Handbolti

Fréttamynd

Ekkert stöðvar AGK

Það er ekkert lát á góðu gengi danska ofurliðsins AGK sem vann enn einn leikinn í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Að þessu sinni lagði AGK lið Lemvig, 29-21.

Handbolti
Fréttamynd

Er HM í handbolta líka á leiðinni til Katar?

Katarmenn eru stórtækir þessa daganna. Þeir eru núbúnir að fá HM í fótbolta árið 2022 til landsins og nú ætla þeir líka að reyna að fá HM í handbolta árið 2015 til Katar. Katar er aðeins 1,7 milljóna þjóð en þeir eru ríkir af olíupeningum og tilbúnir að leggja mikinn pening í að byggja upp glæsileg íþróttamannvirki.

Handbolti
Fréttamynd

Danir í úrslit Heimsbikarsins

Danir munu spila í úrslitum Heimsbikarsins í handbolta eftir sigur á Norðmönnum, 36-31, í Halmstad í dag. Staðan í hálfleik var 15-14 fyrir Dani.

Handbolti
Fréttamynd

Enginn leikur hjá stelpunum

Ekkert verður af vináttulandsleik Íslands og Spánar sem fram átti að fara í Danmörku í dag. Verkfall flugvallarstarfsmanna á Spáni gerði það að verkum að spænska liðið komst ekki til Danmerkur.

Handbolti
Fréttamynd

Kasi-Jesper vill láta AG spila á Parken

Jesper Nielsen, eigandi AG Kaupmannahafnar, vill láta liðið spila úrslitaleikinn í dönsku úrvalsdeildinni fyrir framan 45 þúsund áhorfendur á Parken komist liðið í leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Framkonur komnar áfram í sextán liða úrslitin

Kvennalið Fram er komið í sextán liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa eftir sjö marka sigur, 31-24, í seinni leiknum á móti úkraínska liðinu Podatkova í dag. Fram vann fimmtán marka sigur í fyrri leiknum í gær og náði mest tíu marka forskoti í leiknum í dag. Sætið í sextán liða úrslitunum var því aldrei í hættu.

Handbolti
Fréttamynd

HK-ingar úr leik í Evrópukeppninni eftir fimmtán marka tap

HK er úr leik í Evrópukeppni bikarhafa eftir tvö töp á móti rússneska liðinu Kaustik. HK lék báða leikina í Rússlandi um helgina, sá fyrri tapaðist með fimm mörkum og HK-liðið tapaði síðan með 15 marka mun í seinni leiknum, 24-39, sem var að klárast.

Handbolti
Fréttamynd

Sigurganga AG Kaupmannahöfn heldur áfram

Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason skoruðu saman fimm mörk þegar AG Kaupmannahöfn vann öruggan 32-25 útisigur á Team Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. þetta var áttundi sigur liðsins í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Haukar töpuðu með tveimur mörkum á móti Grosswallstadt

Haukar töpuðu með tveggja marka mun, 26-24, í fyrri leiknum á móti Grosswallstadt í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta en leikið var í Þýskalandi í kvöld. Haukarnir eru því í ágætum málum fyrir seinni leikinn á Ásvöllum um næstu helgi.

Handbolti
Fréttamynd

HK tapaði með fimm mörkum í Rússlandi

HK tapaði 34-39 í fyrri leik sínum á móti rússneska liðinu Kaustik í Evrópukeppni bikarhafa í handbolta en leikirnir fara báðir fram í Rússlandi um helgina. Rússarnir unnu síðustu þrjár mínúturnar 4-1 og tryggðu sér ágætt forskot fyrir seinni leikinn á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Vill sjá liðið fara í undanúrslit

Framkonur mæta úkraínska liðinu Podatkova í Evrópukeppni bikarhafa og fara báðir leikirnir fram í Framhúsinu um helgina. Fyrri leikurinn, sem er heimaleikur Fram, fer fram klukkan 19.00 í kvöld en seinni leikurinn verður síðan klukkan 17.00 á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Sverre tekur á móti Haukum

Fyrri leikur Íslandsmeistara Hauka og þýska liðsins Grosswallstadt fer fram ytra í dag. Með Grosswallstadt leikur landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson en hann hlakkar til að mæta löndum sínum.

Handbolti