Ástin á götunni

Fréttamynd

Mörkunum rignir í Laugardalnum

Dóra María Lárusdóttir var að koma Íslandi í 3-0 gegn Hvít Rússum á Laugardalsvelli, aðeins 2 mínútum efir mark Margrétar Láru. Dóra er þar með búin að skora tvívegis í leiknum. Yfirburðir Íslands eru algerir og ráða stelpurnar auðveldlega gangi leiksins.

Sport
Fréttamynd

Margét Lára kemur Íslandi í 2-0

Margrét Lára Viðarsdóttir hefur komið Íslandi í 2-0 gegn Hvít Rússum á Laugardalsvelli. Markið sem kom á 56. mínútu var einstaklega gæsilegt og er tólfta mark Margrétar í 16 leikjum með landsliðinu.

Sport
Fréttamynd

Inter meistari meistaranna

Internazionale í Mílano sigraði Juventus í framlengdum leik í ítölsku meistarakeppninni. Argentínumaðurinn Juan Sebastian Veron skoraði sigurmarkið á 6. mínútu í framlengingu. Keppni í ítölsku úrvalsdeildinni hefst um næstu helgi.

Sport
Fréttamynd

Drogba kemur Chelsea yfir

Didier Drogba hefur komið Chelsea yfir gegn Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Markið kom á 73. mínútu og var þó nokkur heppnisstimpill yfir því.

Sport
Fréttamynd

Ajax lagði Roosendaal

Suður-Afríkumaðurinn Steven Pienaar, sem lék með landsliði sínu gegn Íslendingum á Laugardalsvelli á miðvikudag, skoraði fyrra mark Ajax sem sigraði Roosendaal 2-0 í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Svíinn Markus Roosenberg skoraði seinna markið. Þetta var fyrsti leikur Ajax í deildinni

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur á Hvít-Rússum

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann auðveldan 3-0 sigur á Hvít-Rússum á Laugardalsvelli í dag en þetta var fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM2007. Dóra María Lárusdóttir skoraði tvívegis í dag og Margét Lára Viðarsdóttir eitt. Næsti leikur Íslands verður á sunnudaginn gegn Svíum ytra en þær eru taldar vera með sterkasta liðið í riðlinum.

Sport
Fréttamynd

Breiðablik og KS skildu jöfn

Einn leikur var í gær í 1. deild karla í knattspyrnu. Breiðablik og KS gerðu 1-1 jafntefli. Hans Fróði Hansson skoraði mark Breiðabliks í fyrri hálfleik en Agnar Þór Sveinsson, fyrirliði KS, jafnaði metin í byrjun síðari hálfleiks. Breiðablik er með 39 stig í fyrsta sæti en KS er í tíunda og neðsta sæti með 12 stig.

Sport
Fréttamynd

Chelsea hafði sigur gegn Arsenal

Chelsea vann Arsenal 1-0 í stórleik annarrar umferðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og skoraði Didier Drogba sigurmarkið á 73. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea í hlutverki miðjumanns en var skipt út af á 59. mínútu fyrir nýliðann Michael Essien sem þótti sýna mjög góðan leik.

Sport
Fréttamynd

Lyon efst í Frakklandi

Olympique Lyon hefur forystu í frönsku 1. deildinni eftir 1-0 sigur á Nancy í gærkvöldi. Claudio Cacapa skoraði þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lyon er með 10 stig eftir fjórar umferðir en Lens, Bordeaux og Paris St. Germain eru með 9 stig. Parísarmenn hafa unnið alla þrjá leiki sína og mæta Troyes í kvöld og geta þá endurheimt fyrsta sætið.

Sport
Fréttamynd

Eiður út fyrir Essien

Eiði Smára Guðjohnsen hefur verið skipt af velli fyrir nýliðann Michael Essien í leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Essien sem kom frá Lyon á 26 milljónir punda er að leika sinn fyrsta leik fyrir félagið og var skipt inn fyrir Eið á 59. mínútu. Staðan í leinum sem hófst kl. 15 er ennþá markalaus.

Sport
Fréttamynd

Kári kom inn á hjá Djurgården

Kári Árnason lék síðustu 8 mínúturnar í liði Djurgården sem endurheimti toppsætið með sigri á Kalmar, 3-1 í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta nú síðdegis. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék allan leikinn með Halmstad sem steinlá fyrir Gefle, 1-4.

Sport
Fréttamynd

Ísland komið yfir í Laugardalnum

Dóra María Lárusdóttir hefur komið Íslandi yfir gegn Hvít Rússum á Laugardalsvelli þar sem staðan er orðin 1-0. Mark Dóru kom á 31. mínútu eftir sendingu frá Ólínu Viðarsdóttur. Leikurinn hófst kl. 14:00 og hefur íslenska liðið verið með meiri yfirburði þó Hvít Rússarnir hafi átt skot í neðanverða þverslá íslenska marksins snemma í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Gylfi í byrjunarliði Leeds

Hermann Hreiðarsson er að vanda í byrjunarliði Charlton sem mætir Wigan í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en leikir dagsins á Englandi hefjast kl 14. Þá er Heiðar Helguson á varamannabekk Fulham sem heimsækir Blackburn. Þá vekur athygli að Gylfi Einarsson er í byrjunarliði Leeds sem mætir Wolves í ensku 1. deildinni.

Sport
Fréttamynd

Fylkir efstur í A-riðli 1. deildar

Fylkir tryggði sér í gærkvöldi sigur í A-riðli 1. deildar kvenna þegar liðið sigraði Þrótt 4-0. Fylkir fékk 28 stig en Haukar sem mæta Víði í dag eru í öðru sæti með 23 stig og geta ekki náð Fylki að stigum. Í B-riðli hefur sameiginlegt lið Þórs, KA og KS fyrir löngu tryggt sér sigur. Liðið hefur unnið alla 11 leiki sína og spilar á morgun síðasta leik sinn í riðlinum við Sindra.

Sport
Fréttamynd

Sofia sektað fyrir Cisse-atvikið

Búlgarska knattspyrnufélagið CSKA Sofia hefur verið sektað um 19.500 evrur vegna kynþáttaeineltis sem sóknarmaður Liverpool, Djibril Cisse varð fyrir í leik liðanna á dögunum. Sektin jafngildir um einni og hálfri milljón íslenskra króna.

Sport
Fréttamynd

Markalaust í hálfleik hjá Man Utd

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik í viðureign Manchester United og Aston Villa sem nú stendur yfir á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hálfleikur stendur nú yfir og staðan því 0-0 en leikurinn hófst kl. 11:45.

Sport
Fréttamynd

Tindastóll lagði Fjarðabyggð

Í 2. deild karla í knattspyrnu sigraði Tindastóll Fjarðbyggð 1-0. Tindastóll komst þar með í sjöunda sætið, er með 15 stig en Fjarðabyggð er í 4. sæti með 23 stig.

Sport
Fréttamynd

Íslendingarnir í ensku 1.deildinni

Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Leicester sem gerði 2-2 jafntefli við Crewe í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Mark Jóhannesar kom úr vítaspyrnu á 60. mínútu en hann lék allan leikinn. Gylfi Einarsson lék allan leikinn í liði Leeds sem sigraði Wolves 2-0.

Sport
Fréttamynd

Liverpool lagði Sunderland

Xabi Alonso tryggði Liverpool 1-0 sigur á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en leikurinn hófst 15 mínútum seinna en aðrir leikir. Liverpool er þar með komið með 4 stig í deildinni en liðið gerði markalaust jafntefli við Middlesbrogh í 1. umferðinni um síðustu helgi.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan á toppinn í 2. deild

Stjarnan laumaði sér á topp 2. deildar karla í fótbolta í dag þegar Garðabæjarliðið sótti 3-5 útisigur til Seyðisfjarðar gegn Hugin. Stjarnan er nú komin í 30 stig með tveggja stiga forskot á Leikni sem reyndar á leik til góða gegn botnliði Leiftri/Dalvík í dag kl. 16.

Sport
Fréttamynd

Lundúnaslagur á Brúnni í dag

Fyrsti risaslagur ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili fer fram í dag en þá mætast Lundúnaliðin Chelsea og Arsenal. Liðin mættust fyrir tveimur vikum síðan í leiknum um Samfélagsskjöldinn en þá var það Didier Drogba sem stal senunni og skoraði bæði mörk Chelsea sem hrósaði sigri í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Jói Kalli búinn að skora

Jóhannes Karl Guðjónsson hefur skorað fyrir Leicester gegn Crewe í ensku 1. deildinni í fótbolta þar sem staðan er 2-2. Jóhannes skoraði jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu á 60. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Heiðar kom inn á hjá Fulham

Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Charlton sem sigraði nýliða Wigan 1-0 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Charlton hefur þar með unnið báða fyrstu leiki sína í deildinni á tímabilinu. Heiðar Helguson kom inn á sem varamaður í liði Fulham sem tapaði 2-1 fyrir Blackburn.

Sport
Fréttamynd

Notts County gerði jafntefli

Notts County, lið Guðjóns Þórðarsonar í ensku 3. deildinni gerði 1-1 jafntefli við Stockport í dag. Mark County var sjálfsmark og kom strákunum hans Guðjóns yfir í leiknum á 14. mínútu en heimamenn jöfnuðu á 35. mínútu. Notts County er í 5. sæti deildarinnar með 8 stig eftir 4 umferðir og hefur ekki enn tapaði leik.

Sport
Fréttamynd

Edu frá í 6 mánuði

Brasilíski miðjumaðurinn Edu sem gekk í raði spænska knattspyrnuliðsins Valencia frá Arsenal á dögunum meiddist alvarlega á æfingu í dag og missir fyrir vikið af nær öllu tímabilinu á Spáni. Edu sleit krossband í vinstra hné í dag og þarf nú að gangast undir uppskurð að sögn læknis félagsins.

Sport
Fréttamynd

Þrjú lið áfram með fullt hús

Man. Utd, Tottenham og Charlton hafa unnið tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann fyrsta sigurinn en Newcastle á enn eftir að skora. Tottenham vann annan leikinn í röð 2-0 og er á toppnum á markatölu og ekki gladdi það stuðningsmenn Spurs minna að sjá Edgar Davids spila sinn fyrsta leik með liðinu.

Sport
Fréttamynd

Man Utd lagði Aston Villa

Man Utd vann 1-0 sigur á Aston Villa á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ruud van Nistelrooy skoraði sigurmarkið á 66. mínútu eftir skalla frá Olof Mellberg varnarmanni Villa sem ætlaði að hreinsa boltann frá eftir sendingu inn í teig frá Christiano Ronaldo. Man Utd hefur nú unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu.

Sport
Fréttamynd

Búum okkur undir erfiðan leik

 Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag sinn eina heimaleik í ár gegn Hvíta-Rússlandi. Jörundur Áki þjálfari segir andann í íslenska liðinu vera góðan. Þetta er fyrsti leikur liðsins í riðli fyrir undankeppni HM 2007 en auk Íslands og Hvíta Rússlands eru Portúgal, Svíþjóð og Tékkland í riðlinum.

Sport
Fréttamynd

Carvalho þarf í greindarpróf

Jose Mourinho brást ókvæða við ummælum Ricardo Carvalho nýverið, þar sem hann gagnrýndi ákvarðanir þjálfarans að hafa sig á varamannabekk Chelsea um síðustu helgi.

Sport
Fréttamynd

Sá besti sem við gátum fengið

Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að miðjumaðurinn Michael Essien fullkomni Chelsea liðið og hann sé besti leikmaður í sinni stöðu sem hægt hafi verið að fá. Essien er 22 ára og kostaði Chelsea 24,4 milljónir punda sem er félagsmet.

Sport