Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 100-92 | Grindvíkingar setjast í bílstjórasætið Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2017 21:15 Dagur Kár Jónsson og félagar þurfa að verja heimavöllinn. vísir/stefán Grindavík vann frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn, 100-92, í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deild karla í kvöld. Grindavík leiðir því einvígið 2-1 og fer næstu leikur fram í Þorlákshöfn. Dagur Kár Jónsson var sigahæstur í liði Grindvíkingar með 29 stig og var Tobin Carberry stórbrotinn í liði Þórsara og gerði hann 38 stig. Heilt yfir dreifðist stigaskor Grindvíkingar mjög vel milli manna í byrjunarliðinu og gerðu þeir til að mynda allir yfir 10 stig. Grindvíkingar voru með yfirhöndina í raun og veru allan leikinn og var sigur þeirra ekki oft í hættu. Heimavöllurinn hefur því betur þriðja leikinn í röð.Grindavík-Þór Þ. 100-92 (31-20, 19-28, 31-21, 19-23)Grindavík: Dagur Kár Jónsson 29, Lewis Clinch Jr. 20/8 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 17/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/13 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5/4 fráköst, Hamid Dicko 4, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.Þór Þ.: Tobin Carberry 38/9 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 18/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 12, Halldór Garðar Hermannsson 9/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8/4 fráköst/5 stolnir, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 2, Styrmir Snær Þrastarson 2, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Magnús Breki Þórðason 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.Af hverju vann Grindavík?Liðið spilaði bara mun betri leik á öllum sviðið. Leikmenn liðsins vörðust vel, og sóknarleikurinn gekk smurt fyrir sig. Heimamenn komu mörgum mönnum í takt við leikinn og dreifðist stigaskorið nokkuð vel. Þetta er ávallt uppskrift á sigur Grindvíkinga.Bestu menn vallarins? Dagur Kár Jónsson og Lewiz Clinch Jr. voru báðir virkilega góðir í kvöld og réðu varnarmenn Þórsara ekkert við þá.Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórsara var í raun til skammar og fengu Grindvíkingar hvað eftir annað opið og frítt skot. Þú getur aldrei unnið leik í úrslitakeppni með svona varnarleik. Grindvallaratriði eins og að stíga út var of mikið fyrir heimamenn. Einar Árni: Þeir vildu þetta bara meiraEinar Árni var ekki sáttur eftir leikinn„Ég myndi ekki hafa stórar áhyggjur af sóknarleik eftir þennan leik,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Við fáum 100 stig á okkur í kvöld og 99 stig síðast og það einfaldlega það mesta sem við höfum fengið á okkur í allan vetur.“ Hann segir að Grindvíkingar hafi einfaldlega skotið þá í kaf í kvöld. „Allt fimm manna liðið þeirra er bara með sýningu hér í kvöld. Þeir eru bara að setja okkur í vandræði allan leikinn. Við sýndum fínan varnarleik í öðrum leikhluta og meira var það ekki.“ Hann segir að Grindvíkingar hafi einfaldlega viljað þennan sigur meira. „Það var ekki steinn yfir steini í varnarleik okkar í síðari hálfleik og þá er þetta Grindavíkurlið bara fjandi erfitt.“ Jóhann Þór: Skotnýtingin eins og á góðum frystitogaraJóhann sáttur með sína menn.„Sóknarleikurinn hjá okkur í kvöld var flottur og maður getur bara verið mjög ánægður með liðið,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga. „Skotprósentan okkur hefur verið svipuð og nýtingarprósentan á fristitogara. Varnarlega vorum við á köflum fínir og ég er bara heilt yfir mjög góðir í kvöld.“ Jóhanni líður vel að vera með einvígið í þeirra höndum. „Mér fannst við líka nokkuð góðir í síðasta leik sem við töpuðum og vorum kannski smá óheppnir þar. Við þurfum að skoða það betur.“ Dagur: Leið eins og að allt færi ofan íGerði 29 stig í kvöld.„Ég er bara virkilega sáttur eftir leikinn í kvöld en við vorum það alls ekki eftir síðasta leik,“ segir Dagur Kár Jónsson, eftir sigurinn í kvöld. „Það var því nauðsynlegt fyrir okkur að koma til baka og sýna hversu góðir við í raun og veru erum.“ Dagur segir að honum hafi liðið eins og að boltinn myndi alltaf fara ofan í kvöld. „Ég var í góðum fíling en okkur er samt alveg sama hver er að skora þessi stig. Við vorum að hlaupa sóknina vel í kvöld og þá gengur þetta vel.“ Hann segir að Grindavíkurliðið sé langsterkast í alvöru leikjum. „Við gírum okkur almennilega inn í svona leiki.“ Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Grindavík vann frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn, 100-92, í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deild karla í kvöld. Grindavík leiðir því einvígið 2-1 og fer næstu leikur fram í Þorlákshöfn. Dagur Kár Jónsson var sigahæstur í liði Grindvíkingar með 29 stig og var Tobin Carberry stórbrotinn í liði Þórsara og gerði hann 38 stig. Heilt yfir dreifðist stigaskor Grindvíkingar mjög vel milli manna í byrjunarliðinu og gerðu þeir til að mynda allir yfir 10 stig. Grindvíkingar voru með yfirhöndina í raun og veru allan leikinn og var sigur þeirra ekki oft í hættu. Heimavöllurinn hefur því betur þriðja leikinn í röð.Grindavík-Þór Þ. 100-92 (31-20, 19-28, 31-21, 19-23)Grindavík: Dagur Kár Jónsson 29, Lewis Clinch Jr. 20/8 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 17/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/13 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5/4 fráköst, Hamid Dicko 4, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.Þór Þ.: Tobin Carberry 38/9 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 18/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 12, Halldór Garðar Hermannsson 9/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8/4 fráköst/5 stolnir, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 2, Styrmir Snær Þrastarson 2, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Magnús Breki Þórðason 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.Af hverju vann Grindavík?Liðið spilaði bara mun betri leik á öllum sviðið. Leikmenn liðsins vörðust vel, og sóknarleikurinn gekk smurt fyrir sig. Heimamenn komu mörgum mönnum í takt við leikinn og dreifðist stigaskorið nokkuð vel. Þetta er ávallt uppskrift á sigur Grindvíkinga.Bestu menn vallarins? Dagur Kár Jónsson og Lewiz Clinch Jr. voru báðir virkilega góðir í kvöld og réðu varnarmenn Þórsara ekkert við þá.Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórsara var í raun til skammar og fengu Grindvíkingar hvað eftir annað opið og frítt skot. Þú getur aldrei unnið leik í úrslitakeppni með svona varnarleik. Grindvallaratriði eins og að stíga út var of mikið fyrir heimamenn. Einar Árni: Þeir vildu þetta bara meiraEinar Árni var ekki sáttur eftir leikinn„Ég myndi ekki hafa stórar áhyggjur af sóknarleik eftir þennan leik,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Við fáum 100 stig á okkur í kvöld og 99 stig síðast og það einfaldlega það mesta sem við höfum fengið á okkur í allan vetur.“ Hann segir að Grindvíkingar hafi einfaldlega skotið þá í kaf í kvöld. „Allt fimm manna liðið þeirra er bara með sýningu hér í kvöld. Þeir eru bara að setja okkur í vandræði allan leikinn. Við sýndum fínan varnarleik í öðrum leikhluta og meira var það ekki.“ Hann segir að Grindvíkingar hafi einfaldlega viljað þennan sigur meira. „Það var ekki steinn yfir steini í varnarleik okkar í síðari hálfleik og þá er þetta Grindavíkurlið bara fjandi erfitt.“ Jóhann Þór: Skotnýtingin eins og á góðum frystitogaraJóhann sáttur með sína menn.„Sóknarleikurinn hjá okkur í kvöld var flottur og maður getur bara verið mjög ánægður með liðið,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga. „Skotprósentan okkur hefur verið svipuð og nýtingarprósentan á fristitogara. Varnarlega vorum við á köflum fínir og ég er bara heilt yfir mjög góðir í kvöld.“ Jóhanni líður vel að vera með einvígið í þeirra höndum. „Mér fannst við líka nokkuð góðir í síðasta leik sem við töpuðum og vorum kannski smá óheppnir þar. Við þurfum að skoða það betur.“ Dagur: Leið eins og að allt færi ofan íGerði 29 stig í kvöld.„Ég er bara virkilega sáttur eftir leikinn í kvöld en við vorum það alls ekki eftir síðasta leik,“ segir Dagur Kár Jónsson, eftir sigurinn í kvöld. „Það var því nauðsynlegt fyrir okkur að koma til baka og sýna hversu góðir við í raun og veru erum.“ Dagur segir að honum hafi liðið eins og að boltinn myndi alltaf fara ofan í kvöld. „Ég var í góðum fíling en okkur er samt alveg sama hver er að skora þessi stig. Við vorum að hlaupa sóknina vel í kvöld og þá gengur þetta vel.“ Hann segir að Grindavíkurliðið sé langsterkast í alvöru leikjum. „Við gírum okkur almennilega inn í svona leiki.“
Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum