
Ættleiðingar

Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“
Suðurkóresk „sannleiksnefnd“ hefur komist að þeirri niðurstöðu að tugþúsundir barna hafi verið send úr landi eins og „farangur“, til ættleiðingar erlendis.

Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm
Selma Hafsteinsdóttir er 35 ára móðir. Hún kynntist manninum sínum í Kvennaskólanum og þegar leið á sambandið fóru þau að reyna eignast saman barn.

Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög
Framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar segir félaginu þröngur stakkur sniðinn fjárhagslega. Félagið hafi þurft að hækka gjöld á þjónustu sem eigi að vera gjaldfrjáls. Síðustu ár hefur félagið annast eina ættleiðingu á ári.

Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka
Ferðalag Tinnu Rúnarsdóttur til Srí Lanka skilaði ekki aðeins dýrmætum tíma með systur sinni og ömmu heldur uppgötvaði hún líka að hún á frænkur á Íslandi. Svar úr DNA-prófi kom Tinnu í opna skjöldu sem veltir nú fyrir sér hvort móður hennar hafi verið nauðgað eða hún haldið fram hjá.

Situr undir gelti, urri og að vera kölluð api
Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir lýsir því að hafa í sumar og haust endurtekið verið kölluð api. Gelt hafi verið á hana á hinum ýmsu stöðum. Hún segir hvert atvik ýta upp hennar eigin sjálfsáliti vitandi að hún myndi aldrei leggjast jafnlágt og þeir sem hegði sér með slíkum hætti.