Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 14:01 Heimir Hallgrímsson á fyrir höndum verðugt verkefni með jamaíska landsliðinu ef fram heldur sem horfir. Getty/@cedellamarley Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. Þó að Heimir hafi enn ekki verið kynntur sem þjálfari Jamaíku bendir allt til þess að það verði gert á föstudaginn. Jamaíski miðillinn The Gleaner gekk svo langt að segja að Heimir hefði þegar haft sitt að segja um valið á nýjasta landsliðshópi Jamaíku, sem mæta mun Argentínu í vináttulandsleik undir lok mánaðarins. Það virðist hafa vakið mikla athygli og reiði að í þeim landsliðshópi er hvergi að finna Andre Blake, sem verið hefur fyrirliði og aðalmarkvörður Jamaíku. Blake er 31 árs og ver mark Philadelphia Union sem er á toppi MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Gagnrýndi sambandið á samfélagsmiðlum Blake segist sjálfur ekki vita af hverju hann hafi ekki verið valinn og á samfélagsmiðlum hefur mynd verið í dreifingu þar sem segir: „Við stöndum með Blake. 9.24.22 verður sögulegur,“ en jamaíski landsliðshópurinn á einmitt að koma saman 24. september og virðist myndin gefa til kynna að liðsfélagar Blake ætli að sýna honum stuðning með einhverjum hætti. Talið er að Blake hafi angrað nýju vinnuveitendurna hans Heimis í jamaíska knattspyrnusambandinu þegar hann skrifaði við færslu á samfélagsmiðlum, þess efnis að nýr landsliðsþjálfari yrði kynntur bráðlega; „Nýr aðalþjálfari með sama knattspyrnusambandi mun væntanlega skila sömu niðurstöðu.“ Marley vill að barist verði fyrir réttindum Cedella Marley, dóttir söngvarans Bobs Marley og sérlegur sendiherra jamaíska kvennalandsliðsins, hefur blandað sér í málið og gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna fjarveru Blakes. Hún hefur áður verið ósátt með störf sambandsins, sem leitt er af Michael Ricketts. View this post on Instagram A post shared by Cedella Marley (@cedellamarley) „Hvernig getur staðið á því að fyrirliði karlalandsliðsins okkar er ekki valinn í sögulegan leik gegn Argentínu? Af hverju líður mér eins og að það sé verið að refsa honum fyrir að rísa upp gegn jamaíska knattspyrnusambandinu? Það er allur heimurinn að fylgjast með @jff_football. Þið getið stundum blekkt suma en þið getið ekki stöðugt blekkt alla, og nú sjáum við ljósið og RÍSUM FYRIR RÉTTINDUM OKKAR,“ skrifaði Cedella Marley, og vísaði í lag föður síns. Blake hefur ásamt fleirum af reyndari leikmönnum landsliðsins gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna þess hvernig hugsað er um liðið. Þeir kröfðust til að mynda afsagnar aðalritara sambandsins, Dalton Wint, í júní. „Þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir“ Sjálfur veit Blake ekki hver stendur á bakvið myndina sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem segir að staðið verði við bakið á honum: „Ég veit ekki hver skrifaði þetta en ég er búinn að sjá þetta og skrif Marley. Ég hef ekki heyrt persónulega frá neinum af liðsfélögum mínum enn þá. Ég heyrði í einum fyrrverandi leikmanni en ekki meira en það,“ sagði Blake við The Gleaner. Hann telur knattspyrnusambandið hafa tekið þá ákvörðun að velja hann ekki, vegna skrifa hans á samfélagsmiðlum: „Ég er ekki hissa því þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir þeim. Ef að þetta er lausnin þeirra þegar einhver krefst meira af þeim, þá er komin ástæðan fyrir því að hlutirnir eru eins og þeir eru. Svona svar er ömurlegt og barnalegt en ég læt þetta ekki slá mig út af laginu,“ sagði Blake. Fótbolti Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir að taka við Jamaíku Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á föstudaginn. 13. september 2022 07:53 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira
Þó að Heimir hafi enn ekki verið kynntur sem þjálfari Jamaíku bendir allt til þess að það verði gert á föstudaginn. Jamaíski miðillinn The Gleaner gekk svo langt að segja að Heimir hefði þegar haft sitt að segja um valið á nýjasta landsliðshópi Jamaíku, sem mæta mun Argentínu í vináttulandsleik undir lok mánaðarins. Það virðist hafa vakið mikla athygli og reiði að í þeim landsliðshópi er hvergi að finna Andre Blake, sem verið hefur fyrirliði og aðalmarkvörður Jamaíku. Blake er 31 árs og ver mark Philadelphia Union sem er á toppi MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Gagnrýndi sambandið á samfélagsmiðlum Blake segist sjálfur ekki vita af hverju hann hafi ekki verið valinn og á samfélagsmiðlum hefur mynd verið í dreifingu þar sem segir: „Við stöndum með Blake. 9.24.22 verður sögulegur,“ en jamaíski landsliðshópurinn á einmitt að koma saman 24. september og virðist myndin gefa til kynna að liðsfélagar Blake ætli að sýna honum stuðning með einhverjum hætti. Talið er að Blake hafi angrað nýju vinnuveitendurna hans Heimis í jamaíska knattspyrnusambandinu þegar hann skrifaði við færslu á samfélagsmiðlum, þess efnis að nýr landsliðsþjálfari yrði kynntur bráðlega; „Nýr aðalþjálfari með sama knattspyrnusambandi mun væntanlega skila sömu niðurstöðu.“ Marley vill að barist verði fyrir réttindum Cedella Marley, dóttir söngvarans Bobs Marley og sérlegur sendiherra jamaíska kvennalandsliðsins, hefur blandað sér í málið og gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna fjarveru Blakes. Hún hefur áður verið ósátt með störf sambandsins, sem leitt er af Michael Ricketts. View this post on Instagram A post shared by Cedella Marley (@cedellamarley) „Hvernig getur staðið á því að fyrirliði karlalandsliðsins okkar er ekki valinn í sögulegan leik gegn Argentínu? Af hverju líður mér eins og að það sé verið að refsa honum fyrir að rísa upp gegn jamaíska knattspyrnusambandinu? Það er allur heimurinn að fylgjast með @jff_football. Þið getið stundum blekkt suma en þið getið ekki stöðugt blekkt alla, og nú sjáum við ljósið og RÍSUM FYRIR RÉTTINDUM OKKAR,“ skrifaði Cedella Marley, og vísaði í lag föður síns. Blake hefur ásamt fleirum af reyndari leikmönnum landsliðsins gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna þess hvernig hugsað er um liðið. Þeir kröfðust til að mynda afsagnar aðalritara sambandsins, Dalton Wint, í júní. „Þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir“ Sjálfur veit Blake ekki hver stendur á bakvið myndina sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem segir að staðið verði við bakið á honum: „Ég veit ekki hver skrifaði þetta en ég er búinn að sjá þetta og skrif Marley. Ég hef ekki heyrt persónulega frá neinum af liðsfélögum mínum enn þá. Ég heyrði í einum fyrrverandi leikmanni en ekki meira en það,“ sagði Blake við The Gleaner. Hann telur knattspyrnusambandið hafa tekið þá ákvörðun að velja hann ekki, vegna skrifa hans á samfélagsmiðlum: „Ég er ekki hissa því þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir þeim. Ef að þetta er lausnin þeirra þegar einhver krefst meira af þeim, þá er komin ástæðan fyrir því að hlutirnir eru eins og þeir eru. Svona svar er ömurlegt og barnalegt en ég læt þetta ekki slá mig út af laginu,“ sagði Blake.
Fótbolti Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir að taka við Jamaíku Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á föstudaginn. 13. september 2022 07:53 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Sjá meira
Heimir að taka við Jamaíku Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á föstudaginn. 13. september 2022 07:53