
Suðurkjördæmi

Skora á Kolbein að gefast ekki upp og fara fram í Reykjavík
Hólmfríður Árnadóttir, sigurvegari úr prófkjöri Vg í Suðurkjördæmi, gerir fastlega ráð fyrir því að konur skipi þrjú efstu sæti á lista Vg þar.

Oddný og Viktor leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og Viktor Stefán Pálsson, sviðsstjóri hjá Matvælastofnun munu leiða lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar. Framboðslistinn var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í kvöld.

Hafdís Hrönn vill þriðja sætið á lista Framsóknar
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir lögfræðingur hefur tilkynnt að hún sækist eftir þriðja sætinu á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar sem fram fara í september.

Menntun í heimabyggð
Ungt fólk flykkist frá heimahögum til þess að sækja sér framhaldsmenntun, hvort sem það er í framhaldsskóla eða háskóla. Sjálf fluttist ég að heiman sextán ára gömul til þess að sækja framhaldsskóla og seinna meir háskóla. Það nám sem varð fyrir valinu bauð ekki upp á fjarkennslu og því varð ég að flytja til Reykjavíkur.

Líkur á því að karlmaður verði færður upp lista VG
Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla og sigurvegari forvals Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og fyrrverandi þingmaður segir úrslitin hins vegar vonbrigði. Hann var einn fimm frambjóðenda sem sóttust eftir því að leiða listann en er hvergi að finna í þeim fimm efstu.

Hólmfríður leiðir VG í Suðurkjördæmi
Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Einlægur Kolbeinn tjáir sig um prófkjörsugg
Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna birtir einlægan pistil um komandi prófkjörsslag og segist hreinlega ekki nenna að láta sem hann hafi ekki áhrif á sig andlega.

Gefur ekki kost á sér fyrir næstu kosningar
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir alþingiskosningar í haust. Frá þessu greinir Páll í stöðuuppfærslu nú síðdegis þar sem hann segir áhugann hafa dofnað eftir fimm ár á þingi.

Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, mun leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðreisn. Guðbrandur, sem oftast er kallaður Bubbi að því er segir í tilkynningunni, er fyrrum formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja.

Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar
Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka.

Yfir og allt um kring
Menntun er lýðheilsumál, umhverfismál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega.

Leyfum fjólunni að blómstra
Flestir landsmenn þekkja til Garðyrkjuskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi, þaðan birtast gjarnan myndir af forseta Íslands í heimsókn á sumardaginn fyrsta. Alltaf er gleði og spenna þann dag á Reykjum og ljóst að mikil gróska og kraftur býr í starfsfólki og nemendum sem vekur hjá manni von í brjósti um framtíð garðyrkju á Íslandi.

„Hraustleg endurnýjun“ á lista Pírata
Prófkjöri Pírata fyrir næstu Alþingiskosningar lauk nú síðdegis. Talsverð endurnýjun verður í flokknum enda hafa þrír af sex þingmönnum hans ákveðið að gefa ekki kost á sér að nýju.

Þórhildur Sunna, Álfheiður og Björn Leví í efstu sætum í prófkjöri Pírata
Úrslit úr prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmum liggja nú fyrir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður flokksins, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, en Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður í Suðurkjördæmi.

Niðurstöður prófkjörs Pírata liggja fyrir í dag
Prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum nema norðurlandskjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust lýkur nú síðdegis. Flokkurinn fær nýja oddvita í þremur stórum kjördæmum.

Umhverfisslys í uppsiglingu
Fyrir 100 árum var ég staddur á kaffistofu í Vík Mýrdal. Nokkrir karlar að spjalla um pólitík. Heimamenn og ég. Þetta var sennilega 2006 ef ég á að vera nákvæmur.

Í leyfi frá störfum fyrir ríkisstjórnina vegna framboðs fyrir VG
Róbert Marshall er kominn í launalaust leyfi frá störfum sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur vegna framboðs hans í forvali Vinstri grænna í suðurkjördæmi. Hann sækist eftir því að leiða lista flokksins þar.

Fokk fátækt!
Skilgreining fátæktar er að viðkomandi líði efnahagslegan skort. Fátækt er í raun gríðarleg skerðing á tækifærum, að hafa miklu færri tækifæri og möguleika en aðrir, tækifæri til áhugamála, félagsskapar, afþreyingar og jafnvel menntunar.

Að vera vitur eftir á
Allt frá Suðurlandsskjálftunum stóru árið 2000 og 2008 hafa jarðskjálftafræðingar varað við frekari virkni sem gæti haft enn meiri og jafnvel alvarlegri áhrif hér á Suðurlandi.

Almar sá fimmti sem sækist eftir fyrsta sæti VG á Suðurlandi
Almar Sigurðsson, sem rekur Gistiheimilið á Lambastöðum í Flóahreppi, gefur kost á sér í forvali Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar, og sækist eftir fyrsta sæti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almari.

Páll telur mótframboð í 1. sæti ekki beint gegn honum
Páll Magnússon fyrsti þingmaður Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi túlkar framboð tveggja annarra í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar ekki sem framboð gegn sér, persónulega.

Guðrún Hafsteinsdóttir vill fyrsta sætið í Suðurkjördæmi
Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, býður sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer í maí. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Hveragerðis í kvöld.

Allir vilja komast á Alþingi
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi.

Heiða Guðný vill leiða lista VG í Suðurkjördæmi
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, býður sig fram til að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Heiða Guðný er bóndi á Ljótarstöðum og hefur setið í sveitarstjórn Skaftárhrepps í tíu ár. Þetta kemur fram í framboðstilkynningu frá Heiðu.

Vilhjálmur vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Vilhjálmur hefur verið þingmaður kjördæmisins síðastliðin átta ár.

Eva Björk sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, sækist eftir 2.-3. sætti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Eva Björk greinir frá þessu á Facebook í gær en Eva rekur ásamt fjölskyldu sinni Hótel Laka í Efri-Vík hjá Kirkjubæjarklaustri.

Vill leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og bæjarfulltrúi Beinnar leiðar, hefur gefið kost á sér til þess að leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Björgvin vill þriðja sætið á lista Sjálfstæðismanna fyrir sunnan
Björgvin Jóhannesson hefur ákveðið að gefa kost á sér í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í prófkjöri 29. maí næstkomandi.

Unnur tekur U-beygju og ætlar ekki fram
Unnur Brá Konráðsdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hún greinir frá þessu í færslu á Facebook en hún hafði stefnt að þingsæti fyrir kosningarnar sem fram fara í haust.

Guðbergur sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi
Guðbergur Reynisson sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer þann 29. maí. Hann er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ og hefur setið í stjórn þess frá árinu 2012 og sem formaður síðan 2016.