Jóhann: Menn þurfa að taka ábyrgð Smári Jökull Jónsson skrifar 2. mars 2017 21:24 Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur kallar eftir því að menn taki á sig meiri ábyrgð inni á vellinum. Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur kallaði eftir að menn í sínu liði tækju á sig ábyrgð og sagði að varnarleikurinn gegn Stjörnunni í kvöld hefði verið slakur. „Við erum nánast allan leikinn nánast „off“ varnarlega. Það eru ekki nema 2-3 mínútur í sitt hvorum hálfleiknum þar sem við náum alvöru ákefð í vörninni. Við erum að fá á okkur 96 stig, yfir 20 stig í hverjum leikhluta og á móti svona góðu liði eins og Stjörnunni er það ekkert að ganga upp,“ sagði Jóhann þegar Vísir spjallaði við hann að leik loknum í kvöld. Lykilmenn eins og Lewis Clinch og Dagur Kár Jónsson náðu sér ekki á strik hjá Grindavík í kvöld en Jóhann talaði um að allt liðið þyrfti að taka sig á. „Heilt yfir hittum við illa. Það var ákveðið vonleysi í þessu. Mínir menn héldu áfram að reyna og við höfum talað um í allan vetur að taka leik okkar upp á næsta stig. Á meðan mínir hafa ekki kjark eða dug til að slást við þessi bestu lið og við erum hvað eftir annað að gera okkur seka um aulamistök þá erum við ekkert að fara að gera neitt.“ „Það eru tveir leikir eftir og svo þessi úrslitakeppni. Við þurfum bara að fara að girða okkur í brók,“ sagði Jóhann og vildi meina að hans menn væru ekki að fara eftir leikskipulaginu sem sett væri upp. „Ég væri til í að sjá mína menn spila heilan leik þar sem þeir halda sig við leikskipulag, sérstaklega varnarlega, það væri fróðlegt. Sömuleiðis að taka ábyrgð á því sem verið er að gera og leggja upp. Ef það er sagt eitthvað við menn þá er bara svarað „ég veit, ég veit“ og einhverjar afsakanir í staðinn fyrir að taka ábyrgð á því sem er verið að gera. Það þarf að gera hlutina eins og menn,“ sagði Jóhann að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 77-96 | Stjarnan sótti sigur á Suðurnesin Stjörnumenn unnu öruggan sigur á Grindavík í Mustad-höllinni suður með sjó í kvöld. Gestirnir halda sig því í námunda við KR í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. 2. mars 2017 23:15 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur kallaði eftir að menn í sínu liði tækju á sig ábyrgð og sagði að varnarleikurinn gegn Stjörnunni í kvöld hefði verið slakur. „Við erum nánast allan leikinn nánast „off“ varnarlega. Það eru ekki nema 2-3 mínútur í sitt hvorum hálfleiknum þar sem við náum alvöru ákefð í vörninni. Við erum að fá á okkur 96 stig, yfir 20 stig í hverjum leikhluta og á móti svona góðu liði eins og Stjörnunni er það ekkert að ganga upp,“ sagði Jóhann þegar Vísir spjallaði við hann að leik loknum í kvöld. Lykilmenn eins og Lewis Clinch og Dagur Kár Jónsson náðu sér ekki á strik hjá Grindavík í kvöld en Jóhann talaði um að allt liðið þyrfti að taka sig á. „Heilt yfir hittum við illa. Það var ákveðið vonleysi í þessu. Mínir menn héldu áfram að reyna og við höfum talað um í allan vetur að taka leik okkar upp á næsta stig. Á meðan mínir hafa ekki kjark eða dug til að slást við þessi bestu lið og við erum hvað eftir annað að gera okkur seka um aulamistök þá erum við ekkert að fara að gera neitt.“ „Það eru tveir leikir eftir og svo þessi úrslitakeppni. Við þurfum bara að fara að girða okkur í brók,“ sagði Jóhann og vildi meina að hans menn væru ekki að fara eftir leikskipulaginu sem sett væri upp. „Ég væri til í að sjá mína menn spila heilan leik þar sem þeir halda sig við leikskipulag, sérstaklega varnarlega, það væri fróðlegt. Sömuleiðis að taka ábyrgð á því sem verið er að gera og leggja upp. Ef það er sagt eitthvað við menn þá er bara svarað „ég veit, ég veit“ og einhverjar afsakanir í staðinn fyrir að taka ábyrgð á því sem er verið að gera. Það þarf að gera hlutina eins og menn,“ sagði Jóhann að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 77-96 | Stjarnan sótti sigur á Suðurnesin Stjörnumenn unnu öruggan sigur á Grindavík í Mustad-höllinni suður með sjó í kvöld. Gestirnir halda sig því í námunda við KR í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. 2. mars 2017 23:15 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 77-96 | Stjarnan sótti sigur á Suðurnesin Stjörnumenn unnu öruggan sigur á Grindavík í Mustad-höllinni suður með sjó í kvöld. Gestirnir halda sig því í námunda við KR í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. 2. mars 2017 23:15