Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

Nýtt vopn í búri fjár­mála­ráð­herra

Ef breyta á lögum um áminningarskyldu ætti sú umræða heima í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna, að mati forseta ASÍ. Hann segir að ný könnun Maskínu, sem sýnir að meginþungi opinberra starfsmanna vilji afnema áminningarskyldu, sé vopn í höndum fjármálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hluti vill af­nema áminningarskyldu

Um 48 prósent opinberra starfsmanna eru hlynnt afnámi áminningarskyldu ríkisstarfsmanna en aðeins um 32 prósent eru andvígir afnámi hennar, samkvæmt nýrri könnun. Á sama tíma eru um 54 prósent landsmanna hlynnt því að áminningarskyldan sé afnumin en aðeins 23 prósent andvíg.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast Þor­gerður úr­skurð EFTA-dómstólsins?

Frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um bókun 35 við EES-samninginn gengur út á það að lögfest verði að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn gangi framar löggjöf sem á sér innlendan uppruna.

Skoðun
Fréttamynd

Heimilar um­ferð um Vonar­skarð

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur staðfest breytingartillögu svæðisstjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs um að heimila vélknúna umferð og hjólreiðar um Vonarskarð frá 1. september ár hvert og þar til svæðið verður ófært.

Innlent
Fréttamynd

Varnar- og öryggisstefna fyrir Ís­land: Á­hersla á Norður­slóðir, NATO og sam­starf við Banda­ríkin

Þingsályktunartillögu um fyrstu formlegu stefnu Íslands í varnar- og öryggismálum hefur verið dreift á Alþingi. Tillagan felur í sér þrettán megináherslur, meðal annars um aukna þátttöku Íslands í starfi og verkefnum Atlantshafsbandalagsins, að efla varnarsamstarf við Bandaríkin og annað tvíhliða samstarf við bandalagsríki, og að styrkja þátttöku Íslands í svæðisbundnu samstarfi, einkum á Norðurslóðum. Tillagan er í megindráttum í samræmi við þær fjórtán lykiláherslur sem samráðshópur þingmanna lagði til í skýrslu sem kynnt var í september.

Innlent
Fréttamynd

Konur Ís­lands og alþjóðakerfið í takt

Fimmtíu ár eru í dag liðin frá kvennafrídeginum, atburði sem enginn efast lengur um að hafi markað þáttaskil í kvenfrelsisbaráttu á Íslandi. Þann dag lögðu konur niður störf, söfnuðust saman og kröfðust jafnréttis og virðingar.

Skoðun
Fréttamynd

Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Krist­rún með fjöl­skyldunni, Inga vill kíkja á Arnar­hól og Þor­gerður með í bar­áttu­anda

Kristrún Frostadóttir ætlar að vera með börnum sínum og fjölskyldu á kvennafrídeginum á morgun vegna vetrarfrís í skólum. Hún verður þó ekki í fríi en meðal annars er gert ráð fyrir að hún muni taka þátt í leiðtogafundi bandalagsríkja sem styðja Úkraínu eftir hádegi. Inga Sæland ætlar ekki að leggja niður störf en hyggst reyna að líta við á Arnarhóli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í fríi og mun ekki hafa færi á að taka þátt í samstöðufundi en verður með í anda.

Innlent
Fréttamynd

Nýr lög­reglu­stjóri á Austur­landi verði skipaður á allra næstu dögum

Stefnt er að því að skipað verði í embætti lögreglustjórans á Austurlandi á allra næstu dögum, en þrír sóttu um embættið sem auglýst var laust til umsóknar í sumar. Staða lögreglustjórans á Austurlandi hefur verið laus síðan í vor eftir að fyrrverandi lögreglustjóri hvarf til annarra starfa, og hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra verið settur lögreglustjóri í umdæminu síðan.

Innlent
Fréttamynd

Kröfur kvennaárs komnar í inn­heimtu og gjald­daginn fallinn

Inga Auður Straumland, verkefnastýra Kvennaárs, segir skipulagningu ganga vel fyrir kvennaverkfall á föstudag en viðurkennir að verkefnalistinn sé nokkuð langur. Síðustu sjö daga hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðin er táknræn og á að varpa ljósi á kröfur kvennaárs sem voru lagðar fram á kvennafrídeginum í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Segir sorg­lega illa hafa verið haldið á hags­munum flugsins

Íslensk stjórnvöld hafa haldið illa á hagsmunum flugsins á Íslandi og undirgengist ósanngjarnt og íþyngjandi kerfi evrópskra umhverfissskatta án þess að skoða nægilega afleiðingarnar fyrir íslenskan flugrekstur. Icelandair þurfti í fyrra að greiða 2,5 milljarða króna í kolefnisgjöld.

Innlent
Fréttamynd

Úti­lokar ekki af­skipti ríkis­stjórnarinnar af verk­fallinu

Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með.

Innlent
Fréttamynd

Fellur frá kröfu um meira­próf bænda

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að falla frá reglugerðarbreytingu sem hefði valdið því að bændur þyrftu meirapróf til að nota dráttarvélar sínar.

Innlent
Fréttamynd

Skikkar bændur í meira­próf

Innviðaráðherra hefur birt drög að reglugerðarbreytingu, sem fela í sér að bændur þurfa framvegis að taka meirapróf til þess að mega aka dráttarvélum sínum. Bændur mótmæla áformunum harðlega.

Innlent
Fréttamynd

Þórunn seld og tuttugu sagt upp

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur selt skipið Þórunni Sveinsdóttur VE-401 til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Tuttugu manna áhöfn þess verður í kjölfarið sagt upp. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir söluna lið í lækkun skulda eftir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kollvarpaði áformum félagsins með hækkun veiðigjalda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólks­flótta og hina ICElensku varðhaldsstöð

Síðustu áratugi hefur hin svokallaða pólitík óttans verið áberandi víða um heim, meðal annars í Evrópu. Slík pólitík hverfist fyrst og fremst um óöryggi, átök og fjarlægð við þau sem eru talin vera öðruvísi, hvort sem það er fólk sem er ekki hvítt, fólk frá öðrum heimsálfum, fólk af annarri trú en þeirri sem er ríkjandi í samfélaginu eða fólk á flótta, allt eftir stað og stund.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­komu­lag við Þjóð­verja eigi að tryggja varnir og öryggi Ís­lendinga

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins.

Innlent
Fréttamynd

Skilji á­hyggjurnar

Tilkoma brottfararstöðvar á Suðurnesjum er mikilvæg svo hægt sé að framfylgja stefnu stjórnvalda í málaflokknum, að mati dómsmálaráðherra. Um lokaúrræði sé að ræða og ekki hægt að una við núverandi ástand þar sem hælisleitendur eru vistaðir í fangelsum. Mannúðarsamtök telja að dvöl barna í slíku úrræði gæti haft varanleg áhrif á geðheilsu þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Um sé að ræða aftur­för í jafn­réttis­málum

Skiptar skoðanir eru á frumvarpi dómsmálaráðherra um afnám jafnlaunavottunar. Fyrirtæki og stofnanir setja meðal annars út á starfsmannafjölda og viðra áhyggjur sínar af fjölda verkefna sem koma til með að bíða starfsmönnum Jafnlaunastofnunar. Hörðustu gagnrýnendurnir segja að um sé að ræða afturför í jafnréttismálum.

Innlent
Fréttamynd

Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra

Fjármálaráðherra leggur til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær þá til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða á að hækka vörugjald sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Innlent
Fréttamynd

Máttu gauka nafni tengda­móðurinnar að Ást­hildi Lóu

Persónuvernd telur forsætisráðuneytinu hafa verið heimilt að upplýsa Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þáverandi barnamálaráðherra, um nafn Ólafar Björnsdóttur, sem hafði óskað eftir fundi með forsætisráðherra. Ásthildur Lóa eignaðist barn 23 ára gömul með 16 ára fyrrverandi tengdasyni Ólafar. Hún taldi Ásthildi Lóu ekki stætt í embætti vegna þess.

Innlent