
Hádegisfréttir Bylgjunnar

Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf
Í hádegisfréttum fjöllum við um þing Norðurlandaráðs sem nú fer fram í Reykjavík.

Glóðvolg Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Bylgjunnar
Í hádegisfrétum fjöllum við um glænýja fylgiskönnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofuna en lokið var við gerð hennar nú rétt fyrir hádegið.

Óheppileg birting einkaskilaboða og æsispennandi úrslitaleikur
Stjórnmálafræðingur segir það óheppilegt fyrir formann Samfylkingarinnar að einkaskilaboð hennar um Dag B. Eggertsson hafi verið birt opinberlega. Hann segir þó ekki óvenjulegt að hvatt sé til að umdeildir frambjóðendur séu strokaðir út.

Fleiri framboðslistar kynntir
Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir Samfylkinguna hafa fjarlægst þau gildi sem hún brennur fyrir en hún er aftur gengin til liðs við Vinstri græn. Þess er að vænta að flestir framboðslistar flokkanna sem ekki hafa þegar verið kynntir muni liggja fyrir um helgina.

Beiðni um leyfi til hvalveiða liggur þegar fyrir
Í hádegisfréttum verður rætt við ráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi en þar bar ýmislegt á góma.

Andlát konu til rannsóknar og tvö börn alvarlega veik eftir sýkinguna á Mánagarði
Í hádegisfréttum fjöllum við um andlát konu á sjötugsaldri sem lögregla er nú með til rannsóknar.

Kennarar á leið í verkfall og framboðslistar skýrast
Í hádegisfréttum fjöllum við um niðurstöðu Félagsdóms þar sem kennarar voru sýknaðir af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi ólöglega boðað til verkfallsaðgerða.

Frægir flykkjast í framboð
Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á framboðsmálum flokkanna sem keppast nú við að raða á lista sína.

Grindavík opnuð en lögreglan ósátt við upplýsingagjöf
Í hádegisfréttum okkar verðum við í Grindavík en í morgun var opnað fyrir aðgengi að bænum fyrir alla sem þangað vilja koma.

Starfsmaðurinn ekki í lífshættu og barátta um annað sætið í Kraganum
Sautján ára piltur sem lést í bruna á Stuðlum í gær hafði ekki verið lengi á meðferðarheimilinu. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið að sögn lögreglu.

Vendingar í pólitíkinni og áhrif frestunar bankasölu á markaðinn
Varaformaður Samfylkingarinnar er hættur við að bjóða sig fram í oddvitasæti flokksins í Kraganum vegna „tímabundinna heilsufarsástæðna“. Formaður Framsóknar óttast ekki að detta út af þingi þrátt fyrir að hafa gefið eftir oddvitasætið í Suðurkjördæmi. Við förum yfir nýjustu vendingar í pólitíkinni í hádegisfréttunum.

Ný könnun um fylgi flokkanna í hádegisfréttum Bylgjunnar
Í hádegisfréttum Bylgjunnar rýnum við í nýja könnun frá Maskínu.

Þingrof í morgun og ríkisráð hittist síðdegis
Í hádegisfréttum verður farið yfir tíðindi dagsins en klukkan hálfellefu hófst þingfundur þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti formlega um þingrof og kosningar.

Ríkisstjórnin hittist síðar í dag og forseti ASÍ gáttaður á stöðunni
Í hádegisfréttum förum við yfir stöðuna á stjórnarheimilinu nú þegar starfsstjórn er að taka við fram að kosningum.

Óvissa um þingstörfin og enn stefnir í kennaraverkfall
Í hádegifréttum verður rætt við Birgi Ármannsson forseta Alþingis sem hitti Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að Staðastað í morgun.

Forseti fundar með formönnum
Í hádegisfréttum fjöllum við um fundahöld dagsins sem hófust á Bessastöðum í morgun þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór fram á þingrof.

Kennarar æfir út í borgarstjóra, ríkisstjórnin og fjármál ungra bænda
Kennarar eru óánægðir með ummæli sem borgarstjóri lét falla á ráðstefnu um helgina. Við ræðum við fulltrúa kennara og heyrum ummæli borgarstjóra í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Staðan á ríkisstjórninni og félagsmálaráðherra svarar fyrir símtalið
Formaður Framsóknar segir samstarfsflokka hans hafa nokkra sólarhringa til að ákveða sig, svo vinnufriður geti skapast. Farið verður yfir stöðuna á ríkisstjórnarsamstarfinu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Ríkisstjórn í vanda stödd
Formaður Framsóknar telur óheppilegt að félagsmálaráðherra hafi haft samband við ríkislögreglustjóra að næturlagi, svo fresta mætti brottvísun fatlaðs drengs frá Palestínu. Formaður Vinstri grænna stendur hins vegar með samflokksmanni sínum og segir hann hafa gert það rétta í stöðunni. Hún viðurkennir þó að ríkisstjórnin sé í vanda stödd. Rætt verður við ráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Stjórnarsamstarfi efnislega lokið?
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að framganga Vinstri grænna sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn og segir hingað og ekki lengra. Stjórnmálafræðiprófessor segir stjórnarflokkana líta svo á að samstarfinu sé efnislega lokið og að þeir séu hættir málamiðlunum.

Hugmyndir VG um vorkosningar óræddar og Kópavogsmódelið í borginni
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að hugmyndir Vinstri grænna um að gengið verði til kosninga í vor hafi ekki verið rætt milli formanna ríkisstjórnarflokkanna. Hann segir ríkisstjórnina eiga að halda áfram störfum þar til hún hefur lokið þeim verkefnum sem hún getur lokið. Rætt verður við Bjarna í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Svandís ræðir við hina formennina og ár af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs
Svandís Svavarsdóttir, nýr formaður Vinstri grænna, ætlar að ræða við formenn hinna ríkisstjórnarflokkanna vegna ályktunar sem samþykkt var á landsfundi VG um helgina. Afstaða landsfundar er sú að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok og kjósa eigi í vor.

Stjónmálafræðingur segir kosningar nær en marga gruni
Prófessor í stjórnmálafræði segir fyrstu ræðu Svandísar Svavarsdóttur sem formaður Vinstri grænna geta bent til þess að kosningar séu nær en marga gruni. VG hafi tekið efnislega ákvörðun um að halda stjórnarsamstarfinu ekki áfram.

Landsfundur ræðir stjórnarslit og nýjum reglum um blóðgjöf fagnað
Fjölmargir tóku til máls þegar rætt var um ríkisstjórnarsamstarfið á Landsfundi VG sem nú fer fram. Á morgun verður tillaga um stjórnarslit afgreidd en þingflokksformaðurinn segir erfitt að segja til um hversu margir séu fylgjandi tillögunni.

Vaxtalækkun, nýr kjarasamningur og lokað á sjúkraskrár
Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um Arion banka sem hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti. Rætt verður við formann Neytendasamtakanna, sem fagnar þessu, en segir ekki mega gleyma að íbúðalánavextir á Íslandi séu með þeim hæstu á Vesturlöndum og bankarnir séu nýbúnir að hækka þá.

Vaxtalækkun í Seðlabanka og ákall frá Blóðbanka
Í hádegisfréttum verður rætt við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra en peningastefnunefnd ákvað í morgun að lækka stýrivexti bankans í fyrsta sinn frá árinu 2020.

Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni
Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni.

Tekist á um menntamál og brúarsmíði
Í hádegisfréttum fjöllum við um Menntaþing 2024 sem fram fer í dag.

Banaslys á Sæbraut og stofnun nýs stjórnmálaflokks
Banaslys varð á Sæbraut í Reykjavík í nótt þegar fólksbíl var ekið á gangandi vegfaranda, sem var úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögregla segir framkomu annarra vegfarenda, sem hafi reynt að troðast í gegnum vegalokanir, dapurlega.

Úrbætur á gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga og upphaf körfuboltatímabilsins
Dómsmálaráðherra segir ekki ganga upp til lengdar að meðferðarúrræðið á Stuðlum sé nýtt sem gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga, sem fremja afbrot. Rætt verður við ráðherra um stöðu mála í hádegisfréttum á Bylgjunni.