Körfubolti

Fréttamynd

Austrið vann með tíu stigum

Allen Iverson, leikmaður Piladelphia, var valinn maður Stjörnuleiksins í NBA-körfuboltanum sem fram fór í nótt. Iverson skoraði 15 stig og gaf 10 stoðsendingar í 125-115 sigri Austurdeildarinnar gegn Vesturdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Snæfell tapaði óvænt

Fimm leikir voru í Intersportdeild-karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Keflavík sigraði Hamar/Selfoss með 96 stigum gegn 67. Helsti keppinautur þeirra um deildarmeistaratitilinn, Snæfell, tapaði óvænt fyrir ÍR með eins stigs mun í íþróttahúsi Seljaskóla, 77-76.

Sport
Fréttamynd

Shaq alltaf í sigurliði frá 2000

Shaquille O’Neal var kannski ekki valinn besti leikmaður Stjörnuleiksins annað árið í röð en það þykir mörgum táknrænt um áhrif þessa frábæra miðherja.

Sport
Fréttamynd

Keflavíkurkonur nær titli

Keflavík færðist nær deildarmeistaratitlinum í 1. deild kvenna þegar liðið sigraði nýkrýnda bikarmeistara Hauka með 71 stigi gegn 69. Ebony Shaw skoraði 28 stig fyrir Hauka en Helena Sverrisdóttir tók 17 fráköst. Birna Valgarðsdóttir var stigahæst í Keflavíkurliðinu með 17 stig. Keflavík hefur 28 stig og Grindavík 24 en bæði lið eiga þrjá leiki eftir, þar á meðal innbyrðisleik í Keflavík 2. mars.

Sport
Fréttamynd

Spennan magnast í Intersport deild

Í kvöld lýkur 19. umferð Intersport deildarinnar í körfubolta karla og toppbaráttan í algleymi enda lítið er eftir af mótinu. Keflvíkingar eru efstir með 2 stiga forystu á Snæfell sem er 4 stigum á undan Njarðvík í 3. sætinu. Keflavík tekur á móti Hamar/Selfoss í Reykjanesbæ á meðan Snæfellingar heimsækja ÍR í Seljaskóla.

Sport
Fréttamynd

Haukar unnu Grindvíkinga

Haukar unnu Grindavík 110-85 í fyrsta leiknum í 19. umferð Intersport-deildarinnar í körfuknattleik í gær. Demetric Shaw skoraði 33 stig fyrir Hauka og Mike Manciel 26. Darrell Lewis var stigahæstur Grindvíkinga, skoraði 24 stig. Grindavík er í áttunda sæti en Haukar í tíunda sæti, tveimur stigum á eftir Grindavík.

Sport
Fréttamynd

Carmelo Anthony valinn bestur

Nýliðaleikur NBA-körfuboltans fór fram í Denver í nótt þar sem úrvalslið nýliða mætti úrvali leikmanna á öðru ári í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Anthony verðmætastur

Carmelo Anthony, Denver Nuggets, var valinn verðmætasti leikmaður nýliðaleiks NBA-stjörnuhelgarinnar sem fram fór í Denver, Colorado, í nótt. Nýliðaleikurinn er viðureign nýliða yfirstandandi tímabils gegn nýliðum tímabilsins þar á undan.

Sport
Fréttamynd

Anna María tryggði sigurinn

Gamla kempan Anna María Sveinsdóttir tryggði Keflavík í dag sigur á Haukum í 1. deild kvenna í körfubolta. Lokatölur urðu 69-71 í jöfnum og spennandi leik en Anna María skoraði sigurkörfuna þegar 0.2 sekúndur voru eftir. Keflavík styrkti þar með enn frekar stöðu sína á toppi deildarinnar með 28 stig en Haukar eru í fjórða sæti með 16 stig.

Sport
Fréttamynd

Stjörnuhelgi NBA í fullum gangi

Hin árlega Stjörnuhelgi NBA-körfuboltans fer fram um helgina en meðal dagskrárliða er þriggja stiga- og troðslukeppnin sem fram fara í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Dallas lagði Phoenix

Tveir leikir voru í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Dallas sigraði Phoenix Suns með 119 stigum gegn 113 í Phoenix. Michael Finley skoraði 33 stig og Josh Howard 30 fyrir Dallas. Gamli félagi þeirra, Steve Nash, skoraði 19 stig og átti 11 stoðsendingar fyrir Phoenix en stigahæstur var Amare Stoudamire með 31 stig.

Sport
Fréttamynd

Hvar er varnarleikurinn Grindavík?

Hvar er varnarleikurinn Grindvíkingar? Það er ekki von að körfuboltaáhugamenn spyrji sjálfan sig. Grindvíkingar hafa skorað 91,6 stig að meðaltali í leik og aðeins Fjölnismenn hafa skorað fleiri stig. Grindvíkingar hafa samt tapað fleiri leikjum en þeir hafa unnið og eru að berjast fyrir sæti sínu í úrslitakeppninni þangað sem þeir hafa komist síðastliðin tólf tímabil.

Sport
Fréttamynd

Grindavík marði Njarðvík

Í 1. deild kvenna í körfuknattleik vann Grindavík Njarðvík, 49-46, í gær. Sólveig Gunnlaugsdóttir var stigahæst í liði Grindavíkur með 18 stig en hjá Njarðvík var Jamey Wustra öflug og skoraði 16 stig. Grindavík er í öðru sæti deildarinnar með 24 stig og Njarðvík í fimmta sæti með 20 stig.

Sport
Fréttamynd

Sjöundi sigur Miami í röð

Miami vann í nótt sjöunda sigur sinn í röð í NBA-körfuboltanum þegar liðið sigraði LA Clippers, 113-95. Miami er með þriðja besta vinninghlutfallið í deildinni. San Antonio lagði New Orleans, 101-78, en þetta var 41. sigur San Antonio á leiktíðinni.

Sport
Fréttamynd

Valur vann nauman sigur

Valur vann ÍS í 1. deild karla í körfuknattleik í gær, 98-94. Þór Akureyri er á toppnum í deildinni með 26 stig, Valur er í öðru sæti með 24 og Stjarnan vermir þriðja sætið með 20 stig. 

Sport
Fréttamynd

Kobe með 40 stig

Kobe Bryant skoraði 40 stig þegar Los Angeles Lakers sigraði Utah Jazz, 102-95, í NBA-körfuboltanum í nótt. Houston hélt áfram sigurgöngu sinni þegar liðið bar sigurorð af Washington, 123-93.

Sport
Fréttamynd

Snæfell enn í öðru sæti

Snæfell vann KFÍ 93-80 í Intersport-deild karla í körfuknattleik á Ísafirði í gærkvöldi. Michael Ames skoraði 21 stig fyrir Snæfell en Joshua Helm var langstigahæstur hjá KFÍ, en hann skoraði 37 stig og tók 16 fráköst. Snæfell er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, tveimur á eftir Keflavík sem hefur forystu en KFÍ er á botninum með 2 stig.

Sport
Fréttamynd

Suns lagði Jazz

Fimm leikir voru í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi. Phoenix Suns vann Utah Jazz í leik þar sem sóknarleikurinn var í fyrirrúmi, en Suns sigraði 136-128. Amare Stoudemire skoraði 42 stig fyrir Phoenix og Steve Nash átti 18 stoðsendingar auk þess sem hann skoraði 19 stig. Phoenix hefur unnið 41 leik en tapað 12.

Sport
Fréttamynd

Snæfell sigraði á Ísafirði

Einn leikur fór fram í Intersportdeildinni í kvöld er Snæfell heimsótti KFÍ á Ísafirði. Gestirnir leiddu með þrem stigum í hálfleik, 49-46, og unnu að lokum 13 stiga sigur, 93-80.

Sport
Fréttamynd

Setti met í bikarúrslitaleiknum

Helena Sverrisdóttir var allt í öllu þegar hið unga lið Hauka tryggði sér bikarmeistaratitilinn og var aðeins einu frákasti frá því að verða fyrsta konan til þess að ná þrefaldri tvennu í bikarúrslitaleik.

Sport
Fréttamynd

Bryant aftur með Lakers

Kobe Bryant lék að nýju með Los Angeles Lakers eftir meiðsli. Bryant skoraði 26 stig en það dugði ekki til gegn Cleveland því Lakers tapaði 103-89. Þá vann Chicago Bulls Minnesota 87-83. Kevin McHale stjórnaði Minnesota en Flip Saunders þjálfari var rekinn á laugardag.

Sport
Fréttamynd

Karl Malone hættur

Körfuknattleiksmaðurinn Karl Malone lagði í gær skóna á hilluna. Hann lék í 18 ár með Utah Jazz en náði aldrei að vinna NBA-titilinn. Malone, sem er 41 árs, lék með Los Angeles Lakers á síðustu leiktíð, en hann er annar stigahæsti leikmaður sögunnar í NBA-deildinni. Malone skoraði 36.928 stig og var 1460 stigum frá því að bæta met Kareems Abduls Jabbars.

Sport
Fréttamynd

Stúdínur lögðu KR

ÍS lagði KR í 1. deild kvenna í körfuboltanum í kvöld. Lokatölur voru 79-66 en Stúdínur lögðu með þrem stigum í hálfleik, 35-32.

Sport
Fréttamynd

Erfiðir mótherjar á EM í sumar

<font face="Helv"> Íslenska körfuboltalandsliðið skipað leikmönnum sextán ára og yngri, sem vann það frækna afrek að bera sigur úr býtum í B-deild Evrópukeppninnar síðasta sumar á erfitt verkefni fyrir höndum í A-deildinni á þessu ári en dregið var í riðla í Prag í Tékklandi í gær. </font>

Sport
Fréttamynd

Iverson með 60 stig

Allen Iverson, leikmaður Philadelphia 76ers í NBA-deildinni, setti persónulegt met í nótt er hann skoraði heil 60 stig í sigurleik gegn Orlando Magic. Iverson, sem er stigahæsti leikmaður NBA í ár, átti áður 58 stig best en hann gaf einnig 6 stoðsendingar og stal 6 boltum í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Helena fór fyrir Haukunum

Helena Sverrisdóttir lagði grunninn að sigri Hauka á Grindavík í hádramatískum úrslitaleik kvenna í gær með frábærum alhliða leik. Helena skoraði 22 stig, gaf ellefu stoðsendingar og tók níu fráköst og stóðst pressuna á ögurstundu þegar hún setti niður tvö vítaskot þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum.

Sport
Fréttamynd

Saunders rekinn frá Minnesota

Forráðamenn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni ráku í gær aðalþjálfara liðsins, Flip Saunders, en Saunders hefur þjálfað Minnesota síðan 1995, nær allar götur síðan félagið var stofnað. Forráðamenn Wolves misstu þolinmæðina þegar liðið, sem komst í úrslt Vesturdeildarinnar í fyrra, tapaði með 18 stigum fyrir Utah Jazz í fyrrinótt.

Sport
Fréttamynd

Haukar bikarmeistarar

Haukastúlkur urðu í dag bikarmeistarar er þær báru sigurorð af Grindavík í æsispennandi úrslitaleik, 72-69. Helena Sverrisdóttir leiddi Hauka til sigurs með 22 stig og tveimur vítaskotum á ögurstundu en Myriah Spence var atkvæðamest í liði Grindavíkur með 33 stig.

Sport