Stangveiði

Fréttamynd

Smálaxakenningin er ágætis óskhyggja

Smálaxakenning Dr. David Summers, yfirmanns veiðimála í Tay í Skotlandi, er ágætis óskhyggja en það á eftir að koma í ljós hvort hún stenst segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun.

Veiði
Fréttamynd

100 urriðar hafa veiðst í Elliðaánum

Það sem af er maímánuði hafa veiðst 100 urriðar í Elliðaánum. Þetta kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur, svfr.is. Í vorveiðinni, sem stendur til 5. júní, er veitt í ofanverðum Elliðaánum eða fyrir ofan Hraun.

Veiði
Fréttamynd

Áhugaverð kenning um smálaxagöngur

Veiðin í ánni Tay í Skotlandi, sem er ein af bestu laxveiðiám Bretlandseyja, tók stökk í apríl samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram á breska vefnum The Telegraph.

Veiði
Fréttamynd

Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið

Gunnar Bender hefur ákveðið að vera með veiðiþáttinn Veiðivaktina á sjónvarpsstöðinni ÍNN í sumar. Veiðiáhugamenn hljóta að fagna þessu enda er Gunnar þekktur fyrir skemmtileg efnistök og mikinn húmor.

Veiði
Fréttamynd

Riftu samningi við Pálma Gunnars og félaga

Veiðifélag Eldvatns hefur rift samningi við Verndarsjóð sjóbirtingsins, sem Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, er meðal annars í forsvari fyrir. Veiðipressan greindi frá þessu í morgun. Veiðivísir hefur heimildir fyrir því að mikil átök hafi verið á aðalfundi veiðifélagsins fyrir skömmu

Veiði
Fréttamynd

Óskar Veiðifélagi Norðurár velfarnaðar

Þetta er mjög sérstakt árferði í veiðileyfasölu, ég held að staðan á íslenska veiðileyfamarkaðnum sé algerlega án fordæma. Erlendir veiðimenn hafa dregið úr komum sínum hingað og þeir íslensku halda algerlega að sér höndunum. Þessi staða staðfestir einfaldlega það sem við höfum sagt, "verð veiðileyfa er orðið alltof hátt!

Veiði
Fréttamynd

Stjórn Norðurár sér sjálf um veiðileyfasölu sumarið 2014

Veiðifélag Norðurár hefur ákveðið að fela stjórn félagsins að sjá um sölu veiðileyfa sumarið 2014. Verður það gert í samvinnu við Einar Sigfússon, eiganda Haffjarðarár. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Veiðifélagið hefur sent frá sér.

Veiði
Fréttamynd

Veiðimenning við Þingvallavatn hefur stórbatnað

Við vatnið eru nú starfandi ellefu veiðiverðir auk þjóðgarðsvarða, og virðist sem að veiðibrotum með ólöglegri beitu hafi verið að mestu útrýmt á bökkum Þingvallavatns. Veiðin í vatninu hefur verið góð í vor, og mikil aukning í fjölda veiðimanna.

Veiði
Fréttamynd

Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld

En svo eru það þeir sem ganga skrefinu lengra og halda sjálfir niður í djúpið og mynda þessa eftirsóknarverðu bráð okkar í hennar náttúrulega umhverfi. Erlendur Guðmundsson atvinnukafari er einn þeirra en hann rekur fyrirtækið Neðarsjávarmyndir ehf.

Veiði
Fréttamynd

Orri aftur í slag við Íra

"Það hefur staðið yfir barátta gegn því að það verði settar upp 10-15 þúsund tonna fiskeldisstöðvar í Galway-flóanum á Írlandi. Þetta hefur verið mikil barátta og ég hef reynt að leggja henni svolítið lið," segir Orri Vigfússon, formaður og stofnandi Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF).

Veiði
Fréttamynd

Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu

Stjórn Stangveiðifélags Reykjavíkur mun ekki opna Norðurá í sumar eins og hefð er fyrir heldur selja hana ef viðundandi verð fæst fyrir. "Ef svo fer sem horfir munum við auglýsa eftir tilboðum strax í næstu viku," segir Bjarni Júlíusson, formaður SVFR.

Veiði
Fréttamynd

Líf að færast í vötnin

Fyrir utan gærdaginn hefur verið frekar kalt í veðri síðustu daga og því lítið um fréttir úr stóru vötnunum. Á vef Veiðikortsins er stiklað á stóru í fréttum af vötnunum og virðist sem þau séu að taka við sér.

Veiði
Fréttamynd

Nóg af fiski í Reynisvatni

Töluvert hefur verið sleppt af bleikju og silungi í Reynisvatn en veiðitímabilið þar hófst 1. mars síðast liðinn. Samkvæmt heimasíðu Reynisvatns var sleppt 1.000 kílóum af bleikju í vatnið 29. mars síðast liðinn og síðan þá hefur um þúsund fiskum verið sleppt í vatnið til viðbótar.

Veiði
Fréttamynd

Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga

Í tilefni af 10 ára afmæli Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK) ætlar félagið að bjóða 10. bekkingum í öllum grunnskólum Akureyrar uppá frítt fluguveiðinámskeið í júnímánuði. Eitt af markmiðum félagsins er að efla áhuga barna og unglinga á stangveiði.

Veiði
Fréttamynd

Silungsveiði í Elliðaánum með ágætum

Silungsveiði í Elliðaánum hefur verið með ágætum undanfarið eftir erfiða byrjun. Urriðinn er farinn að sækja í æti eftir að hlýna fór í veðri, fluguveiðimönnum til mikillar ánægju. Þetta kemur fram á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur.

Veiði
Fréttamynd

Fékk 15 punda urriða í Varmá

"Þetta hefur verið óvenju gott það sem af er sumri," segir Hrafn H. Hauksson, nítján ára veiðimaður úr Veiðifélaginu Kvistum, sem veiddi 14-15 punda urriða í Varmá þann 1. maí síðastliðinn. "Hann var 78 sentimetrar og með ummál upp á 55 cm og ég náði ekki utan um styrtluna á honum. Hann var vaxinn eins og rugbybolti."

Veiði
Fréttamynd

Flugukastkeppni á afmælisári

Stangaveiðifélag Akureyrar sem er tíu ára á þessu ári hyggst meðal annars minnast tímamótanna með flugukastkeppni við Leirutjörn.

Veiði
Fréttamynd

Fáir í opnun í frosti á Þingvöllum

Ekkert sást til veiðimanna í landi þjóðgarðsins þegar heimildarmaður Veiðivísis var við Þingvallavatn í hádeginu í dag. Við Elliðaár var ekki nokkur maður heldur á sama tíma. Veiðitímabilið hófst á þessum stöðum í morgun.

Veiði
Fréttamynd

Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015

Gríðarlegur fjöldi sumargamalla laxaseiða í vatnakerfi Elliðaánna vekur upp vonir um mjög sterkan gönguseiðastofn í ánum á næsta ári þegar megnið af þeim gengur í sjó. Ef skilyrði til uppvaxtar seiðanna verður þeim hliðholl fram að sjógöngu og afrán á þeim í ánum ekki umfram venju gæti veiðisumarið árið 2015 orðið líflegt og það í meira í lagi

Veiði
Fréttamynd

Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó

Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir að slysið við Alta-ána í Noregi þar sem 10 til 15 þúsund laxar sluppu úr sjókví sé víti til varnaðar. Íslendingar verði að hugsa sinn gang í laxeldismálum.

Veiði