Íslenski handboltinn

Fréttamynd

111 landsleikja maður til Eyja

ÍBV hefur samið við slóvenska varnartröllið og línumanninn Matjaz Mlakar. Þetta staðfesti Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, í samtali við Vísi í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Sunna samdi við sænskt úrvalsdeildarlið

Sunna Jónsdóttir verður ekki í herbúðum Íslandsmeistaraliðs Fram í handknattleik á næsta ári en hún hefur gert tveggja ára samning við sænska liðið BK Heid sem leikur í úrvalsdeildinni þar í landi.

Handbolti
Fréttamynd

Reyna að fylla í skarð Bjarka

Benedikt Reynir Kristinson á í viðræðum við sína gömlu félaga í FH um endurkomu í Hafnarfjörðinn. Fyrir þessu hefur Fréttablaðið öruggar heimildir.

Handbolti
Fréttamynd

Fram fer til Lundúna

Dregið var í aðra umferð EHF-bikarkeppni kvenna nú í morgun en Íslandsmeistarar Fram eru á meðal þátttökuliða í keppninni.

Handbolti
Fréttamynd

Akureyri að semja við Serba

Akureyri er að styrkja sig fyrir átök vetrarins í N1 deild karla í handbolta og er búið að komast að munnlega samkomulagi við hávaxna serbneska skyttu sem þykir ekki síst öflugur varnarmaður.

Handbolti
Fréttamynd

Leikmenn Hauka sjá um helming kostnaðar

Karlalið Hauka í handbolta mun taka þátt í Evrópu keppni á næsta tímabili en eins og svo oft áður er erfitt fyrir lið að ná endum saman þegar kemur að þátttöku í Evrópukeppni.

Handbolti
Fréttamynd

Skytturnar þrjár saman á ný

"Þetta er algjör draumur. Bæði Jóna og Lísa eru ekki bara bestu vinkonur mínar heldur líka frábærir samherjar," segir Rakel Dögg Bragadóttir.

Handbolti
Fréttamynd

Kvennalandsliðið er í lægð

"Ég er alltaf klár ef Aron [Kristjánsson, landsliðsþjálfari] hringir, en að sama skapi geri ég mér fyllilega grein fyrir því við eigum toppklassa línumenn og ég labba ekkert inn í þetta landslið,“ segir Einar Ingi Hrafnsson.

Handbolti
Fréttamynd

Mikið púsluspil

Parið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á leið til Noregs. Einar Ingi mun leika með ØIF Arendal sem hafnaði í sjötta sæti deildarkeppninnar í fyrra en komst alla leið í lokaúrslit úrslitakeppninnar þar sem liðið tapaði fyrir Elverum. Arendal keppir því í EHF-bikarnum á næstu leiktíð.

Handbolti
Fréttamynd

Stefnumótunarfundur með Óla Stef

Valsmenn hafa boðað til stefnumótunarfundar fyrir komandi leiktíð í handboltanum. Þar á að búa til skipulag til að koma handboltanum í Val í hæstu hæðir, eins og segir í tilkynningu frá Val.

Handbolti
Fréttamynd

Verð ekki túristi í Danmörku

Austurríska landsliðið í handbolta komst áfram úr undankeppni EM í handbolta í fyrsta sinn í sögunni. Patrekur Jóhannesson náði mögnuðum árangri með liðinu í sterkum riðli. Liðið vann Rússa á sunnudaginn.

Handbolti
Fréttamynd

Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans

Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Þakkarræða Óla Stef

"Ég er búinn að komast að því að ef maður kíkir aðeins undir steininn í íslensku þjóðfélagi getur maður þakkað fyrir að komast í gegnum æskuna áfallslaust og pressulaust. Takk fyrir að leyfa mér að vera strákur.“

Handbolti
Fréttamynd

Enginn Arnór gegn Rúmenum

Arnór Þór Gunnarsson er ekki í leikmannahópi Íslands sem mætir Rúmeníu í lokaleik riðilsins í undankeppni EM 2014. Hornamaðurinn hefur ekki náð sér að fullu af meiðslum sínum.

Handbolti
Fréttamynd

Fremsti handboltamaður sögunnar?

Ólafur Stefánsson er ekki aðeins besti handboltamaður sem Ísland hefur átt heldur mögulega sá fremsti sem iðkað hefur íþróttina. Sá örvhenti leikur kveðjuleik sinn með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu í kvöld fyrir fullri Laugardalshöll.

Handbolti
Fréttamynd

Segist ekki vera að fara að deyja

"Það er gott að síðasti leikurinn er bara einu sinni. Ég er ekki að pæla í því að ég sé að fara að deyja eftir þennan leik. Það er örugglega eitthvað framhald," segir Ólafur Stefánsson.

Handbolti
Fréttamynd

Njóta þess að spila gegn besta landsliði heims

Ísland mætir heims- og Ólympíumeisturum Noregs í vináttulandsleik í Laugardalshöllinni á sunnudag klukkan 16.00. Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson þjálfar norska liðið en það hefur dvalið hér á landi við æfingar í rúma viku.

Handbolti
Fréttamynd

Selfyssingar í samstarf við Rhein-Neckar Löwen

Handknattleiksdeild Selfyssinga hefur gert samkomulag við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen um samstarf. Efnilegir leikmenn liðsins gætu átt kost á því að fara til æfinga til stórliðsins, en Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Rhein-Neckar Löwen.

Handbolti
Fréttamynd

Fannst hann vera í landsliðinu á röngum forsendum

"Það var eiginlega í samningi að ég fengi að spila mikið, ég vældi um það. Svo er ég auðvitað mjög þakklátur fyrir það að strákarnir skuli vera búnir að tryggja sér þátttökurétt á næsta EM. Þá get ég skotið 15 sinnum framhjá og "no hard feeling"," segir Ólafur Stefánsson í viðtali við Monitor.

Handbolti