Nítján dagar í EM: Finnst sveppir ógeðslegir, elskar að prjóna og er sprenglærð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 11:01 Dagný í einum af 101 A-landsleik sínum. Vísir/Hulda Margrét Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United, er þriðja í röðinni. Það þarf vart að kynna Dagnýju Brynjarsdóttur fyrir landanum enda verið máttarstólpi í íslenska landsliðinu síðan elstu Íslendingar muna, svona þannig allavega. Hin þrítuga Dagný lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2010 en alls hefur hún spilað 101 A-landsleik, skorað 34 mörk og farið tvívegis á Evrópumót. Eitt markanna kom í 1-0 sigri Íslands gegn Hollandi á EM 2013 en það er til þessa eini sigur Íslands á stórmóti. Dagný stefnir eflaust á að bæta við fleiri mörkum, og sigrum, á EM í sumar. Á tíma sínum í atvinnumennsku spilaði Dagný með þýska stórliðinu Bayern Munchen og bandaríska stórliðinu Portland Thorns áður en hún samdi við West Ham á síðasta ári. Hér á landi hefur hún leikið með sameiginlegu liði KFR og Ægis, Val og Selfossi. Dagný í leik með West Ham.Bradley Collyer/Getty Images Þá lék Dagný með Florida State háskólanum í Bandaríkjunum frá 2011 til 2014. Þar spilaði hún 87 leiki og skoraði 44 mörk. Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2006 þá 14 ára gömul með sameiginlegu liði KFR/Ægi. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Mark Krikorian (þjálfari Dagnýjar hjá Florida State). Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? I Have A Dream með ABBA. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já mjög margir. Vinir, fjölskylda og tengdafjölskylda. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BS-gráðu í Sport Management og Meistaragráðu í heilsuþjálfun og kennslu. Er einnig lærður einkaþjálfari og styrktarþjálfari. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Superfly. Uppáhalds lið í enska? West Ham United. Uppáhalds tölvuleikur? Hef ekki tíma fyrir tölvuleiki. Uppáhalds matur? Lasagne og fiskur. Fyndnust í landsliðinu? Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður). Gáfuðust í landsliðinu? Hlýtur að vera Hallbera (Guðný Gísladóttir). Hún vinnur alltaf spurningakeppnirnar! Óstundvísust í landsliðinu? Sveindís (Jane Jónsdóttir). Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Spánn. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Prjóna og spjalla. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Crystal Dunn (landsliðskona Bandaríkjanna). Átrúnaðargoð í æsku? Brasilíski Ronaldo. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Sveppir eru eitt það ógeðslegasta sem að ég veit um en samt elska ég sveppasósur og súpur. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01 Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sjá meira
Það þarf vart að kynna Dagnýju Brynjarsdóttur fyrir landanum enda verið máttarstólpi í íslenska landsliðinu síðan elstu Íslendingar muna, svona þannig allavega. Hin þrítuga Dagný lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2010 en alls hefur hún spilað 101 A-landsleik, skorað 34 mörk og farið tvívegis á Evrópumót. Eitt markanna kom í 1-0 sigri Íslands gegn Hollandi á EM 2013 en það er til þessa eini sigur Íslands á stórmóti. Dagný stefnir eflaust á að bæta við fleiri mörkum, og sigrum, á EM í sumar. Á tíma sínum í atvinnumennsku spilaði Dagný með þýska stórliðinu Bayern Munchen og bandaríska stórliðinu Portland Thorns áður en hún samdi við West Ham á síðasta ári. Hér á landi hefur hún leikið með sameiginlegu liði KFR og Ægis, Val og Selfossi. Dagný í leik með West Ham.Bradley Collyer/Getty Images Þá lék Dagný með Florida State háskólanum í Bandaríkjunum frá 2011 til 2014. Þar spilaði hún 87 leiki og skoraði 44 mörk. Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2006 þá 14 ára gömul með sameiginlegu liði KFR/Ægi. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Mark Krikorian (þjálfari Dagnýjar hjá Florida State). Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? I Have A Dream með ABBA. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já mjög margir. Vinir, fjölskylda og tengdafjölskylda. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BS-gráðu í Sport Management og Meistaragráðu í heilsuþjálfun og kennslu. Er einnig lærður einkaþjálfari og styrktarþjálfari. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Superfly. Uppáhalds lið í enska? West Ham United. Uppáhalds tölvuleikur? Hef ekki tíma fyrir tölvuleiki. Uppáhalds matur? Lasagne og fiskur. Fyndnust í landsliðinu? Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður). Gáfuðust í landsliðinu? Hlýtur að vera Hallbera (Guðný Gísladóttir). Hún vinnur alltaf spurningakeppnirnar! Óstundvísust í landsliðinu? Sveindís (Jane Jónsdóttir). Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Spánn. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Prjóna og spjalla. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Crystal Dunn (landsliðskona Bandaríkjanna). Átrúnaðargoð í æsku? Brasilíski Ronaldo. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Sveppir eru eitt það ógeðslegasta sem að ég veit um en samt elska ég sveppasósur og súpur.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01 Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Sjá meira
Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01
Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02