Mikið úrval borgarferða 14. ágúst 2006 07:30 Borgarferðir Höfuðborg Slóveníu, Ljubljana, er vinsæll áfangastaður í haust en Heimsferðir og Úrval Útsýn eru með beint leiguflug til borgarinnar. Haustið er tími borgarferðanna og þetta árið bjóða ferðaskrifstofur upp á fjölda helgarferða á spennandi áfangastaði. Borgir Austur-Evrópu virðast vera vinsælastar í dag. Í ár verða ferðir til Zagreb, Ljubljana, Varsjár, Búdapest, Prag, Krakár, Tallinn og Vilníus í beinu leiguflugi. Hægt er að fá þriggja daga ferðir til þessara borga frá fjörutíu þúsundum miðað við mann í tvíbýli en eftir gæðum gistingar og landi hækkar verðið. Fyrir þá sem vilja heldur gamlar perlur Vestur-Evrópu er einnig boðið upp á hefðbundnar helgarferðir til staða á borð við Róm og Kaupmannahöfn, auk borga í Bandaríkjunum. Úrval Útsýn býður upp á fjölda borgarferða til gamalla og nýrra áfangastaða. „Það sem er nýtt er ferð til Zagreb í Króatíu og til Lúxemborgar í aðventuferð í nóvember. Einnig erum við með ferðir til Varsjár í september,“ segir Guðrún Sigurgeirsdóttir framleiðslustjóri. Einnig eru ferðir til Dublin, Edinborgar, Madríd og Barcelona, auk Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu. Hjá Plúsferðum er einnig boðið upp á ferðir til Zagreb, Lúxemborgar og Varsjár og hefur selst vel í þær. „Þetta er tíminn, þegar kemur fram yfir verslunarmannahelgi vill fólk fara í borgarferð. Íslendingar eru mjög nýjungagjarnir og vilja prófa eitthvað nýtt,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sölustjóri Plúsferða. Að auki er boðið upp á ferðir til Dublin, Madrídar og Rómar. Þetta árið eru Heimsferðir með borgarferðir til Barcelona, Prag, Budapest, Krakár í Póllandi og Ljubljana, en Heimsferðir bættu við aukaferð til Ljubljana vegna mikillar eftirspurnar. Terra Nova hefur ekki boðið upp á borgarferðir áður en nú er ferðaskrifstofan með ferðir á nýjar slóðir. „Við verðum með ferðir til Tallinn í Eistlandi og Vilníus í Litháen í október og nóvember en það eru ofboðslega fallegar borgir. Einnig verður ein ferð til Sofiu í Búlgaríu,“ segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Terra Nova. Icelandair er með borgarferðir á flesta áfangastaði í Bandaríkjunum og Evrópu. Síðustu ár hafa verslunarferðir til Minneapolis verið mjög vinsælar á haustin. Expresss ferðir, dótturfyrirtæki Iceland Express, býður upp á borgarferðir til áfangastaða Iceland Express, það er að segja London, Kaupmannahafnar og Berlín, í haust. Ferðaskrifstofan býður upp á flug og gistingu en getur einnig skipulagt tónleikaferðir og aðrar menningarferðir eftir óskum fólks. „Svo voru julefrukost-ferðir til Kaupmannahafnar mjög vinsælar í fyrra, þær munu verða í nóvember og desember og við setjum það í sölu innan skammas. Þetta er helgarferð þar sem fólk fer eitt kvöld á veitingastað í julefrukost-kvöldverð,“ segir Bragi Hinrik Magnússon sölustjóri. „Svo munum við bjóða upp á hversdagsferðir svokallaðar en þá er farið í miðri viku, t.d. á þriðjudegi til fimmtudags á um þrjátíu þúsund með öllu,“ segir Bragi. Hægt verður að bóka ferðirnar á Expressferdir.is. Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Haustið er tími borgarferðanna og þetta árið bjóða ferðaskrifstofur upp á fjölda helgarferða á spennandi áfangastaði. Borgir Austur-Evrópu virðast vera vinsælastar í dag. Í ár verða ferðir til Zagreb, Ljubljana, Varsjár, Búdapest, Prag, Krakár, Tallinn og Vilníus í beinu leiguflugi. Hægt er að fá þriggja daga ferðir til þessara borga frá fjörutíu þúsundum miðað við mann í tvíbýli en eftir gæðum gistingar og landi hækkar verðið. Fyrir þá sem vilja heldur gamlar perlur Vestur-Evrópu er einnig boðið upp á hefðbundnar helgarferðir til staða á borð við Róm og Kaupmannahöfn, auk borga í Bandaríkjunum. Úrval Útsýn býður upp á fjölda borgarferða til gamalla og nýrra áfangastaða. „Það sem er nýtt er ferð til Zagreb í Króatíu og til Lúxemborgar í aðventuferð í nóvember. Einnig erum við með ferðir til Varsjár í september,“ segir Guðrún Sigurgeirsdóttir framleiðslustjóri. Einnig eru ferðir til Dublin, Edinborgar, Madríd og Barcelona, auk Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu. Hjá Plúsferðum er einnig boðið upp á ferðir til Zagreb, Lúxemborgar og Varsjár og hefur selst vel í þær. „Þetta er tíminn, þegar kemur fram yfir verslunarmannahelgi vill fólk fara í borgarferð. Íslendingar eru mjög nýjungagjarnir og vilja prófa eitthvað nýtt,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sölustjóri Plúsferða. Að auki er boðið upp á ferðir til Dublin, Madrídar og Rómar. Þetta árið eru Heimsferðir með borgarferðir til Barcelona, Prag, Budapest, Krakár í Póllandi og Ljubljana, en Heimsferðir bættu við aukaferð til Ljubljana vegna mikillar eftirspurnar. Terra Nova hefur ekki boðið upp á borgarferðir áður en nú er ferðaskrifstofan með ferðir á nýjar slóðir. „Við verðum með ferðir til Tallinn í Eistlandi og Vilníus í Litháen í október og nóvember en það eru ofboðslega fallegar borgir. Einnig verður ein ferð til Sofiu í Búlgaríu,“ segir Bjarni Ingólfsson, markaðsstjóri Terra Nova. Icelandair er með borgarferðir á flesta áfangastaði í Bandaríkjunum og Evrópu. Síðustu ár hafa verslunarferðir til Minneapolis verið mjög vinsælar á haustin. Expresss ferðir, dótturfyrirtæki Iceland Express, býður upp á borgarferðir til áfangastaða Iceland Express, það er að segja London, Kaupmannahafnar og Berlín, í haust. Ferðaskrifstofan býður upp á flug og gistingu en getur einnig skipulagt tónleikaferðir og aðrar menningarferðir eftir óskum fólks. „Svo voru julefrukost-ferðir til Kaupmannahafnar mjög vinsælar í fyrra, þær munu verða í nóvember og desember og við setjum það í sölu innan skammas. Þetta er helgarferð þar sem fólk fer eitt kvöld á veitingastað í julefrukost-kvöldverð,“ segir Bragi Hinrik Magnússon sölustjóri. „Svo munum við bjóða upp á hversdagsferðir svokallaðar en þá er farið í miðri viku, t.d. á þriðjudegi til fimmtudags á um þrjátíu þúsund með öllu,“ segir Bragi. Hægt verður að bóka ferðirnar á Expressferdir.is.
Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira