Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Pirrandi að vera hægari en venjulega

Jón Arnór Stefánsson gengur ekki alveg heill til skógar en ætlar samt að gefa allt sitt í komandi leik Íslands í undankeppni EM í körfu. Íslenska liðið mætir Búlgaríu í Laugardalshöllinni á morgun og spilar síðan við Rúmena á föstudagskvöldið.

Körfubolti
Fréttamynd

Frábær úrslit fyrir Ísland

Rúmenar unnu í kvöld 77-74 sigur á Búlgörum í undankeppni Evrópumótsins árið 2015 en þjóðirnar eru í riðli með Íslandi. Sigurinn er frábær tíðindi fyrir okkar menn.

Körfubolti
Fréttamynd

Var svolítið "peppaður“ fyrir þennan leik

Íslenska körfuboltalandsliðið sýndi sitt rétta andlit í átta stiga sigri á Rúmenum, 72-64, í undankeppni EM 2015 í gær. Íslenska liðið á því enn möguleika á að komast upp úr riðlunum en tveir síðustu leikir íslenska liðsins fara fram í Laugardalshöllinni.

Körfubolti
Fréttamynd

EM-draumurinn nánast dáinn eftir fyrsta leik

Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði stórt fyrir Búlgaríu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2015. Búlgarir unnu 29 stiga heimasigur, 59-88, og stigu með honum risaskref í átt að sigri í riðlinum. Lykilmenn íslenska liðsins lentu í miklu villuvandræðum og íslenska liðið mátti sín mikils á móti stóru mönnum búlgarska liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Erfiður fyrri hálfleikur í Búlgaríu

Íslenska körfuboltalandsliðið er sextán stigum undir á móti Búlgaríu, 28-44, í hálfleik í fyrsta leik íslenska liðsins í undankeppni EM 2015. Íslenska liðið er að hitta á slæman dag en verður helst að laga stöðuna í seinni hálfleik til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Búlgarir tefla fram mjög öflugum Serba

Búlgarir, mótherjar íslenska körfuboltalandsliðsins í undankeppni EM 2015 sem hefst á sunnudaginn eru heldur búnir að sækja sér liðsstyrk fyrir átökin á móti íslenska liðinu. Serbinn Branko Mirkovich er nefnilega kominn með búlgarskt ríkisfang og hann átti stórleik í fyrsta leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Búinn að bíða lengi eftir svona manni

Hlynur Bæringsson er búinn að fá hjálp undir körfunni og í fyrsta sinn í langan tíma er hann ekki hæsti maðurinn í íslenska liðinu. Hinn 22 ára gamli og 218 sentimetra hái Ragnar Á. Nathanaelsson er að stíga sín fyrstu spor með A-landsliðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Aftur lágu Danir

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik vann öruggan 87-67 sigur á kollegum sínum frá Danmörku í síðari æfingaleik liðanna í Keflavík í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór kemur inn í landsliðið

"Ég kem inn í landsliðið núna,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, í samtali við Vísi. Ísland mætir Dönum í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag en liðið er nýkomið frá Kína þar sem liðið stóð sig með stakri prýði. Jón Arnór telur að Ísland eigi góða möguleika á því að komast á Evrópumótið.

Körfubolti
Fréttamynd

Ísland vann Svartfjallaland

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik vann frábæran sigur á Svarfjallalandi, 73-68, á sterku æfingamóti sem fram fer þessa dagana í Kína.

Körfubolti
Fréttamynd

Fjölnir fær mikinn liðsstyrk

Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur styrkt sig mjög mikið fyrir átökin í 1. deild á komandi vetri. Emil Þór Jóhannsson og David Ingi Bustion hafa ákveðið að ganga til liðs við félagið sem féll úr úrvalsdeildinni í vor. Þetta kemur fram á heimasíðu Fjölnis.

Körfubolti