Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Brendan Rodgers: Þetta var góður sigur í erfiðum leik

Liverpool vann ekki sannfærandi 1-0 sigur á Hearts í Evrópudeildinni í kvöld en sigurmarkið var sjálfsmark undir lok leiksins. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var fyrst og fremst ánægður með sigurinn sem kemur Liverpool í fína stöðu fyrir seinni leikinn á Anfield.

Enski boltinn
Fréttamynd

Newcastle gerði jafntefli í Grikklandi - AIK tapaði heima

Helgi Valur Daníelsson og félagar í sænska liðinu AIK Solna eru ekki í alltof góðum málum í forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 0-1 tap á heimavelli í kvöld á móti rússneska liðinu CSKA Moskvu. Newcastle gerði á sama tíma 1-1 jafntefli á útivelli á móti gríska liðinu Atromitos.

Fótbolti
Fréttamynd

Jóhann Berg fékk ekkert að spila í Moskvu

AZ Alkmaar tapaði 0-1 á móti rússneska liðnu Anzhi Makhachkala í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leikurinn fór fram í Moskvu. AZ á inni seinni leikinn á heimavelli í næstu viku en í boði er sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Gerrard og Suarez hvíldir gegn Hearts

Steven Gerrard, Luis Suarez, Martin Skrtel og Glen Johnson ferðuðust ekki með liði Liverpool til Skotlands. Liverpool mætir Hearts í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildar í Edinborg annað kvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Liverpool örugglega áfram eftir 3-0 sigur

Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með því að komast áfram í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en liðið vann þá 3-0 sigur á Gomel frá Hvíta-Rússlandi. Liverpool fór áfram 4-0 samanlagt.

Enski boltinn
Fréttamynd

UEFA með Evrópudeildarleik til rannsóknar

Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) rannsakar hvort hagræðing úrslita hafi átt sér stað í viðureignum Álasunds og KF Tirana í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í lok júlí.

Fótbolti
Fréttamynd

Andy Carroll ekki í leikmannahópi Liverpool í Evrópudeildinni

Andy Carroll er ekki í leikmannahópi Liverpool fyrir Evrópudeildarleikinn í Hvíta-Rússlandi á morgun og framtíð hans á Anfield er áfram í óvissu. Carroll var fyrr í vikunni sagður á leið til West Ham á láni en hann vill ekki fara til London og dreymir enn um endurkomu til Newcastle. BBC sagði fyrst frá því að Carroll yrði með í leiknum en dró það síðan til baka.

Enski boltinn
Fréttamynd

Aðeins einn Íslendingur fagnaði í Krikanum í kvöld - myndir

FH-ingum tókst ekki að nýta sér góð úrslit úr fyrri leik sínum á móti sænska liðinu AIK og eru úr leik í Evrópudeildinni eftir 0-1 tap á móti sænska liðinu á Kaplakrikavelli í kvöld. FH náði 1-1 jafntefli í Svíþjóð og nægði því markalaust jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Helgi Valur: Skiljanlega settur á bekkinn

Íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson segist ekki viss hvort hann byrji leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar í Kaplakrika annað kvöld. Helgi Valur, sem var í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn FH, var settur á bekkinn í deildarleik á sunnudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Páll Viðar: Það var aldrei uppgjöf

Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, var stoltur af sínum mönnum sem biðu lægri hlut 3-0 gegn FK Mlada Boleslav í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í Tékklandi í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Frábær úrslit hjá FH-ingum gegn AIK

FH-ingar gerðu sér lítið fyrir og gerðu 1-1 jafntefli gegn AIK í fyrri viðureign félaganna í 2. umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu en leikið var í Solna í Svíþjóð.

Fótbolti
Fréttamynd

Heimir: Ég man að Gummi Ben skoraði frábært mark

FH-ingar mæta AIK á Råsunda-leikvanginum í Solna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu ytra í dag. FH-ingar æfðu á vellinum í gær en Fréttablaðið náði tali af Heimi Guðjónssyni, þjálfara liðsins, að henni lokinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK

FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs.

Fótbolti
Fréttamynd

Versti ósigur KR í Evrópukeppni í 43 ár

KR-ingar steinlágu 7-0 gegn HJK frá Helsinki í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu ytra í dag. Um er að ræða versta tap KR í Evrópukeppni í 43 ár og þann þriðja versta í sögunni.

Fótbolti