Landslið karla í handbolta

Fréttamynd

„Það er stór­mót í húfi“

Viggó Kristjánsson verður í eldlínunni í kvöld þegar íslenska handboltalandsliðið mætir Eistlandi í baráttunni um sæti á HM í handbolta en í þessum tveimur umspilsleikjum er í boði sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í janúar á næsta ári.

Handbolti
Fréttamynd

„Bara að fara heim og hitta mömmu“

„Það er alltaf gott að koma heim og hitta strákana. Við erum búnir að vera lengi saman sem lið og þekkjumst orðið mjög vel. Það er bara gaman, fjör og skemmtileg tilbreyting á tímabilinu að koma og hitta landsliðið,“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem er í hópi Íslands sem mætir Eistlandi á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Ungir strákar þarna úti sem gætu spilað á HM á Ís­landi

HM í handbolta árið 2031 verður haldið í Danmörku, Noregi og á Íslandi. Um er að ræða stóra stund fyrir íslenskt íþróttalíf en ný þjóðarhöll verður að vera orðin að veruleika fyrir þann tíma. „Fáránlega spennandi dæmi,“ segir landsliðsþjálfari Íslands sem sjálfur fylgdist með HM hér á landi árið 1995 og fylltist innblæstri.

Handbolti
Fréttamynd

Þýðir ekki að mæta með hangandi haus: „Það er ekkert bull“

Ís­lenska karla­lands­liðið í hand­bolta mun þurfa að tryggja sér sæti á HM án þess að geta treyst á lands­liðs­mark­vörðinn Viktor Gísla Hall­gríms­son í ein­vígi sínu gegn lands­liði Eist­lands. Lands­liðs­þjálfarinn segir það ekki þýða neitt að mæta með hangandi haus í verk­efnið sem er gegn fyrir fram tölu­vert veikari and­stæðingi.

Handbolti
Fréttamynd

HSÍ keyri sig ekki aftur í þrot vegna HM

Alþjóðahandknattleikssambandið tilkynnti í dag að Ísland muni halda HM karla í handbolta árið 2031 ásamt Danmörku og Noregi. Framkvæmdastjóri sambandsins segir það mikil gleðitíðindi og spennan mikil fyrir verkefninu.

Handbolti
Fréttamynd

Bræðurnir spila sinn fyrsta lands­leik: „Gott að geta rifist aftur“

Benedikt Gunnar Óskarsson átti sannkallaðan draumadag á laugardag þegar hann varð bikarmeistari í handbolta, skoraði 17 mörk í úrslitaleiknum og var svo boðinn velkominn í landsliðið strax eftir leik. Bróðir hans, Arnór Snær, er einnig mættur til Aþenu þar sem þeir munu spila sína fyrstu landsleiki gegn Grikklandi á næstu dögum.

Handbolti
Fréttamynd

Óðinn fær sam­keppni um mark ársins frá franskri konu

Franska handboltakonan Lucie Granier skoraði magnað mark í Meistaradeildinni um helgina og mark sem fékk um leið samfélagsmiðla til að rifja upp frábært mark íslenska landsliðsmannsins Óðins Þór Ríkharðssonar frá því á EM í Þýskalandi.

Handbolti