Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 21:00 Ólafur Guðmundsson reynir skot að marki Spánar. vísir/afp Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt leiða með meira en tveimur mörkum í hálfleik, 10-12. Björgvin Páll Gústavsson var hreint magnaður í íslenska markinu og varði 13 skot í fyrri hálfleik, eða 57% þeirra skota sem hann fékk á sig. Sóknarleikur Íslands var ágætur í fyrri hálfleik en slakur í þeim seinni. Íslensku strákarnir hættu að horfa á markið, höfðu engar lausnir og Spánverjar gengu á lagið. Spænska liðið breytti stöðunni úr 13-15 í 19-15 og eftir það var róðurinn þungur fyrir Íslendinga. Á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 27-21.Frábær fyrri hálfleikur Frammistaðan í fyrri hálfleik var sú besta sem íslenska liðið hefur sýnt í lengri tíma. Íslendingar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug og réði við flest sem Spánverjarnir buðu upp á. Það var helst línumaðurinn tröllvaxni Julen Aguinagalde sem olli íslensku vörninni vandræðum en hann var erfiður viðureignar að vanda. Maður fyrri hálfleiksins var hins vegar Björgvin Páll sem tók 13 bolta, þar af þrjú víti. Þá skoraði Björgvin Páll eitt mark með skoti yfir endilangan völlinn. Rúnar Kárason kom Íslandi í 7-11 þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Spánn skoraði hins vegar þrjú af síðustu fjórum mörkum fyrri hálfleiks og því var staðan 10-12 í hálfleik.Ekkert mark í níu mínútur Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn af fínum krafti og Arnór Þór Gunnarsson kom íslenska liðinu tveimur mörkum yfir, 13-15, þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. En þá fór allt til fjandans, brottvísanir fóru illa með íslenska liðið og Spánverjar þéttu vörnina til muna. Spænska liðið gekk á lagið og raðaði inn mörkum án þess að Íslendingar fengju rönd við reist. Áræðnin hvarf úr sóknarleik Íslands og menn urðu ragir. Ísland skoraði ekki í níu mínútur og loksins þegar liðið rankaði aðeins við sér var munurinn orðinn of mikill. Spánverjar tóku sér drjúgan tíma í allar sínar aðgerðir undir lokin og sigldu sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 27-21, Íslandi í vil. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk. Arnar Freyr Arnarsson spilaði skínandi vel og skoraði fjögur mörk af línunni í sínum fyrsta leik á stórmóti. Björgvin Páll varði 19 skot í leiknum (41%). Næsti leikur Íslands er gegn Slóveníu á laugardaginn. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt leiða með meira en tveimur mörkum í hálfleik, 10-12. Björgvin Páll Gústavsson var hreint magnaður í íslenska markinu og varði 13 skot í fyrri hálfleik, eða 57% þeirra skota sem hann fékk á sig. Sóknarleikur Íslands var ágætur í fyrri hálfleik en slakur í þeim seinni. Íslensku strákarnir hættu að horfa á markið, höfðu engar lausnir og Spánverjar gengu á lagið. Spænska liðið breytti stöðunni úr 13-15 í 19-15 og eftir það var róðurinn þungur fyrir Íslendinga. Á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 27-21.Frábær fyrri hálfleikur Frammistaðan í fyrri hálfleik var sú besta sem íslenska liðið hefur sýnt í lengri tíma. Íslendingar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug og réði við flest sem Spánverjarnir buðu upp á. Það var helst línumaðurinn tröllvaxni Julen Aguinagalde sem olli íslensku vörninni vandræðum en hann var erfiður viðureignar að vanda. Maður fyrri hálfleiksins var hins vegar Björgvin Páll sem tók 13 bolta, þar af þrjú víti. Þá skoraði Björgvin Páll eitt mark með skoti yfir endilangan völlinn. Rúnar Kárason kom Íslandi í 7-11 þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Spánn skoraði hins vegar þrjú af síðustu fjórum mörkum fyrri hálfleiks og því var staðan 10-12 í hálfleik.Ekkert mark í níu mínútur Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn af fínum krafti og Arnór Þór Gunnarsson kom íslenska liðinu tveimur mörkum yfir, 13-15, þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. En þá fór allt til fjandans, brottvísanir fóru illa með íslenska liðið og Spánverjar þéttu vörnina til muna. Spænska liðið gekk á lagið og raðaði inn mörkum án þess að Íslendingar fengju rönd við reist. Áræðnin hvarf úr sóknarleik Íslands og menn urðu ragir. Ísland skoraði ekki í níu mínútur og loksins þegar liðið rankaði aðeins við sér var munurinn orðinn of mikill. Spánverjar tóku sér drjúgan tíma í allar sínar aðgerðir undir lokin og sigldu sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 27-21, Íslandi í vil. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk. Arnar Freyr Arnarsson spilaði skínandi vel og skoraði fjögur mörk af línunni í sínum fyrsta leik á stórmóti. Björgvin Páll varði 19 skot í leiknum (41%). Næsti leikur Íslands er gegn Slóveníu á laugardaginn.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira