Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 93-82 | Öruggur Haukasigur Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni að Ásvöllum skrifar 11. nóvember 2016 22:00 Finnur Atli Magnússon, miðherji Hauka. vísir/ernir Haukar unnu sinn fyrsta sigur í fimm leikjum þegar þeir rúlluðu yfir ÍR, 93-82, í Schenker-höllinni í kvöld. Með sigrinum jöfnuðu Haukar ÍR að stigum en liðin eru bæði með fjögur stig eftir fyrstu sex umferðirnar líkt og Njarðvík, Skallagrímur og Þór Ak. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum því ÍR-ingar unnu 4. leikhlutann með 15 stigum, 35-20. Í hinum þremur leikhlutunum voru Haukar miklu sterkari aðilinn og verðskulduðu sigurinn. ÍR skoraði fimm fyrstu stig leiksins en síðan tóku Haukar völdin. Heimamenn leiddu með 14 stigum eftir 1. leikhluta, 29-15, og í hálfleik var munurinn 19 stig, 54-35. Í 3. leikhlutanum dró enn í sundur með liðunum en ÍR-ingar björguðu andlitinu með góðum 4. leikhluta. Skaðinn var þó skeður og Haukar unnu á endanum 11 stiga sigur, 93-82. Sherrod Wright var stigahæstur í liði Hauka með 31 stig en Matthew Hunter skoraði mest fyrir ÍR, eða 24 stig.Haukar-ÍR 93-82 (29-15, 25-20, 19-12, 20-35)Haukar: Sherrod Nigel Wright 31/10 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Haukur Óskarsson 22, Kristján Leifur Sverrisson 12/6 fráköst, Finnur Atli Magnússon 11/5 fráköst, Emil Barja 7/9 fráköst/7 stoðsendingar, Breki Gylfason 4/5 fráköst, Steinar Aronsson 2, Ívar Barja 2, Hjálmar Stefánsson 2.ÍR: Matthew Hunter 24/8 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 20, Sæþór Elmar Kristjánsson 13/5 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 12, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Hjalti Friðriksson 3/5 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 2, Daði Berg Grétarsson 2, Kristinn Marinósson 0/4 fráköst.Af hverju unnu Haukar? Eftir ágæta byrjun Breiðhyltinga settu Haukarnir í annan gír og hreinlega keyrðu yfir vængbrotið lið ÍR. Sem kunnugt er þurfti miðherjinn Stefán Karel Torfason að leggja skóna á hilluna á dögunum vegna höfuðmeiðsla og þá gat leikstjórnandinn Matthías Orri Sigurðarson ekki leikið með ÍR í kvöld vegna veikinda. Gestirnir úr Breiðholtinu virtust hafa litla trú á verkefninu og sýndu ekki alvöru mótspyrnu fyrr en í 4. leikhluta þegar leikurinn var löngu tapaður.Bestu menn vallarins: Sherrod Wright er alltaf að komast betur og betur inn í leik Hauka en þessi skemmtilegi leikmaður skilaði 31 stigi, 10 fráköstum, sex stoðsendingum og sjö stolnum boltum í leiknum í kvöld. Wright skoraði 14 af sínum stigum í 4. leikhluta en fram að því var Haukur Óskarsson atkvæðamikill. Haukur var vel tengdur í kvöld, skoraði 22 stig og hitti vel. Finnur Atli Magnússon og Emil Barja skiluðu sína og þá hélt Kristján Leifur Sverrisson áfram þar sem frá var horfið frá síðustu leikjum. Hann skoraði 12 stig og tók sex fráköst í leiknum. Sveinbjörn Claessen var skástur í liði ÍR og þá átti Sæþór Elmar Kristjánsson fína innkomu; skoraði 13 stig og tók fimm fráköst á rúmum 17 mínútum.Hvað gekk illa? Varnarleikur ÍR-inga var afar slakur og Haukarnir áttu auðvelt með að skora, hvort sem það var undir körfunni eða með skotum fyrir utan. ÍR-ingar voru linir og litlir í sér í leiknum. Vissulega söknuðu þeir Matthíasar en þeir hefðu samt getað gert mun betur í kvöld. Hunter skilaði ágætis tölum þótt hann hafi ekki spilað vel. Og hann er líklega á leið frá ÍR ef marka má orð Borce Ilievski, þjálfari liðsins, í samtali við Vísi eftir leik.Tölfræði sem vakti athygli: ÍR-ingar voru með betri skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna en inni í teig (43%-35%). ÍR skaut 54% fyrir utan í fyrri hálfleik og ef ekki hefði verið fyrir þessa frábæru skotnýtingu hefði leikurinn verið búinn í hálfleik. Þá töpuðu Breiðhyltingar boltanum 19 sinnum, þar af átta sinnum í 1. leikhluta.Ívar: Tap hefði komið okkur í mjög erfiða stöðu Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Hauka, var létt eftir sigur Hafnfirðinga á ÍR í kvöld. Þetta var aðeins annar sigur Hauka í Domino's deildinni í vetur. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur. Við vissum að tap í þessum leik myndi koma okkur í mjög erfiða stöðu,“ sagði Ívar eftir leik. Haukar voru miklu betri fyrstu þrjá leikhlutanum en slökuðu á í þeim fjórða sem ÍR vann með 15 stigum. „Við vorum með þennan leik og leiddum með 15-25 stigum. Þetta var mjög öruggt en það má passa sig á gefa ekki mikið eftir því þá fær hitt liðið sjálfstraust,“ sagði Ívar sem segir að Sherrod Wright sé alltaf að komast betur inn í leik Hauka. „Hann er alltaf að verða betri og betri og við erum að læra á hann. Við sjáum hvað Haukur [Óskarsson] fær þegar hann er inn á. Emil [Barja] þarf aðeins að læra að spila með honum en Emil hefur spilað vörnina mjög vel og er traustur.“ Ívar hrósaði einnig Kristjáni Leifi Sverrissyni sem hefur komið afar sterkur inn í lið Hauka eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. „Hann hefur verið gríðarlega sterkur. Hann var frábær í fyrri hálfleik en slakaði aðeins á í þeim seinni. Hann hefur verið frábær í vetur,“ sagði Ívar að lokum.Borce: Ekki nógu mikil löngun til staðar Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var afar ósáttur við frammistöðu sinna manna í tapinu fyrir Haukum í kvöld. Hann segir að ÍR-ingar þurfi að gera breytingar og íhugar að skipta um bandarískan leikmann. „Við getum alltaf gert betur. Sumir leikmannanna lögðu sig ekki nógu mikið fram,“ sagði Borce sem hrósaði yngri leikmönnum ÍR fyrir að laga stöðuna í 4. leikhluta sem Breiðhyltingar unnu með 15 stigum. „Leikurinn tapaðist í fyrri hálfleik en við reyndum að koma til baka með því að stilla upp óhefðbundnu byrjunarliði. Ég veit að við getum kannski ekki skorað 70-75 stig því Matti [Matthías Orri Sigurðarson] var ekki með en við eigum alltaf að geta lagt okkur fram og spilað góða vörn. Það var ekki nógu mikil löngun til staðar hjá sumum leikmönnum,“ sagði Borce. Matthew Hunter hefur ekki staðið undir væntingum hjá ÍR og Borce segist vera að íhuga að fá nýjan Bandaríkjamann, og þá aðra tegund af leikmanni. „Við þurfum að ræða það við stjórnina. Við þurfum að gera breytingar og erum að hugsa um þetta. Við þurfum að finna góðan kost, ekki bara skipta til þess eins að skipta,“ sagði þjálfarinn. „Við erum að íhuga þetta. Við misstum Stefán [Karel Torfason] og eins þú sást í dag tóku Haukar mikið af sóknarfráköstum. Við vorum mjög veikir undir körfunni og þurfum klárlega meiri kraft inni í teiginn. Við erum að hugsa um að fá sterkari og kraftmeiri leikmann,“ sagði Borce að endingu. Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira
Haukar unnu sinn fyrsta sigur í fimm leikjum þegar þeir rúlluðu yfir ÍR, 93-82, í Schenker-höllinni í kvöld. Með sigrinum jöfnuðu Haukar ÍR að stigum en liðin eru bæði með fjögur stig eftir fyrstu sex umferðirnar líkt og Njarðvík, Skallagrímur og Þór Ak. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum því ÍR-ingar unnu 4. leikhlutann með 15 stigum, 35-20. Í hinum þremur leikhlutunum voru Haukar miklu sterkari aðilinn og verðskulduðu sigurinn. ÍR skoraði fimm fyrstu stig leiksins en síðan tóku Haukar völdin. Heimamenn leiddu með 14 stigum eftir 1. leikhluta, 29-15, og í hálfleik var munurinn 19 stig, 54-35. Í 3. leikhlutanum dró enn í sundur með liðunum en ÍR-ingar björguðu andlitinu með góðum 4. leikhluta. Skaðinn var þó skeður og Haukar unnu á endanum 11 stiga sigur, 93-82. Sherrod Wright var stigahæstur í liði Hauka með 31 stig en Matthew Hunter skoraði mest fyrir ÍR, eða 24 stig.Haukar-ÍR 93-82 (29-15, 25-20, 19-12, 20-35)Haukar: Sherrod Nigel Wright 31/10 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Haukur Óskarsson 22, Kristján Leifur Sverrisson 12/6 fráköst, Finnur Atli Magnússon 11/5 fráköst, Emil Barja 7/9 fráköst/7 stoðsendingar, Breki Gylfason 4/5 fráköst, Steinar Aronsson 2, Ívar Barja 2, Hjálmar Stefánsson 2.ÍR: Matthew Hunter 24/8 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 20, Sæþór Elmar Kristjánsson 13/5 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 12, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Hjalti Friðriksson 3/5 fráköst, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 2, Daði Berg Grétarsson 2, Kristinn Marinósson 0/4 fráköst.Af hverju unnu Haukar? Eftir ágæta byrjun Breiðhyltinga settu Haukarnir í annan gír og hreinlega keyrðu yfir vængbrotið lið ÍR. Sem kunnugt er þurfti miðherjinn Stefán Karel Torfason að leggja skóna á hilluna á dögunum vegna höfuðmeiðsla og þá gat leikstjórnandinn Matthías Orri Sigurðarson ekki leikið með ÍR í kvöld vegna veikinda. Gestirnir úr Breiðholtinu virtust hafa litla trú á verkefninu og sýndu ekki alvöru mótspyrnu fyrr en í 4. leikhluta þegar leikurinn var löngu tapaður.Bestu menn vallarins: Sherrod Wright er alltaf að komast betur og betur inn í leik Hauka en þessi skemmtilegi leikmaður skilaði 31 stigi, 10 fráköstum, sex stoðsendingum og sjö stolnum boltum í leiknum í kvöld. Wright skoraði 14 af sínum stigum í 4. leikhluta en fram að því var Haukur Óskarsson atkvæðamikill. Haukur var vel tengdur í kvöld, skoraði 22 stig og hitti vel. Finnur Atli Magnússon og Emil Barja skiluðu sína og þá hélt Kristján Leifur Sverrisson áfram þar sem frá var horfið frá síðustu leikjum. Hann skoraði 12 stig og tók sex fráköst í leiknum. Sveinbjörn Claessen var skástur í liði ÍR og þá átti Sæþór Elmar Kristjánsson fína innkomu; skoraði 13 stig og tók fimm fráköst á rúmum 17 mínútum.Hvað gekk illa? Varnarleikur ÍR-inga var afar slakur og Haukarnir áttu auðvelt með að skora, hvort sem það var undir körfunni eða með skotum fyrir utan. ÍR-ingar voru linir og litlir í sér í leiknum. Vissulega söknuðu þeir Matthíasar en þeir hefðu samt getað gert mun betur í kvöld. Hunter skilaði ágætis tölum þótt hann hafi ekki spilað vel. Og hann er líklega á leið frá ÍR ef marka má orð Borce Ilievski, þjálfari liðsins, í samtali við Vísi eftir leik.Tölfræði sem vakti athygli: ÍR-ingar voru með betri skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna en inni í teig (43%-35%). ÍR skaut 54% fyrir utan í fyrri hálfleik og ef ekki hefði verið fyrir þessa frábæru skotnýtingu hefði leikurinn verið búinn í hálfleik. Þá töpuðu Breiðhyltingar boltanum 19 sinnum, þar af átta sinnum í 1. leikhluta.Ívar: Tap hefði komið okkur í mjög erfiða stöðu Ívari Ásgrímssyni, þjálfara Hauka, var létt eftir sigur Hafnfirðinga á ÍR í kvöld. Þetta var aðeins annar sigur Hauka í Domino's deildinni í vetur. „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur. Við vissum að tap í þessum leik myndi koma okkur í mjög erfiða stöðu,“ sagði Ívar eftir leik. Haukar voru miklu betri fyrstu þrjá leikhlutanum en slökuðu á í þeim fjórða sem ÍR vann með 15 stigum. „Við vorum með þennan leik og leiddum með 15-25 stigum. Þetta var mjög öruggt en það má passa sig á gefa ekki mikið eftir því þá fær hitt liðið sjálfstraust,“ sagði Ívar sem segir að Sherrod Wright sé alltaf að komast betur inn í leik Hauka. „Hann er alltaf að verða betri og betri og við erum að læra á hann. Við sjáum hvað Haukur [Óskarsson] fær þegar hann er inn á. Emil [Barja] þarf aðeins að læra að spila með honum en Emil hefur spilað vörnina mjög vel og er traustur.“ Ívar hrósaði einnig Kristjáni Leifi Sverrissyni sem hefur komið afar sterkur inn í lið Hauka eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. „Hann hefur verið gríðarlega sterkur. Hann var frábær í fyrri hálfleik en slakaði aðeins á í þeim seinni. Hann hefur verið frábær í vetur,“ sagði Ívar að lokum.Borce: Ekki nógu mikil löngun til staðar Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var afar ósáttur við frammistöðu sinna manna í tapinu fyrir Haukum í kvöld. Hann segir að ÍR-ingar þurfi að gera breytingar og íhugar að skipta um bandarískan leikmann. „Við getum alltaf gert betur. Sumir leikmannanna lögðu sig ekki nógu mikið fram,“ sagði Borce sem hrósaði yngri leikmönnum ÍR fyrir að laga stöðuna í 4. leikhluta sem Breiðhyltingar unnu með 15 stigum. „Leikurinn tapaðist í fyrri hálfleik en við reyndum að koma til baka með því að stilla upp óhefðbundnu byrjunarliði. Ég veit að við getum kannski ekki skorað 70-75 stig því Matti [Matthías Orri Sigurðarson] var ekki með en við eigum alltaf að geta lagt okkur fram og spilað góða vörn. Það var ekki nógu mikil löngun til staðar hjá sumum leikmönnum,“ sagði Borce. Matthew Hunter hefur ekki staðið undir væntingum hjá ÍR og Borce segist vera að íhuga að fá nýjan Bandaríkjamann, og þá aðra tegund af leikmanni. „Við þurfum að ræða það við stjórnina. Við þurfum að gera breytingar og erum að hugsa um þetta. Við þurfum að finna góðan kost, ekki bara skipta til þess eins að skipta,“ sagði þjálfarinn. „Við erum að íhuga þetta. Við misstum Stefán [Karel Torfason] og eins þú sást í dag tóku Haukar mikið af sóknarfráköstum. Við vorum mjög veikir undir körfunni og þurfum klárlega meiri kraft inni í teiginn. Við erum að hugsa um að fá sterkari og kraftmeiri leikmann,“ sagði Borce að endingu.
Dominos-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Sjá meira