Innlent

Fréttamynd

Ólíklegt að friðargæsluliðar verði kallaðir heim

Engar ákvarðanir voru teknar um framtíð friðargæslunnar á Srí Lanka á fundi Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra með starfsbróður hennar frá Noregi sem fram fór í morgun. Ólíklegt er þó talið að íslensku friðargæsluliðarnir verði kallaðir heim.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvuðu vinnu á byggingarsvæði álvers

Hópur fólk sem er andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar stöðvaði í morgun vinnu á byggingarsvæði Bechtel og Alcoa á Reyðarfirði til þess að láta í ljós andstöðu sína við virkjuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðist í veltu á Fljótsdalsheiði

Ökumaður var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hann missti stjórn á bíl sínum á Fljótsdalsheiði í gær með þeim afleiðingum að bíllinn valt og er gerónýtur.

Innlent
Fréttamynd

Enn samdráttur á fasteignamarkaði

Umsvif á fasteignamarkaði halda áfram að dragast saman og var aðeins 67 samningum þinglsýst á höfuðborgarsvæðinu í vikunni eftir verslunarmannahelgina. Það er meira en hundrað samningum færra en í sömu viku í fyrra og 59 samningum undir meðaltali síðustu tólf vikna.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að aka niður lögregluþjóna

Ökumaður á aflmiklum bíl gerði tilraun til að aka niður tvo lögrelgumenn á Neshaga í Reykjavík í nótt. Þeir köstuðu sér frá á síðustu stundu en bíllinn lenti utan í öðrum lögreglumanninum,sem slapp ómeiddur, en við það brotnaði baksýnisspegill af bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra segir stefna í sameiningu háskóla

Menntamálaráðherra segir allt stefna í að Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinist og verði einn skóli. Sameining verður hugsanlega hinn 1. júlí 2008. Rektorar beggja skólanna líta sameiningu mjög jákvæðum augum.

Innlent
Fréttamynd

Rektor segir löngu tímabært að lengja kennaranám

Ólafur Proppé, rektor KHÍ, segir löngu tímabært að lengja kennaranámið og segir skýrslu OECD draga fram mikilvægi menntamála. Meirihluti nemenda við KHÍ hefur hug á því að taka meistaragráðu við skólann að ári.

Innlent
Fréttamynd

Segir bankana okra á viðskiptavinum

Neytendasamtökin fá reglulega kvartanir vegna yfirdráttargjalda bankanna. Formaður samtakanna kallar gjöldin hreint okur. Engar reglur gilda um hversu mikið bankar mega rukka þá sem fara umfram heimild á debetreikningi.

Innlent
Fréttamynd

Tæplega 400 með lífshættulega offitu

Alls bíða nú um þúsund manns þjónustu fjögurra sviða á Reykjalundi. Lengstur er biðlistinn á næringarsvið en þar bíða 390 manns og er biðtíminn tíu mánuðir. Aukið fjármagn heilbrigðisráðuneytisins mun stytta biðtímann.

Innlent
Fréttamynd

Í gifsi á báðum eftir Gay pride

Juan Gabriel Rios Kristjánsson, hálfþrítugur efnafræðinemi, slasaðist á báðum höndum á sýningu í tilefni Gleðigöngu samkynhneigðra á laugardaginn.

Innlent
Fréttamynd

Mikið úrval borgarferða

Haustið er tími borgarferðanna og þetta árið bjóða ferðaskrifstofur upp á fjölda helgarferða á spennandi áfangastaði. Borgir Austur-Evrópu virðast vera vinsælastar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast svara um flugöryggi

Félag íslenskra flugumferðarstjóra spyr flugmálastjóra hvort flugumferðarstjóri sem telji sig tímabundið óhæfan til að sinna starfi sínu eigi samt að mæta til vinnu frekar en að tilkynna forföll. Þessi spurning kemur fram í bréfi sem félagið hefur sent Þorsteini Pálssyni flugmálastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Skatttekjur ríkisins þriðjungi hærri

Framteljendur og fyrirtæki landsins fengu hærri tekjur og högnuðust meira á fyrri árshelmingi 2006 en á sama tímabili í fyrra. Skatttekjur ríkissjóðs af tekjum og hagnaði þeirra voru þar af leiðandi þriðjungi hærri. Þetta gerist þrátt fyrir að tekjuskattsprósenta á einstaklinga hafi lækkað um seinustu áramót. Almennt verðlag hækkaði um 5,7 prósent frá því í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um barnamisnotkun

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum á samkomu línudansara í Heimalandi í Rangárþingi um verslunarmannahelgina.

Innlent
Fréttamynd

Segir ákvæði í kjara- samningum vera lögmæt

Magnús Norðdahl, lögfræðingur hjá ASÍ, tekur ekki undir álit Elínar Blöndal lögfræðings um að forgangsréttarákvæði í kjarasamningum á Íslandi kunni að brjóta í bága við Mannréttindasáttmála Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Luku hringferð á Ingólfstorgi

Hjólreiðakapparnir þrír sem hafa hjólað kringum Ísland til að kynna starfsemi Spes-samtakanna luku ferð sinni í gær. Vilhjálmur Þ.

Innlent
Fréttamynd

Gini-stuðull vandmeðfarinn

Sú staðreynd að tekjudreifing er að minnka er ekki endilega merki um það að pottur sé brotinn í skattkerfi landsins, segir Sveinn Agnarsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun.

Innlent
Fréttamynd

Undirskriftasöfnun hafin

Undirskriftasöfnun hefur verið hrundið af stað að frumkvæði starfsfólks leikskóla gegn ákvörðun meirihluta í borgar­stjórn Reykjavíkur um að kljúfa menntaráð í tvennt og stofna sérstakt leikskólaráð.

Innlent
Fréttamynd

Annar áfangi í fullum gangi

Endurbætur á Þjóðleikhúsinu að utanverðu eru í fullum gangi. Að sögn Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra er stefnt að því að utanhússviðgerðum ljúki næsta sumar og haust.

Innlent
Fréttamynd

Reykur í Alþingishúsinu

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Alþingishúsinu um klukkan tíu í gærmorgun eftir að boð bárust um reyk í húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Módel Gríms sýnd í Noregi

Ákveðið hefur verið að sýna skipamódel Gríms Karlssonar, skipstjóra og módelsmiðar frá Reykjanesbæ, af hundrað ára gömlum norskum síldveiðiskipum víðs vegar um Noreg. Verkefnið er fjármagnað af Glitni og ýmsum aðilum í Noregi.

Innlent
Fréttamynd

Hætti sundinu vegna myrkurs

Listamaðurinn og sundkappinn Benedikt Lafleur þurfti að hætta sundi í öðrum áfanga hring­sunds síns um Reykjavík í gær. Að sögn hans var myrkur og skyggni farið að hamla för hans og björgunar­sveitarmenn gátu ekki tryggt öryggi hans lengur.

Innlent
Fréttamynd

Eltu lögbrjóta uppi á hlaupum

Ökumaður og farþegar bíls reyndu að stinga lögreglu af á hlaupum í gær en tókst ekki. Eltingaleikurinn hófst þegar lögregla mældi bíl þeirra á níutíu og níu kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er sextíu kílómetrar á klukkustund. Ökumaður virti ekki stöðvunarmerki lögreglu heldur gaf í og reyndi að stinga lögreglu af.

Innlent
Fréttamynd

Minntir á framtalsskil

Þrettánhundurð og tuttugu einstaklingar fengu bréf frá Tryggingastofnun Ríkisins í síðasta mánuði vegna ófullnægjandi framtalsskila.

Innlent
Fréttamynd

Að bíða og bíða bana

Fyrir þremur árum þustu Bandaríkjamenn og Bretar inn í Bagdad, með stuðningi okkar Íslendinga og fleiri staðfastra þjóða. Írak var hernumið á nokkrum dögum, Saddam steypt af stóli og herinn leystur upp. Allt var það liður í heimsvíðu stríði Bush gegn hryðjuverkastarfsemi, hefnd fyrir árásina á New York. Samt var ekki hægt að tengja þá aðgerð við Írak. Samt var vitað að vonlaust yrði að „frelsa“ Írak, líkt og nú hefur komið á daginn. Og samt var það líka alveg pottþétt að innrásin myndi geta af sér enn frekari hryðjuverk. Líkt og einnig hefur komið á daginn.

Fastir pennar