Reggístrákarnir sem bíða Heimis Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 10:33 Heimir Hallgrímsson byrjar á glímu við Argentínu, rétt eins og á HM í Rússlandi þegar hann þjálfaði íslenska landsliðið. Getty/Simon Stacpoole Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum. Samkvæmt frétt jamaíska miðilsins The Gleaner verður Heimir kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku á föstudaginn. Næsti leikur Jamaíku, eða Reggístrákanna eins og leikmenn liðsins eru kallaðir, er vináttulandsleikur við Argentínu 27. september, á heimavelli New York Red Bulls í Bandaríkjunum. Samkvæmt The Gleaner átti Heimir þátt í að velja þá 29 leikmenn sem valdir hafa verið fyrir leikinn við Argentínu. Sex þeirra eru titlaðir sem varamenn inn í hópinn. Michail Antonio hefur sýnt það með West Ham að hann kann alveg að skora mörk.Getty Antonio þekktasta nafnið Michail Antonio, framherji West Ham í ensku úrvalsdeildinni, er sennilega þekktasti landsliðsmaður Jamaíku. Hann er með í hópnum núna eftir að hafa ekki verið með í júní þegar liðið tryggði sig inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku. Fleiri leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum því þar eru einnig Leon Bailey, kantmaður Aston Villa, og Bobby Reid, sóknarmaður Fulham. Úrslitin hjá Jamaíku síðustu misseri hafa ekki verið eitthvað til að hrópa húrra fyrir en þó er liðið komið inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku, sem fram fer næsta sumar.Getty Einnig má nefna miðjumanninn Ravel Morrison sem hóf feril sinn með Manchester United og West Ham en er núna leikmaður Wayne Rooney hjá D.C. United. Morrison, Antonio og Reid eiga það allir sameiginlegt að vera frá Englandi en eiga ættir að rekja til Jamaíku. Leikmennina 23 sem eru í aðallandsliðshópnum má sjá hér að neðan. Leikmannahópur Jamaíku fyrir vináttulandsleikinn við Argentínu.@jff_football Jamaíka er í 62. sæti á heimslista FIFA, einu sæti fyrir ofan Ísland. Liðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 1998 og féll liðið út í riðlakeppninni. Jamaíka hefur yfirleitt komist í Gullbikarinn en féll þar úr leik í 8-liða úrslitum í fyrra. Liðið vann silfurverðlaun á mótinu árin 2015 og 2017 og varð í 4. sæti 2019. Ljóst er að Jamaíka verður með á mótinu sem fram fer 26. júní til 16. júlí næsta sumar. Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. 4. mars 2021 23:30 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Sjá meira
Samkvæmt frétt jamaíska miðilsins The Gleaner verður Heimir kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku á föstudaginn. Næsti leikur Jamaíku, eða Reggístrákanna eins og leikmenn liðsins eru kallaðir, er vináttulandsleikur við Argentínu 27. september, á heimavelli New York Red Bulls í Bandaríkjunum. Samkvæmt The Gleaner átti Heimir þátt í að velja þá 29 leikmenn sem valdir hafa verið fyrir leikinn við Argentínu. Sex þeirra eru titlaðir sem varamenn inn í hópinn. Michail Antonio hefur sýnt það með West Ham að hann kann alveg að skora mörk.Getty Antonio þekktasta nafnið Michail Antonio, framherji West Ham í ensku úrvalsdeildinni, er sennilega þekktasti landsliðsmaður Jamaíku. Hann er með í hópnum núna eftir að hafa ekki verið með í júní þegar liðið tryggði sig inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku. Fleiri leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum því þar eru einnig Leon Bailey, kantmaður Aston Villa, og Bobby Reid, sóknarmaður Fulham. Úrslitin hjá Jamaíku síðustu misseri hafa ekki verið eitthvað til að hrópa húrra fyrir en þó er liðið komið inn í Gullbikarinn, keppni landsliða Norður- og Mið-Ameríku, sem fram fer næsta sumar.Getty Einnig má nefna miðjumanninn Ravel Morrison sem hóf feril sinn með Manchester United og West Ham en er núna leikmaður Wayne Rooney hjá D.C. United. Morrison, Antonio og Reid eiga það allir sameiginlegt að vera frá Englandi en eiga ættir að rekja til Jamaíku. Leikmennina 23 sem eru í aðallandsliðshópnum má sjá hér að neðan. Leikmannahópur Jamaíku fyrir vináttulandsleikinn við Argentínu.@jff_football Jamaíka er í 62. sæti á heimslista FIFA, einu sæti fyrir ofan Ísland. Liðið hefur einu sinni komist á HM en það var árið 1998 og féll liðið út í riðlakeppninni. Jamaíka hefur yfirleitt komist í Gullbikarinn en féll þar úr leik í 8-liða úrslitum í fyrra. Liðið vann silfurverðlaun á mótinu árin 2015 og 2017 og varð í 4. sæti 2019. Ljóst er að Jamaíka verður með á mótinu sem fram fer 26. júní til 16. júlí næsta sumar.
Fótbolti Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. 4. mars 2021 23:30 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Sjá meira
Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022. 4. mars 2021 23:30