Arion banki

Fréttamynd

Engin við­líka á­kvæði um kveikju­við­burð í AT1-bréfum bankanna

AT1-gerningar Arion banka og Íslandsbanka nytu ávallt forgangs fram yfir hlutafé ef á það myndi reyna en í skilmálum skuldabréfanna er ekki að finna sambærileg ákvæði í skilmálum sömu bréfa hjá Credit Suisse. Þetta kemur fram í svari frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Norski olíu­sjóðurinn seldi stóran hluta eigna sinna í ís­lenskum ríkis­bréfum

Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, seldi nærri helming allra skuldabréfa sem hann átti á íslenska ríkið á liðnu ári á sama tíma og hann jók talsvert við stöðu sína í skuldabréfum á bankanna hér á landi. Verðbréfaeign sjóðsins á Íslandi, sem nemur jafnvirði um 30 milljarðar króna, hélst nánast óbreytt á milli ára.

Innherji
Fréttamynd

Arion viður­kennir brot og greiðir tugi milljóna

Arion banki hefur viðurkennt brot sín á banni við uppgreiðslugjöldum á lánum til lítilla fyrirtækja. Forsvarsmenn bankans sýndu ríkan samstarfsvilja á meðan rannsókn Samkeppniseftirlitsins á málinu stóð yfir og hafði það verulega þýðingu við mat á fjárhæð sekta. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Arion banki fyrstur til að hækka vexti

Arion banki er fyrsti bankinn til að hækka vexti í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósentustig. Hækkunin nær einungis til einnar tegundar lána en breytingar á öðrum vöxtum verða tilkynntar á næstu dögum.  

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankanum liggur á að „sýna fram á árangur“ fyrir næstu kjara­samninga

Ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka vexti um eina prósentu, umfram væntingar markaðsaðila, virðist hafa grundvallast á þeirri sýn nefndarinnar að það væri betra að „rífa plásturinn af“ með stóru skrefi áður en aðrir seðlabankar skipta hugsanlega um gír vegna óróa á erlendum mörkuðum, að sögn aðalhagfræðings Arion banka. Hún gagnrýnir seðlabankastjóra fyrir rýr svör um framvirka leiðsögn og segir sumpart misvísandi skilaboð hans og varaseðlabankastjóra mögulega til marks um „togstreitu“ innan peningastefnunefndar.

Innherji
Fréttamynd

Konráð til liðs við nýja greiningardeild Arion banka

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins á meðan síðustu kjarasamningaviðræðum stóð, hefur gengið til liðs við Arion banka en í kjölfarið kemur bankinn á fót nýrri greiningardeild, Arion greiningu, undir sviðinu Mörkuðum.

Klinkið
Fréttamynd

Stjórn­endur Arion segja „hamlandi starfs­um­hverfi“ kalla á meiri vaxta­mun

Æðstu stjórnendur Arion gagnrýndu „hamlandi starfsumhverfi“ hér á landi á aðalfundi bankans í gær, sem þýddi að vaxtamunur þyrfti að vera hærri en ella til að ná fram sambærilegri arðsemi og erlendir keppinautar þeirra, og kölluðu eftir því að stjórnvöld myndu „jafna leikinn.“ Íslenskir bankar greiddu í fyrra um 70 til 80 prósent meira í heildarskatta borið saman við aðra norræna banka, að sögn bankastjóra Arion.

Innherji
Fréttamynd

Sitja ekki á ó­inn­leystu tapi vegna skulda­bréfa sem hafa lækkað í verði

Íslensku viðskiptabankarnir fjórir sitja ekki á neinu óinnleystu tapi í bókum sínum í tengslum við mörg hundruð milljarða króna eign þeirra í skuldabréfum en ólíkt því sem átti við um Silicon Valley Bank (SVB), sem varð gjaldþrota fyrir helgi, eru slík verðbréf metin á markaðsvirði í reikningum bankanna hér á landi. Margir evrópskir bankar beita hins vegar sömu aðferð og SVB þar sem skuldabréfasafn þeirra er metið á kostnaðarverði en meðal annars vegna sterkrar lausafjárstöðu er ólíklegt að bankarnir neyðist til að selja þau bréf með afföllum, samkvæmt nýrri greiningu Moody´s.

Innherji
Fréttamynd

Najkorzystniejsze opcje oszczędzania?

Bez wątpienia wszyscy zgodzimy się, że oszczędzanie jest korzystne, ale czy jedna forma oszczędzania jest korzystniejsza od innej? Snædís Ögn Flosadóttir, dyrektor operacyjny Lífeyrisauka, przybliża i tłumaczy opcje dodatkowych oszczędności emerytalnych, które są rodzajem prywatnych oszczędności.

Samstarf
Fréttamynd

Hagstæðasti sparnaðurinn?

Við getum eflaust öll verið sammála um að hagkvæmt sé að leggja fyrir en er eitt sparnaðarform hagstæðara en annað? Snædís Ögn Flosadóttir, rekstrarstjóri Lífeyrisauka, fræddi okkur um viðbótarlífeyrissparnað sem er ein tegund séreignarsparnaðar.

Samstarf
Fréttamynd

Banka­stjóri Arion: Ættum að njóta sömu láns­kjara og önnur nor­ræn ríki

Ísland ætti á komandi árum að geta séð fram á betri fjármögnunarkjör á erlendum lánamörkuðum samhliða væntingum um að hugverkaiðnaður verði brátt ein helsta útflutningsstoð hagkerfisins, að sögn bankastjóra Arion. Fyrirliggjandi þjóðhagsspár vanmeta áætlanir um vöxt útflutningstekna og því eru líkur á að „hagvaxtarhorfur séu allt aðrar og miklu betri“.

Innherji
Fréttamynd

Gildi sér engin rök fyrir nýjum reglum um til­nefningar­nefndir

Gildi lífeyrissjóður hallast að því að nýleg lagaákvæði, sem lögfesta setu stjórnarmanns í tilnefningarnefndum banka og fela nefndunum það hlutverk að leggja mat á störf framkvæmdastjóra, þarfnist endurskoðunar. Enginn haldgóður rökstuðningur sé fyrir þessum breytingum og reynslan sýni að almennt sé óheppilegt að stjórnarmenn sitji í tilnefningarnefndum.

Innherji
Fréttamynd

Aðal­­hag­­fræð­­ing­­ur Ari­­on: Seðl­­a­b­ank­­a­­stjór­­i tap­­að­­i mikl­um trú­v­erð­­ug­­leik­­a

Aðalhagfræðingur Arion banka segir að Peningastefnunefnd Seðlabankans – og ekki síst formaður hennar, seðlabankastjóri – hafi tapað miklum trúverðugleika „eftir síðustu fundi, boltasendingar og væntingastjórnun.“ Trúverðugleiki sé eitt það mikilvægasta sem Seðlabankinn hafi í baráttunni gegn verðbólgu og verðbólguvæntingum. Því miður hafi honum verið „sólundað að undanförnu.“ Að mati aðalhagfræðingsins hafi stýrivaxtahækkun gærdagsins verið of mikil og tónn Seðlabankans of harður.

Innherji
Fréttamynd

Stóru sam­legðar­tæki­færin á banka­markaði liggja í gegnum Kviku

Útlit er fyrir frekari samruna á fjármálamarkaði þar sem stjórnendur keppast við að leita leiða til hagræðingar á tímum hækkandi launakostnaðar og erfiðari markaðsaðstæðna. Sum af stærri fjármálafyrirtækjum landsins hafa að undanförnu mátað sig við hvort annað sem hefur nú leitt til þess stjórn að Íslandsbanka, sem fundar á morgun, mun væntanlega samþykkja ósk Kviku banka um að hefja samrunaviðræður milli félaganna. Óformlegt samtal um að sameina Kviku og Arion banka, sem margir höfðu spáð fyrir um, skiluðu ekki árangri en blessun frá Samkeppniseftirlitinu við slíkum bankasamruna gæti reynst þrautin þyngri.

Innherji
Fréttamynd

Tenging við rússneskan ólígarka tafði kaup Rapyd á Valitor

Yfirtaka fjártæknifélagsins Rapyd á Valitor tafðist í meðförum fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands eftir að í ljós kom að einn stærsti eigandi Rapyd væri tengdur rússneskum ólígarka og samkvæmt heimildum Innherja var gerð krafa um að tengslin yrðu rofin. Einn af stofnendum Target Global lét af störfum undir lok síðasta árs. 

Innherji
Fréttamynd

Vaxta­á­lag bankanna hríð­féll um meira en hundrað punkta í vikunni

Vaxtaálag á útgáfur íslensku bankanna í erlendri mynt lækkaði allverulega í þessari viku á eftirmarkaði, eða um meira en 100 punkta, samhliða kröftugum viðsnúningi á evrópskum skuldabréfamörkuðum. Með lækkandi vaxtaálagi gætu bankarnir átt kost á því að fjármagna sig á töluvert hagstæðari kjörum en þeir hafa gert á síðustu mánuðum.

Innherji
Fréttamynd

Arion banki hækkar vexti

Arion banki hefur ákveðið að hækka vexti í kjölfar stýrisvaxtahækkunar Seðlabanka Íslands þann 23. nóvember síðastliðinn. Ákvörðunin gildir frá og með deginum í dag.

Viðskipti innlent