Dagur semur við Japan til ársins 2024 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2016 16:10 Mikið og langt ævintýri bíður Dags Sigurðssonar á nýju ári. vísir/getty „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda. Það eru svona tíu ár síðan ég byrjaði að vera í stöðugu sambandi við japanska sambandið,“ segir Dagur Sigurðsson handboltaþjálfari við Vísi en í kvöld verður tilkynnt að hann hafi samið við japanska handknattleikssambandið. Er það var staðfest að Dagur myndi hætta með þýska landsliðið eftir HM í janúar var orðið ljóst að hann væri á leið til Japans. „Ég hef verið að aðstoða Japani með þjálfara og leikmenn hér í Þýskalandi síðustu ár. Svo hef ég flogið þarna yfir einu sinni á ári til að halda fyrirlestra.“ Dagur segir að eftir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst hafi fyrst komið upp að japanska sambandið ætlaði að bjóða sér samning um að taka við landsliði þjóðarinnar og hjálpa til við að byggja upp handboltann í landinu. „Samningurinn er klár og þeir munu tilkynna um samninginn seint í kvöld,“ segir Dagur en talað hefur verið um að hann ætti að gera lið Japan samkeppnishæft fyrir ÓL í Tókýó árið 2020. Japanir horfa lengra en það og samningur Dags er því afar langur. „Þessi samningur er fram yfir Ólympíuleikana 2024 þannig að þetta er í raun rúmlega sjö ára samningur,“ segir Dagur en svo langt er í þá leika að ekki liggur enn fyrir hvar leikarnir árið 2024 verða. Það verður ákveðið í september. „Þetta er langtímaverkefni. Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki að búa til eitthvað súperlið fyrir árið 2020. Ég var til í að skoða þetta með þeim ef þeir væru að horfa á að lyfta boltanum upp í heild sinni. Ég mun vinna með deildarþjálfurunum og koma að ansi mörgum þáttum handboltans í Japan.“ Handbolti Tengdar fréttir Dagur hættir með þýska landsliðið og tekur við Japan Dagur Sigurðsson mun stýra þýska handboltalandsliðinu í síðasta sinn á HM í Frakklandi í byrjun næsta árs. Dagur hefur ákveðið að taka við japanska landsliðinu í sumar. 22. nóvember 2016 09:00 Bob Hanning: Dagur breytti hugsunarhættinum í þýskum handbolta Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, talar vel um Dag Sigurðsson í fréttinni um að íslenski þjálfarinn hafi ákveðið að hætta sem þjálfari þýska handboltalandsliðið eftir HM í Frakklandi. 22. nóvember 2016 09:19 Hanning: Staða okkar gagnvart Degi mjög þröng Varaforseti þýska handknattleikssambandsins segir að það hafi verið lítið hægt að gera til að halda Degi Sigurðssyni. 23. nóvember 2016 13:45 Kretzschmar: Gerðum við nóg til að halda Degi? Stefan Kretzschmar sér mjög á eftir Degi Sigurðssyni sem hefur ákveðið að hætta með þýska landsliðið. 23. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
„Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda. Það eru svona tíu ár síðan ég byrjaði að vera í stöðugu sambandi við japanska sambandið,“ segir Dagur Sigurðsson handboltaþjálfari við Vísi en í kvöld verður tilkynnt að hann hafi samið við japanska handknattleikssambandið. Er það var staðfest að Dagur myndi hætta með þýska landsliðið eftir HM í janúar var orðið ljóst að hann væri á leið til Japans. „Ég hef verið að aðstoða Japani með þjálfara og leikmenn hér í Þýskalandi síðustu ár. Svo hef ég flogið þarna yfir einu sinni á ári til að halda fyrirlestra.“ Dagur segir að eftir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst hafi fyrst komið upp að japanska sambandið ætlaði að bjóða sér samning um að taka við landsliði þjóðarinnar og hjálpa til við að byggja upp handboltann í landinu. „Samningurinn er klár og þeir munu tilkynna um samninginn seint í kvöld,“ segir Dagur en talað hefur verið um að hann ætti að gera lið Japan samkeppnishæft fyrir ÓL í Tókýó árið 2020. Japanir horfa lengra en það og samningur Dags er því afar langur. „Þessi samningur er fram yfir Ólympíuleikana 2024 þannig að þetta er í raun rúmlega sjö ára samningur,“ segir Dagur en svo langt er í þá leika að ekki liggur enn fyrir hvar leikarnir árið 2024 verða. Það verður ákveðið í september. „Þetta er langtímaverkefni. Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki að búa til eitthvað súperlið fyrir árið 2020. Ég var til í að skoða þetta með þeim ef þeir væru að horfa á að lyfta boltanum upp í heild sinni. Ég mun vinna með deildarþjálfurunum og koma að ansi mörgum þáttum handboltans í Japan.“
Handbolti Tengdar fréttir Dagur hættir með þýska landsliðið og tekur við Japan Dagur Sigurðsson mun stýra þýska handboltalandsliðinu í síðasta sinn á HM í Frakklandi í byrjun næsta árs. Dagur hefur ákveðið að taka við japanska landsliðinu í sumar. 22. nóvember 2016 09:00 Bob Hanning: Dagur breytti hugsunarhættinum í þýskum handbolta Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, talar vel um Dag Sigurðsson í fréttinni um að íslenski þjálfarinn hafi ákveðið að hætta sem þjálfari þýska handboltalandsliðið eftir HM í Frakklandi. 22. nóvember 2016 09:19 Hanning: Staða okkar gagnvart Degi mjög þröng Varaforseti þýska handknattleikssambandsins segir að það hafi verið lítið hægt að gera til að halda Degi Sigurðssyni. 23. nóvember 2016 13:45 Kretzschmar: Gerðum við nóg til að halda Degi? Stefan Kretzschmar sér mjög á eftir Degi Sigurðssyni sem hefur ákveðið að hætta með þýska landsliðið. 23. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Dagur hættir með þýska landsliðið og tekur við Japan Dagur Sigurðsson mun stýra þýska handboltalandsliðinu í síðasta sinn á HM í Frakklandi í byrjun næsta árs. Dagur hefur ákveðið að taka við japanska landsliðinu í sumar. 22. nóvember 2016 09:00
Bob Hanning: Dagur breytti hugsunarhættinum í þýskum handbolta Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, talar vel um Dag Sigurðsson í fréttinni um að íslenski þjálfarinn hafi ákveðið að hætta sem þjálfari þýska handboltalandsliðið eftir HM í Frakklandi. 22. nóvember 2016 09:19
Hanning: Staða okkar gagnvart Degi mjög þröng Varaforseti þýska handknattleikssambandsins segir að það hafi verið lítið hægt að gera til að halda Degi Sigurðssyni. 23. nóvember 2016 13:45
Kretzschmar: Gerðum við nóg til að halda Degi? Stefan Kretzschmar sér mjög á eftir Degi Sigurðssyni sem hefur ákveðið að hætta með þýska landsliðið. 23. nóvember 2016 17:00