Pedro: Ekki auðvelt að fá leikmenn til Íslands og til ÍBV Einar Kárason skrifar 30. júní 2019 19:10 Pedro Hipolito. vísir/bára Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, hafði nóg að segja eftir enn eitt tapið í sumar en ÍBV tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni á heimavelli í dag. ÍBV er á botninum með fimm stig og hefur lítið gengið hjá liðinu í sumar. „Enn og aftur. Dæmigert fyrir okkar tímabil hingað til. Góðar 45 mínútur. Við fáum færi. Þeir fá færi. Við erum að spila vel, en þegar komið er í seinni hálfleik byrjar Stjarnan leikinn aðeins betur. Leikurinn er allur í járnum en svo kemur þetta víti. Svo fylgir seinna markið.” „Þetta er dæmigert fyrir okkur. Við gerum mistök og við fáum á okkur mörk. Þetta var löng vika og við höfðum ekki möguleikana og kraftinn í að klára okkur síðustu 10 mínúturnar. Náum ekki að setja pressu. En það er hvernig við fáum þessi mörk á okkur sem drepur okkur.” Stuttu áður en Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnumönnum yfir voru heimamenn nálægt því að ná forustunni. „Ef við hefðum skorað fyrst hefðum við fengið kraftinn og áræðnina til að klára þennan leik. Við hefðum gert þetta erfitt fyrir andstæðing okkar. Það eru margir leikmenn hjá þeim meiddir en þeir eiga möguleika á bekknum.” „En ef við skorum fyrst er það betra fyrir okkur og verra fyrir þá. En við gerum það ekki og fáum á okkur víti í staðinn. Enn eitt vítið sem við fáum á okkur. Enn ein gjöfin. Svona mistök eiga ekki að sjást á stærsta sviðinu.” „Við höfum átt marga góða spretti í sumar en svo gerist eitthvað. Ýmis smáatriði sem koma upp og skemma fyrir okkur. Skemma skipulag og það sem við ætlum að gera. Það tekur frá okkur sjálfstraustið. Við gerum mistök aftur og aftur og okkur er refsað fyrir það, aftur og aftur. Við þurfum að bregðast við. Það er það eina í stöðunni.” Gilson Correia var ekki í leikmannahópnum í dag og Óskar Elías Zoega Óskarsson, sem byrjaði gegn Víkingum í vikunni, sat á bekknum. „Ástæðan fyrir þessum breytingum er möguleiki á breytingum. Við höfðum möguleika. Mínir möguleikar og mín ákvörðun.” Félagaskiptaglugginn opnar núna um mánaðarmótin og eru tveir leikmenn nú þegar komnir til ÍBV, Benjamin Prah og Gary Martin. „Benjamin kom hingað fyrir 2-3 mánuðum. Hann hefur gæði. Hann er fljótur og getur tekið menn á. Afrísku gæðin. Við vonumst til að geta notað hann til að skapa vandræði fyrir andstæðinga okkar. Gary Martin þekkja allir. Það er þó ekki nóg. Við viljum meira. Við þurfum miðjumann og við þurfum miðvörð. Ef við viljum berjast þurfum við þennan styrk.” En er þessi frekari styrkur á leiðinni? „Ég veit það ekki. Það er ekki auðvelt að fá leikmenn hingað til Íslands og til ÍBV. Við getum einungis boðið þeim 3 mánaða samning og þetta eru atvinnumenn. Þetta er erfitt fyrir okkur. Við þurfum að finna bestu möguleikana sem í boði eru og fara eftir þeim. Við sjáum hvað setur.” „Stuðningsmenn okkar voru frábærir í dag. Þeir studdu liðið. Þeir hjálpuðu okkur og gerðu sitt. Við gerðum ekki okkar. Við þurfum að breyta stöðunni. Þeir mættu, studdu okkur og öskruðu. Þeir reyndu allt til að hjálpa okkur en við unnum ekki okkar starf. Þessi mistök sýna að við unnum ekki okkar starf,” sagði Pedro að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Róðurinn þyngist hjá ÍBV ÍBV er á botninum en mikilvægur sigur Stjörnunnar. 30. júní 2019 19:45 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, hafði nóg að segja eftir enn eitt tapið í sumar en ÍBV tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni á heimavelli í dag. ÍBV er á botninum með fimm stig og hefur lítið gengið hjá liðinu í sumar. „Enn og aftur. Dæmigert fyrir okkar tímabil hingað til. Góðar 45 mínútur. Við fáum færi. Þeir fá færi. Við erum að spila vel, en þegar komið er í seinni hálfleik byrjar Stjarnan leikinn aðeins betur. Leikurinn er allur í járnum en svo kemur þetta víti. Svo fylgir seinna markið.” „Þetta er dæmigert fyrir okkur. Við gerum mistök og við fáum á okkur mörk. Þetta var löng vika og við höfðum ekki möguleikana og kraftinn í að klára okkur síðustu 10 mínúturnar. Náum ekki að setja pressu. En það er hvernig við fáum þessi mörk á okkur sem drepur okkur.” Stuttu áður en Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnumönnum yfir voru heimamenn nálægt því að ná forustunni. „Ef við hefðum skorað fyrst hefðum við fengið kraftinn og áræðnina til að klára þennan leik. Við hefðum gert þetta erfitt fyrir andstæðing okkar. Það eru margir leikmenn hjá þeim meiddir en þeir eiga möguleika á bekknum.” „En ef við skorum fyrst er það betra fyrir okkur og verra fyrir þá. En við gerum það ekki og fáum á okkur víti í staðinn. Enn eitt vítið sem við fáum á okkur. Enn ein gjöfin. Svona mistök eiga ekki að sjást á stærsta sviðinu.” „Við höfum átt marga góða spretti í sumar en svo gerist eitthvað. Ýmis smáatriði sem koma upp og skemma fyrir okkur. Skemma skipulag og það sem við ætlum að gera. Það tekur frá okkur sjálfstraustið. Við gerum mistök aftur og aftur og okkur er refsað fyrir það, aftur og aftur. Við þurfum að bregðast við. Það er það eina í stöðunni.” Gilson Correia var ekki í leikmannahópnum í dag og Óskar Elías Zoega Óskarsson, sem byrjaði gegn Víkingum í vikunni, sat á bekknum. „Ástæðan fyrir þessum breytingum er möguleiki á breytingum. Við höfðum möguleika. Mínir möguleikar og mín ákvörðun.” Félagaskiptaglugginn opnar núna um mánaðarmótin og eru tveir leikmenn nú þegar komnir til ÍBV, Benjamin Prah og Gary Martin. „Benjamin kom hingað fyrir 2-3 mánuðum. Hann hefur gæði. Hann er fljótur og getur tekið menn á. Afrísku gæðin. Við vonumst til að geta notað hann til að skapa vandræði fyrir andstæðinga okkar. Gary Martin þekkja allir. Það er þó ekki nóg. Við viljum meira. Við þurfum miðjumann og við þurfum miðvörð. Ef við viljum berjast þurfum við þennan styrk.” En er þessi frekari styrkur á leiðinni? „Ég veit það ekki. Það er ekki auðvelt að fá leikmenn hingað til Íslands og til ÍBV. Við getum einungis boðið þeim 3 mánaða samning og þetta eru atvinnumenn. Þetta er erfitt fyrir okkur. Við þurfum að finna bestu möguleikana sem í boði eru og fara eftir þeim. Við sjáum hvað setur.” „Stuðningsmenn okkar voru frábærir í dag. Þeir studdu liðið. Þeir hjálpuðu okkur og gerðu sitt. Við gerðum ekki okkar. Við þurfum að breyta stöðunni. Þeir mættu, studdu okkur og öskruðu. Þeir reyndu allt til að hjálpa okkur en við unnum ekki okkar starf. Þessi mistök sýna að við unnum ekki okkar starf,” sagði Pedro að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Róðurinn þyngist hjá ÍBV ÍBV er á botninum en mikilvægur sigur Stjörnunnar. 30. júní 2019 19:45 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Róðurinn þyngist hjá ÍBV ÍBV er á botninum en mikilvægur sigur Stjörnunnar. 30. júní 2019 19:45
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn