Fótbolti

Fréttamynd

„Bayern myndi aldrei leyfa mér það“

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir „einhverjar líkur“ á því að hún geti spilað með Íslandi í umspilsleiknum mikilvæga 11. október um sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég spilaði EM á verkjalyfjum“

Þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafi notið þess að láta ljós sitt skína á EM í fótbolta í sumar þá var hún um leið hreinlega að pína sig áfram. Rútuferðir á milli staða voru henni sérstaklega erfiðar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta þýðir að við erum komin langt út í horn“

„Þetta var tap í mjög mikilvægum leik. Þetta þýðir að við erum komin langt út í horn, búnar að mála okkur út í horn. Þetta er ekki búið ennþá en við hefðum þurft þrjú stig til að eiga góðan séns í síðustu þrjá,“ sagði Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR, eftir 2-1 tap á móti Aftureldingu í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Mendy sýknaður af einni nauðgunarákæru

Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy hefur verið sýknaður af einni nauðgunarákæru. Hann er þó enn ákærður fyrir sjö nauðganir, eina tilraun til nauðgunnar og kynferðislegt áreiti gegn sex ungum konum.

Fótbolti
Fréttamynd

Berlusconi sagði Stroppa að stoppa

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og nú eigandi knattspyrnufélagsins Monza, var ekki lengi að missa þolinmæðina og rak Giovanni Stroppa úr starfi þjálfara liðsins, þó að tímabilið í ítölsku A-deildinni sé svo til nýhafið.

Fótbolti
Fréttamynd

Reggístrákarnir sem bíða Heimis

Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Heimir að taka við Jamaíku

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á föstudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Dybala kom Roma aftur á sigur­braut

Roma lagði Empoli 2-1 í eina leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Rómverjar þurftu nauðsynlega á sigrinum að halda eftir neyðarlegt tap gegn Udinese í síðustu umferð og Ludogorets í Evrópudeildinni í kjölfarið.

Fótbolti