Tennis

Fréttamynd

Federer hótað lífláti í Kína

Einn besti tenniskappi heims, Roger Federer, hefur ákveðið að taka þátt í Shanghai Masters í Kína. Ekki eru allir kátir með það því Federer hafa borist líflátshótanir þannig að ákveðið hefur verið að auka öryggisgæslu á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Langþráður úrslitaleikur hjá Wozniacki

Danska tenniskonan Caroline Wozniacki hefur hrunið niður heimslistann á þessu ári enda hefur ekkert gengið hjá þessum fyrrum bestu tenniskonu heims. Hún byrjaði árið 2012 í efsta sæti en er nú komin niður í ellefta sæti eftir skelfilegt gengi undanfarna mánuði.

Sport
Fréttamynd

Djokovic mætir Murray í úrslitunum

Novak Djokovic tryggði sér í dag sæti í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis eftir öruggan sigur á David Ferrer í undanúrslitum.

Sport
Fréttamynd

Leik frestað vegna fellibyls

Hætta þurfti leik í miðri undanúrslitaviðureign David Ferrer og Novak Djokovic á Opna bandaríska meistaramótsins í tennis vegna fellibylsviðvörunar.

Sport
Fréttamynd

Serena óstöðvandi

Serena Williams er komin í úrslit einliðaleiks kvenna á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir öruggan sigur á Söru Errani frá Ítalíu í nótt, 6-1 og 6-2.

Sport
Fréttamynd

Federer úr leik | Roddick hættur

Roger Federer, Wimbledon-meistarinn í tennis, féll óvænt úr leik í fjórðungsúrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í nótt þegar hann tapaði fyrir Tékkanum Tomas Berdych.

Sport
Fréttamynd

Nadal frá næstu tvo mánuðina

Meiðsli eru enn að plaga tenniskappann Rafael Nadal og var í morgun greint frá því að hann yrði frá keppni í tvo mánuði til viðbótar.

Sport
Fréttamynd

Federer vann Djokovic í tveimur settum

Svisslendingurinn Roger Federer, efsti maðurinn á heimslistanum í tennis, sýndi styrk sinn í dag með því að vinna Serbann Novak Djokovic í tveimur settum í úrslitaleik á Cincinnati-meistaramótinu í tennis.

Sport
Fréttamynd

Djokovic stundum ekki viss um í hvaða tímabelti hann sé

Serbinn Novak Djokovic fékk ekki langan tíma til að jafna sig eftir tenniskeppnina á Ólympíuleikunum í London því sömu helgi og leikunum lauk þá var hann í óða önn að tryggja sér sigur á tennismóti í Toronto í Kanada. Nú er Djokovic mættur til Cincinnati í Bandaríkjunum þar sem bíður hans annað mót.

Sport
Fréttamynd

Nýr Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðan 1997

Birkir Gunnarsson úr TFK varð í gær Íslandsmeistari utanhúss í einliðaleik karla í tennis þegar hann lagði Raj Bonifacius úr Víkingi í úrslitaleik. Íris Staub úr TFK sigraði í kvennaflokki en hún lagði Önnu Soffíu Grönholm úr TFK í úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Williams systur og Bryan bræður lönduðu gullinu

Systurnar Serena og Venus Williams frá Bandaríkjunum tryggðu sér í dag gullverðlaun í tvíliðaleik kvenna í tenniskeppni Ólympíuleikanna. Bandaríkin gátu einnig fagnað gullverðlaunum í tvíliðaleik karla í gær þegar Bob og Mike Bryan fögnuðu sigri.

Sport
Fréttamynd

Williams mætir Sharapovu í úrslitum

Serena Williams tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik einliðaleiks kvenna í tennis á Ólympíuleikunum eftir þægilegan sigur á Victoriu Azarenku 6-1 og 6-1.

Sport
Fréttamynd

Sharapova nokkuð þægilega í úrslit

Maria Sharapova tryggði sér í dag sæti í úrslitum einliðaleiks kvenna í tennis á Ólympíuleikunum eftir sigur á löndu sinni Mariu Kirilenko í undanúrslitum 6-2 og 6-3.

Sport
Fréttamynd

Federer í úrslit eftir maraþonviðureign

Svisslendingurinn Roger Federer tryggði sér í dag sæti í úrslitum einliðaleiks karla í tennis á Ólympíuleikunum eftir maraþonviðureign gegn Juan Martín del Potro frá Argentínu.

Sport
Fréttamynd

Venus úr leik en Serena áfram

Venus Williams féll í dag úr leik í 3. umferð einliðaleiks kvenna í tenniskeppni Ólympíuleikanna. Williams tapaði í tveimur settum 7-6 og 7-6 gegn Angelique Kerber frá Þýskalandi.

Sport