Fótbolti

Fréttamynd

N1 endurnýjar stuðninginn við KSÍ

N1 og KSÍ hafa endurnýjað samstarf sitt til næstu tveggja ára en samningur þess efnis var undirritaður á Laugardalsvelli á dögunum. Fyrsti samstarfssamningurinn þeirra á milli var undirritaður árið 2014 og felur samningurinn í sér að N1 verði áfram einn helsti bakhjarl KSÍ í bæði kvenna- og karlaknattspyrnu, auk þess að styðja við unga knattspyrnuiðkendur um allt land.

Samstarf
Fréttamynd

Umfjöllun: Breiða­blik 4 -1 KA | Blikar aftur á sigurbraut

Topplið Breiðabliks vann sannfærandi 4-1 sigur á KA á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sem að töpuðu sínum fyrsta leik í seinustu umferð slökktu á öllum gagnrýnisröddum með því að skora 4 mörk gegn KA sem að höfðu fyrir leikinn í kvöld einungis fengið 8 mörk á sig í 9 leikjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Kom ekkert annað til greina, þetta skiptir svo miklu máli“

Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, er gríðarlega ánægður með nýja aðstöðu KA á Akureyri. Þó enn sé nokkuð í land að félagið verði með aðstöðu sem jafnist á við þær bestu hér á landi er um að ræða skref í rétta átt. Arnar lagði sjálfur hönd á plóg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jesus eftirsóttur í Lundúnum

Tottenham Hotspur virðist ætla að stela Gabriel Jesus undan nefinu á nágrönnum sínum í Arsenal. Skytturnar hafa verið á eftir framherja Englandsmeistara Manchester City það sem af er sumri en nú er Tottenham komið inn í myndina.

Fótbolti
Fréttamynd

Lög­reglan vill fram­lengja gæslu­varð­hald Greenwood

Í næstu viku mun lögreglan í Manchester fara fram á að gæsluvarðhald Mason Greenwood verði framlengt. Hann er grunaður um að beita þáverandi kærustu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi. Greenwood ku hafa gengið í skrokk á henni, brotið á henni kynferðislega og hótað að drepa hana.

Enski boltinn