemdir frá Samtökum atvinnulífsins eru alvarlegar. Ég og við sem í nefndinni sitjum munum taka þær til rækilegrar skoðunar við vinnslu málsins,“ Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar alþingis. „Ég mun ekki tjá mig um þessar hugleiðingar Vilhjálms að svo stöddu en mun fara yfir þær af nákvæmni við afgreiðslu málsins í heild.“ Innlent 2.11.2006 21:57 Meintur barnaníðingur tekinn Lögreglan á Akureyri rannsakar nú mál meints barnaníðings gegn tíu ára telpu. Hann var tekinn til yfirheyrslu fyrr í vikunni og mun hafa játað sök, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Innlent 2.11.2006 21:58 Sátt um meginefni fjölmiðlafrumvarps Stjórnarandstaðan er hlynnt nýju frumvarpi um fjölmiðla. Í því er kveðið á um að enginn megi eiga meira en fjórðungshlut í fjölmiðli með ráðandi stöðu. Innlent 2.11.2006 21:58 Unglingarnir verða að ganga í skólann Óánægju gætir meðal foreldra í Vesturbænum vegna nýrra reglna varðandi skólaakstur eða strætómiða í skólann. Unglingar í sjötta til tíunda bekk verða nú að búa í meira en tveggja kílómetra fjarlægð frá Hagaskóla til að fá strætómiða og hafa ekki í annan skóla að venda þar sem Hagaskóli er eini grunnskólinn í Vesturbænum fyrir áttunda til tíunda bekk. Innlent 2.11.2006 21:57 Ökuníðingar hljóta mun þyngri refsingar Sektir vegna umferðarlagabrota munu hækka og gert er ráð fyrir upptöku ökutækja vegna grófra og ítrekaðra brota. Þetta er eitt af því sem fram kemur í nýjum lögum sem taka munu gildi 1. desember og í apríl á næsta ári. Innlent 2.11.2006 21:58 Kynferðisbrot fyrnist ekki Lagafrumvarp um afnám fyrningarfrests vegna kynferðisbrots gegn börnum hefur verið lagt fram á Alþingi í fjórða sinn og er Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, fyrsti flutningsmaður. Innlent 2.11.2006 21:57 Hart sótt að sitjandi þingmönnum Nítján bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjödæmi. Flokkurinn á nú fjóra þingmenn í kjördæminu og gefa sautján kost á sér í fjögur efstu sætin. Innlent 2.11.2006 21:58 « ‹ 173 174 175 176 177 178 179 180 181 … 334 ›
Hrefnuveiðimenn halda sínu striki Hrefnuveiðimenn ætla að halda sínu striki þótt Hvalur 9 sé hættur veiðum og skilji tvö dýr eftir af kvótanum. Innlent 3.11.2006 12:08
Danskur lögfræðingur og rússneskur ráðherra í umfjöllun Ekstra Bladet Hjálparhella íslenskra kaupsýslumanna í Danmörku, danski lögmaðurinn Jeff Galmond, og rússneski fjarskiptaráðherrann eru í aðalhlutverki fréttaskýringar Ekstra-blaðsins danska í dag um íslensku útrásina. Innlent 3.11.2006 12:21
Hafa efasemdir um spár um hrun í dýraríki sjávar Fiskistofnar og sjávarspendýr í höfum heimsins hrynja árið 2048 ef mannfólkið heldur áfram með uppteknum hætti að spilla umhverfi og lífríki sjávar, segja erlendir vísindamenn. Íslenskir útvegsmenn og fiskifræðingar eru ekki alveg eins vissir. Innlent 3.11.2006 12:03
Um 450 hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri í Suðurkjördæmi 457 höfðu kosið utan kjörfundar í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi nú á hádegi en prófkjörið fer fram á morgun. Kosið hefur verið utan kjörfundar á skrifstofu flokksins í Reykjavík, í Reykjanesbæ, á Selfossi, á Hornafirði og í Vestamannaeyjum. Innlent 3.11.2006 11:59
Slökkviliðið á Akureyri fær viðurkenningu Tryggingafélagði Vörður veitti slökikviliðsmönnum á Akureyri viðurkenningu fyrir að hafa bjarða mannslífum í bruna að Fjólugötu 18 á Akureyri í apríl síðastliðnum. Innlent 3.11.2006 11:51
Hagnaður Eyris rúmir 1,5 milljarðar króna Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um rúma 1,5 milljarða krónur á fyrstu mánuðum ársins. Hlutafé hefur verið aukið um 10 prósent. Í tilkynningu frá Eyri segir að fjárhagslegur styrkleiki aukist í hlutafjáraukningarinnar og innkomu nýrra fjárfesta. Nýtt hlutafé verður að fullu innborgað í lok ársins. Viðskipti innlent 3.11.2006 11:15
Pétur Árni sækist eftir 5. sætinu hjá Sjálfstæðisflokknum í SV-kjördæmi Pétur Árni Jónsson gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 11. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pétri Árna. Þar segir einnig að tíu frambjóðendur hafi skilað inn framboðum áður en framboðsfrestur rann út en kjörnefnd hafi óskað eftir því við hann að hann gæfi einnig kost á sér og varð hann við þeirri ósk. Innlent 3.11.2006 10:59
Landsbankinn mælir með kaupum í Bakkavör Greiningardeild Landsbankans segir rekstur Bakkavarar hafa gengið vel á árinu og félagið vaxið umfram markaðinn. Deildin segir í nýju mati á félaginu að verðmatsgengi gefi 62,5 og verði vænt verð eftir 12 mánuði 69,4 krónur á hlut. Deildin mælir því með kaupum á bréfum í Bakkavör. Viðskipti innlent 3.11.2006 10:41
Safna fé fyrir vatni handa íbúum þriggja Afríkuríkja Fermingarbörn úr 66 sóknum í öllum landshlutum ganga í hús mánudaginn til þess að safna fé fyrir vatni í þremur löndum í Afríku. Söfnunin er á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar en börnin hafa að undanförnu fengið fræðslu um aðstæður fátækra barna í Mósambík, Malaví og Úganda. Innlent 3.11.2006 10:05
Ásatrúarmenn og rétttrúnaðarkirkjan fá fyrirheit um lóðir Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær fyrirheit um lóðir til tveggja safnaða hér á landi. Um er að ræða Ástrúarsöfnuðinn sem fær fyrirheit lóð fyrir hof, með eða án safnaðarheimilis, í Leynimýri í Öskjuhlíð og hefur skipulagssviði verið falið að gera tillögur um að staðsetningu lóðarinnar. Þá er Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni gefin fyrirheit um lóð fyrir kirkjubyggingu á Nýlendureit milli Nýlendugötu og Mýrargötu. Innlent 3.11.2006 09:55
Síminn hagnast um 3 milljarða Síminn skilaði 3.264 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi samanborið við 929 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 250 prósenta aukning. Tekjur félagsins voru 6,2 milljarðar króna og jukust um 19 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 3.11.2006 09:39
Bíll hafnaði ofan í skurði Bíll hafnaði ofan í djúpum skurði á mótum Ingólfsstrætis og Skúlagötu í Reykjavík í nótt og stór skemmdist. Höggið var svo mikið að öryggisbelgir blésu út. Ökumaður og hugsanlegir farþegar voru hinsvegar á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang og hefur ekki tekist að hafa upp á eiganda bílsins. Innlent 3.11.2006 08:16
Árekstur við strætisvagn Tvær konur voru fluttar á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvoginum eftir að bíll þeirra lenti í árkestri við strætisvagn á mótum Salavegar og Arnarnesvegar um sex leitið í gærkvöldi. Konurnar reyndust ekki alvarlega slasaðar þótt beita hafi þurft klippum til að ná annari út úr bílflakinu. Ökumann og farþega strætisvagnsins sakaði ekki. Tildrög slyssins eru óljós. Innlent 3.11.2006 08:07
Sala Borgarinnar á Landsvirkjun gagnrýnd Hörð gagnrýni kom fram á sölu Reykjavíkurborgar á hlut sínum í Landsvirkjun, á borgarráðsfundi í gær. Minnihlutaflokkarnir bentu á að salan væri undanfari einkavæðingar fyrirtækisins og með henni myndi raforkuverð til borgarbúa hækka. Innlent 3.11.2006 07:19
Hvalveiðum hætt vegna veðurs Hvalveiðum var hætt í gær þrátt fyrir að tveir hvalir séu óveiddir af níu hvala kvóta. Í viðtali við Morgunblaðið segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals að dagsbirtu njóti æ skemur á hverjum degi, og við bætist rigningarsuddi og slæm spá næstu daga, en ekki er hægt að veiða hval nema í góðu skygni. Innlent 3.11.2006 07:11
Ríflega 3.000 króna verðmunur Skipting, umfelgun og jafnvægisstilling fyrir fólksbíl á sextán tommu dekkjum með stál-felgum er dýrust hjá Betra gripi í Lágmúla en þar kostar þjónustan 7.760 krónur. Ódýrust er þjónustan hjá Bílkó í Kópavogi þar sem hún kostar 4.690 og er munurinn því 3.070 krónur eða 65,5 prósent. Innlent 2.11.2006 21:58
Útlendingum fjölgar Erlendum félagsmönnum í Verkalýðsfélagi Akraness hefur fjölgað gífurlega að undanförnu. Þeir eru nú um 200 talsins eða um níu prósent af fullgildum félagsmönnum. Þetta kemur fram á vef Verkalýðsfélagsins. Langflestir af erlendu starfsmönnunum koma frá Póllandi, eða um 120 manns. Innlent 2.11.2006 21:57
Karlar með 42 prósenta hærri laun en konur Heildarlaun karla sem eru félagar innan Starfsgreinasambandsins eru að meðaltali rúmlega 42 prósentum hærri en laun kvenna í sömu félögum. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup vann í haust. Innlent 2.11.2006 21:57
Fundað um flokksskrár Sjálfstæðisflokks Framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins mun taka fyrir deilur um flokksskrár Sjálfstæðisflokksins á fundi á mánudagsmorgun. Engra tíðinda er að vænta frá flokknum fyrr en eftir þann fund samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Innlent 2.11.2006 21:57
Ekki tekið mið af 91 milljarðs verðmætamati Á borgarráðsfundi í gær lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram bókun um að borgarstjóri Reykjavíkur hafi selt hlut borgarinnar í Landsvirkjun fyrir óviðunandi verð. En hluturinn var seldur miðað við að heildarverðmæti fyrirtækisins væri 61 milljarður. Innlent 2.11.2006 21:57
Landsbjörg aflar fjár með neyðarkalli Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur í dag sölu á svokölluðum neyðarkalli. Hann verður seldur um helgina í fjáröflun Landsbjargar til styrktar starfsemi sinni. Fjáröflunin hefur mikla þýðingu fyrir starfsemina segir Landsbjörg. Innlent 2.11.2006 21:58
Skýrslutökum lýkur senn Rannsókn yfirvalda á því hvort símar í utanríkisráðuneytinu hafi verið hleraðir eftir 1991, sem stýrt er af Ólafi Þór Haukssyni, er langt komin. Ólafur Þór segir nokkrar skýrslutökur eftir enn þá. Innlent 2.11.2006 21:57
Sátt um Siv í fyrsta sætinu í Kraganum Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi ganga frá framboðslista sínum á auka kjördæmisþingi á laugardag. Siv Friðleifsdóttir sækist ein eftir fyrsta sætinu en fjórir vilja annað sætið. Framsóknarmenn eiga eitt þingsæti í kjördæminu. Innlent 2.11.2006 21:58
Athugasemdirnar alvarlegar Viðbrögð mín við skrifum Vilhjálms Egilssonar eru þau að ljóst er að þessar athugasemdir frá Samtökum atvinnulífsins eru alvarlegar. Ég og við sem í nefndinni sitjum munum taka þær til rækilegrar skoðunar við vinnslu málsins,“ Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar alþingis. „Ég mun ekki tjá mig um þessar hugleiðingar Vilhjálms að svo stöddu en mun fara yfir þær af nákvæmni við afgreiðslu málsins í heild.“ Innlent 2.11.2006 21:57
Meintur barnaníðingur tekinn Lögreglan á Akureyri rannsakar nú mál meints barnaníðings gegn tíu ára telpu. Hann var tekinn til yfirheyrslu fyrr í vikunni og mun hafa játað sök, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Innlent 2.11.2006 21:58
Sátt um meginefni fjölmiðlafrumvarps Stjórnarandstaðan er hlynnt nýju frumvarpi um fjölmiðla. Í því er kveðið á um að enginn megi eiga meira en fjórðungshlut í fjölmiðli með ráðandi stöðu. Innlent 2.11.2006 21:58
Unglingarnir verða að ganga í skólann Óánægju gætir meðal foreldra í Vesturbænum vegna nýrra reglna varðandi skólaakstur eða strætómiða í skólann. Unglingar í sjötta til tíunda bekk verða nú að búa í meira en tveggja kílómetra fjarlægð frá Hagaskóla til að fá strætómiða og hafa ekki í annan skóla að venda þar sem Hagaskóli er eini grunnskólinn í Vesturbænum fyrir áttunda til tíunda bekk. Innlent 2.11.2006 21:57
Ökuníðingar hljóta mun þyngri refsingar Sektir vegna umferðarlagabrota munu hækka og gert er ráð fyrir upptöku ökutækja vegna grófra og ítrekaðra brota. Þetta er eitt af því sem fram kemur í nýjum lögum sem taka munu gildi 1. desember og í apríl á næsta ári. Innlent 2.11.2006 21:58
Kynferðisbrot fyrnist ekki Lagafrumvarp um afnám fyrningarfrests vegna kynferðisbrots gegn börnum hefur verið lagt fram á Alþingi í fjórða sinn og er Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, fyrsti flutningsmaður. Innlent 2.11.2006 21:57
Hart sótt að sitjandi þingmönnum Nítján bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjödæmi. Flokkurinn á nú fjóra þingmenn í kjördæminu og gefa sautján kost á sér í fjögur efstu sætin. Innlent 2.11.2006 21:58