Umfjöllun: Ísland - Danmörk 26-34 | Rassskelling í síðasta leiknum fyrir HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2017 21:00 Arnór Þór Gunnarsson, hægri hornamaður Íslands. vísir/ernir Ísland steinlá fyrir Danmörku, 26-34, í síðasta leiknum í Bygma bikarnum í handbolta í Árósum í kvöld. Þetta var síðasti leikur liðanna fyrir HM í Frakklandi sem hefst á miðvikudaginn. Ólympíumeistarar Dana höfðu mikla yfirburði í leiknum og sigur þeirra var aldrei í hættu. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar líta afar vel út og eru líklegir til afreka á HM. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa, eins og alla leikina í Bygma bikarnum. Eftir 11 mínútna leik var staðan 4-9, Dönum í vil og eftir það var róðurinn þungur. Sóknarleikurinn gekk erfiðlega gegn framliggjandi vörn Dana sem voru fljótir að refsa með mörkum úr hraðaupphlaupum. Og líkt og í öllum leikjunum á mótinu vörðu íslensku markverðirnir varla skot fyrstu 15 mínúturnar. Á meðan var Niklas Landin í góðum gír í marki Dana og varði 12 skot í fyrri hálfleik (55%). Skyttur íslenska liðsins voru óvirkar í fyrri hálfleik og langt fram eftir leik. Ólafur Guðmundsson skoraði sitt eina mark tveimur mínútum fyrir leikslok á meðan Rúnar Kárason skoraði sex mörk á síðustu 20 mínútum. Ekkert kom heldur út úr Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Arnóri Atlasyni og Janus Daði Smárason átti erfitt uppdráttar. Danir voru átta mörkum yfir í hálfleik, 11-19, og strax í upphafi seinni hálfleik var munurinn kominn upp í 10 mörk, 11-21. Íslenska liðið sýndi loksins lit í stöðunni 14-23. Íslendingar skoruðu þá fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í fimm mörk, 18-23. En svo fór allt í sama farið aftur. Danir stigu á bensíngjöfina og náðu afgerandi forskoti á nýjan leik. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 26-34. Rúnar var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Guðjón Valur Sigurðsson kom næstur með fimm mörk og Gunnar Steinn Jónsson skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum skotum. Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Ísland steinlá fyrir Danmörku, 26-34, í síðasta leiknum í Bygma bikarnum í handbolta í Árósum í kvöld. Þetta var síðasti leikur liðanna fyrir HM í Frakklandi sem hefst á miðvikudaginn. Ólympíumeistarar Dana höfðu mikla yfirburði í leiknum og sigur þeirra var aldrei í hættu. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar líta afar vel út og eru líklegir til afreka á HM. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa, eins og alla leikina í Bygma bikarnum. Eftir 11 mínútna leik var staðan 4-9, Dönum í vil og eftir það var róðurinn þungur. Sóknarleikurinn gekk erfiðlega gegn framliggjandi vörn Dana sem voru fljótir að refsa með mörkum úr hraðaupphlaupum. Og líkt og í öllum leikjunum á mótinu vörðu íslensku markverðirnir varla skot fyrstu 15 mínúturnar. Á meðan var Niklas Landin í góðum gír í marki Dana og varði 12 skot í fyrri hálfleik (55%). Skyttur íslenska liðsins voru óvirkar í fyrri hálfleik og langt fram eftir leik. Ólafur Guðmundsson skoraði sitt eina mark tveimur mínútum fyrir leikslok á meðan Rúnar Kárason skoraði sex mörk á síðustu 20 mínútum. Ekkert kom heldur út úr Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Arnóri Atlasyni og Janus Daði Smárason átti erfitt uppdráttar. Danir voru átta mörkum yfir í hálfleik, 11-19, og strax í upphafi seinni hálfleik var munurinn kominn upp í 10 mörk, 11-21. Íslenska liðið sýndi loksins lit í stöðunni 14-23. Íslendingar skoruðu þá fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í fimm mörk, 18-23. En svo fór allt í sama farið aftur. Danir stigu á bensíngjöfina og náðu afgerandi forskoti á nýjan leik. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 26-34. Rúnar var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Guðjón Valur Sigurðsson kom næstur með fimm mörk og Gunnar Steinn Jónsson skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum skotum.
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira