Fótbolti

Fréttamynd

Guðmann tók í lurginn á samherja sínum

Guðmann Þórisson hafði lítinn húmor fyrir því þegar Hörður Ingi Gunnarsson, samherji hans, var að dútla með knöttinn í eigin vítateig gegn Keflavík er liðin mættust í Kaplakrika. Guðmann lét Hörð Inga heyra það og bakvörðurinn svaraði fullum hálsi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Man City boðið að kaupa Ron­aldo

Það virðist sem tími Cristinao Ronaldo hjá Juventus sé á enda. Félagið hefur áhuga á að losa þennan magnaða leikmann af launaskrá sinni og Ronaldo sjálfur virðist vera hugsa sér til hreyfings þó hann segi það ekki opinberlega.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ekki alltaf sann­gjörn gagn­rýni

„Ég ætla ekki að standa hérna og ljúga að þér, það er búið að vera mikið að gera og þetta er búið að vera erfitt að mörgu leyti,“ sagði Arnar Þór Viðarsson er hann ræddi við Stöð 2 og Vísi eftir að landsliðshópur Íslands fyrir leikina gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi var tilkynntur.

Fótbolti
Fréttamynd

Kane áfram hjá Tottenham

Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram í herbúðum félagsins. Hann greinir sjálfur frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.

Enski boltinn
Fréttamynd

For­seti Nice ­sakar leik­menn Marseil­le um lygar

Jean-Pierre Rivere, forseti franska knattspyrnu liðsins Nice, hefur sakað leikmenn Marseille um lygar í kjölfar látanna sem urðu í leik liðanna um liðna helgi Hann telur leikmenn liðsins ekki hafa verið með nein för á hálsi eftir stuðningsfólk Nice.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðnings­sveit Blika biður Þórsara um hjálp

Kópacabana, stuðningsmannasveit Breiðabliks, hefur beðið um aðstoð fyrir leikinn mikilvæga gegn KA í kvöld. Sveitin hefur beðið gallharða Þórsara um að mæta með sér í stúkuna og styðja við bakið á Blikum er liðið mætir á Greifavöll í dag.

Íslenski boltinn