Ítalski boltinn

Fréttamynd

Ummæli Mourinho til skoðunar

Aganefnd ítalska knattspyrnusambandsins hefur staðfest að hún ætli að skoða nánar ummæli sem Jose Mourinho þjálfari Inter lét falla um mótherja sína í ítölsku A-deildinni á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Lazio vann Juventus heima

Lazio vann Juventus 2-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum ítölsku bikarkeppninnar. Juventus komst yfir í leiknum en Lazio gafst ekki upp og náði að innbyrða sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Stóll Ancelotti ansi heitur

„Carlo Ancelotti verður áfram ef við endum í þriðja sæti," sagði Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, í samtali við Gazzetta dello Sport. Staða Ancelotti sem þjálfari félagsins er alls ekki örugg.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaladze undir hnífinn

Kakha Kaladze, varnarmaður AC Milan, leikur ekki meira á þessu tímabili en hann gekkst undir uppskurð á hné í dag. Þessi georgíski landsliðsmaður fór í skoðun hjá virtum læknum í morgun og var ákveðið að framkvæma uppskurð samstundis.

Fótbolti
Fréttamynd

Diego vill fara til Juventus

Faðir og umboðsmaður brasilíska miðjumannsins Diego hjá Werder Bremen hefur mikinn hug á að koma drengnum í raðir Juventus á Ítalíu. Hann segir Diego langa að spila fyrir ítalska félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Crespo fer frá Inter í sumar

Hernan Crespo ætlar að yfirgefa ítalska úrvalsdeildarfélagið Inter nú í sumar enda hefur hann fá tækifæri fengið á yfirstandandi tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter og Roma skildu jöfn í markaleik

Inter Milan og Roma gerðu 3-3 jafntefli í fjörugum kvöldleik í ítölsku A-deildinni og fyrir vikið er forysta meistaranna orðin sjö stig á Juventus sem er í öðru sæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus heldur í vonina

Juventus vann mikilvægan 1-0 sigur á Napoli í ítalska boltanum í kvöld. Það var Claudio Marchisio sem skoraði eina mark leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Galliani vitnaði í Mark Twain

Adriano Galliani varaforseti AC Milan vitnaði í bandaríska skáldið Mark Twain þegar hann hitti miðjumanninn Kaka fyrst eftir að ljóst varð að hann færi ekki til Manchester City fyrir metfé í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan gæti boðið í Eto´o í sumar

Ítalska blaðið Gazzetta Dello Sport segir að forráðamenn AC Milan hafi þegar sett sig í samband við framherjann Samuel Eto´o hjá Barcelona sem og umboðsmann hans um að ganga í raðir Milan í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka íhugaði að fara frá Milan

Miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan hefur viðurkennt að hann hafi hugsað sig vel um áður en hann hafnað tækifærinu til að ganga í raðir Manchester City fyrir metupphæð í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Agger í ítalska boltann?

Framtíð danska varnarmannsins Daniel Agger hjá Liverpool er í óvissu. Lið á Ítalíu fylgjast grannt með gangi mála en Inter og Juventus hafa bæði áhuga á Agger og einnig hefur heyrst af áhuga AC Milan.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano í bann fyrir að skora með hendi?

Ítalska knattspyrnusambandið mun á morgun funda um markið sem Adriano skoraði fyrir Inter gegn AC Milan á sunnudag. Markið átti aldrei að standa þar sem sá brasilíski skoraði með hendinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Cassano til Juventus?

Juventus hefur staðfest áhuga sinn á sóknarmanninum Antonio Cassano hjá Sampdora. Félagið horfir til þessa 26 ára leikmanns sem arftaka Alessandro Del Piero sem líklega leggur skóna á hilluna á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Nesta fer aftur í bakuppskurð

Forráðamenn AC Milan hafa staðfest að varnarmaðurinn Alessandro Nesta muni gangast undir aðgerð vegna bakmeiðsla í fyrramálið, þar sem skurðlæknar munu freista þess að bjarga ferli hins 32 ára gamla fyrrum landsliðsmanns.

Fótbolti