Ítalski boltinn

Fréttamynd

Erik­sen sá til þess að Inter mjakast nær titlinum

Napoli og Inter Milan gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildeinnar í knattspyrnu. Þar með hélt Napoli smá lífi í toppbaráttunni þó það stefni allt í að lærisveinar Antonio Conte verði meistarar.

Fótbolti
Fréttamynd

Atalanta lyfti sér upp fyrir Juventus

Liðsmenn Atalanta eru komnir upp í þriðja sæti Serie A eftir 1-0 sigur gegn Juventus í dag. Nú er nánast ómögulegt fyrir Juventus að verja ítalska deildarmeistaratitilinn, en þeir eru 12 stigum á eftir toppliði Inter.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðný og Lára Kristín steinlágu gegn AC Milan

Guðný Árnadóttir og Lára Kristín Pedersen voru báðar í liði Napoli sem heimsótti AC Milan í ítalska boltanum í dag. Guðný var í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn, en Lára Kristín kom inn á sem varamaður í hálfleik. AC Milan kláraði leikinn strax í fyrri hálfleik, en lokatölur urðu 4-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Toppbaráttan á Ítalíu lifir eftir sigur AC Milan

AC Milan héldu lífi í toppbaráttunni á Ítalíu með 2-1 sigri gegn Genoa á heimavelli í Serie A í dag. Sigurinn þýðir að Milan minnkar muninn á nágranna sína í Inter niður í átta stig, en Inter spilar gegn Napoli í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Birkir lagði upp mark í jafntefli

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Brescia þegar liðið fékk hans fyrrum félaga í Pescara í heimsókn í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus án lykil­manna gegn Napoli

Ítalíumeistarar Juventus verða án þriggja lykilmanna er Napoli kemur í heimsókn á Allianz-völlinn í dag. Federico Bernardeschi greindist með Covid-19 í gær og missir því af leik dagsins líkt og varnarmennirnir Leonardo Bonucci og Merith Demiral.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter með átta stiga forskot á toppnum

Bologna tók á móti Inter í Serie A á Ítalíu í kvöld. Inter er í harðri baráttu um titilinn og því kom ekkert annað til greina en sigur. Loktölur 0-1 þar sem Romelu Lukaku skoraði eina mark leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo bjargaði stigi fyrir Juventus

Juventus heimsótti nágranna sína í Torino í ítalska boltanum í dag, en Torino hafði fyrir leikinn einungis unnið eina af seinustu 29 viðureignum liðanna. Juventus á enn smá von á að verja titilinn, en 2-2 jafntefli gegn Torino sem situr í 17. sæti setur strik í reikninginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Atalanta og Napoli með mikil­væga sigra

Það var mikil spenna í leikjum dagsins sem nú eru búnir í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Atalanta og Napoli unnu bæði mikilvæga sigra í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan tapaði ó­vænt stigum á heima­velli

Sampdoria heimsótti AC Milan í fyrsta leik Seria A-deildarinnar á Ítalíu í fyrsta leik eftir landsleikjahlé. Gestirnir voru hársbreidd frá því að vinna óvæntan 1-0 útisigur en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Fótbolti